Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 52
RNUAFMÆLI
Hann 6T þvílíkur hjartaknúsari að
næstum 4 milljónir manna hafa heim-
sótt heimasíðu hans á Netinu síðustu
2 árin. Brian Austin Green, sem leikur
David Silver í framhaldsþáttunum
Beverly Hills 90210 verður 25 ára
þann 15. júlí. Hann á gríðarstórt hús
í spænskum stíl í norðurhluta
Hollywood þar sem hann býr með
tveimur hundum sínum. Brian Austin
Green varð snemma mikill áhugamað-
ur um tónlist, enda faðir hans góður
trommari. Hann lék sjálfur í hljóm-
sveit meðan hann var í listaskóla,
fékk hlutverk í auglýsingum og léleg-
um kvikmyndum og fór svo í prufu-
töku fyrir Beverly Hills 90210. Frá
þeim degi hefur hann ekki þurft að
hafa nokkrar áhyggjur af fjármálun-
um. Hann nýtur þess að eiga tíma
með sjálfum sér, situr þá oft og horfir
á myndbönd og segist jafnvel telja
áhuga sinn á kvikmyndinni „Bravehe-
art” með Mel Gibson eiga rætur að
rekja til þess að hann er blandaður;
er pínulítið skoskur, ítalskur að 1/4
hluta, írskur og ungverskur.
Hann segist aðeins eiga eina ósk: að
fjölskyldu hans og vinum muni alltaf
líða jafn vel og honum sjálfum líður
núna...
HALLO! Horfið þið á Strand-
verði („Baywatch”)? Þá þekkið þið
kappann:
David Hasselhoff verður 46 ára
þann 17. og maður myndi segja að
hann sé í þokkalegu ásigkomulagi
miðað við aldur, ekki satt? Það er
ekki bjórvömbinni fyrir að fara.
Hann er svo sem vanur því að kon-
ur snúist í kringum hann, hann er
yngsta barnið í fjölskyldunni og á
fjórar systur sem vöktuðu hann til
skiptis allan sólarhringinn.
Ug tleiri frægir sem fæddust í
júlí: Ginger Rogers, dansarinn
óviðjafnanlegi, fæddist 16. júlí
1911 og leikkonan Anna Paquin
24. júlí 1982. Anna er yngst
þriggja barna, fædd í Kanada og
er hrifnust af myndum með
spennu og hraða („Speed” og
„Die Hard” eru meðal eftirlætis
mynda hennar). Hún geymir ósk-
arsverðlaunastyttuna, sem hún
fékk fyrir leik sinn í myndinni Pí-
anó, í sokkaskúffunni sinni...
Svo má ekki gleyma leikkonunni
sem margir karlmenn hafa fallið
fyrir:Sandra Bullock verður 34 ára
þann 26. júlí....
Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, verður
21 árs 14. júlí. Hún þráði að verða „drottning fólks-
ins” eftir dauða Díönu. Eftir nám í Frakklandi birt-
ist hún í Svíþjóð, tágrönn og eins og ný manneskja.
Megrunin var ekki komin af góðu, stúlkan þjáðist af
lystarstoli (anorexíu) og gengst undir læknismeð-