Vikan - 09.07.1998, Blaðsíða 53
Woody Harrelson, sem er að verða 37 ára, átti æsku
sem fáir hafa þurft að upplifa, sem betur fer. Pabbi hans,
Charles, var dæmdur sekur um morð þegar Woody var 7 ára
og ólst hann upp með tveimur bræðrum sínurn hjá móður
sinni, sem var strangtrúuð. Eftir að hann hafði lokið leiklist-
arnámi og fengið nokkur hlutverk, komst hann að í sjón-
varpsþáttunum Staupa-
' Wm ^ ^k*| Ö*
Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, rúllar
áfram í lífinu eins og ekkert sé. Hann verður 54 ára
26.júlí, heitir fullu nafni Michael Phillip jagger og
kynntist Keith Richard vini sínum þegar báðir voru
5 ára og á sama barnaheimili. Hann hefur alltaf
verið veikur fyrir fyrirsætum og giftist reyndar einni
þeirri frægustu, jerry Hall, en eigi að síður naut
hann áð taka hliðarspor. Sagt er að Madonna hafi
meira að segja orðið á vegi hans áður en hún varð
fræg...
Rós Vikunnar fœr: Ingólfur Hannesson og starfsmenn
íþróttadeildar Sjónvarpsins Laugavegi 176, Reykjavík
Rós Vikunnar
l Vló& ^ÍAÁun/um
Rós Vikunnar fær að þessu sinni íþróttadeild
Sjónvarpsins fyrir góða frammistöðu í útsending-
um frá HM í fótbolta. Starfsmenn deildarinnar
eru ferskir, áhugasamir og vandvirkir. Áhuga-
verðir gestir hafa verið fengnir í HM „settið” til
þeirra og er þetta hin besta skemmtun fyrir fót-
boltaunnendur.
Þeir sem ekki þola fótbolta í Sjónvarpinu geta
verið ánægðir líka, því nú er virkilega hægt að
upplifa sjónvarpslaus sumarkvöld. Svo spillir ekki
fyrir að horfa á hversu boltabrjálæðingarnir sem
sitja fyrir framan sjónvarpstækin, eru ánægðir
með lífið þessar vikurnar. Flott hjá íþróttadeild-
inni!
Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er,
hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykja-
vík“ og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir
valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni.