Vikan


Vikan - 31.05.1999, Page 6

Vikan - 31.05.1999, Page 6
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Úr einkasafni Hestaferðir um óbyggðir íslands njóta vaxandi vin- sælda, bæði meðal íslendinga og er- lendra ferðamanna. Fyrir hestamenn eru sumarferðirnar toppurinn á tilver- unnni. Erfiðiðí kringum hestana í leiðindaveðri yfir vetrarmánuðina gleymist þegar vel heppnuð sumarferð eraðbaki. Fyrir hina óvönu getur sumarferð vakið löngun til að eignast hest og stunda hestamennsku allt árið um kring. Nokkrir félagar í hesta- mannafélaginu Gusti hafa farið saman í sumarferð allt frá árinu 1991. Við kíklum inn í eina kaffistof- una í Gustshverfinu og hittum að máli þrjá félaga úr ferða- hópnum þá Sturlu Snorrason, Guðmund Tryggvason og Sæv- ar Kristjánsson. Ekki vantaði gestrisnina hjá hestamönnunum. Blaðamanni var boðið upp á kaffi og með- læti að hætti hússins sem reynd- ist vera kremkex frá Frón. Fé- lagarnir voru uppteknir af að ræða um járningar og úrslit al- þingiskosninga komu til tals Greinilegt að menn voru ekki á eitt sáttir um hver hefði unnið en komust þó að ásættanlegri niðurstöðu. Að allir væru sig- urvegarar! Eftir líflegar um- ræður voru þeir tilbúnir að hlýða á fyrstu spurninguna sem kom þeim kannski ekki á óvart. Hvað olli því að þessi ianglífi ferðahópur varð til? Sævar upplýsir að hesta- mannafélagið Gustur hafi upp- haflega staðið fyrir sumarferð árið 1989. Sú ferð tókst vel og ákveðið að fara aftur að ári iiðnu. Hópur fólks, sem var með í þessari för, ákvað að stofna sinn eigin ferðahóp. Hópurinn er misjafnlega stór á milli ára en yfirleitt reynt að halda félagahópnum í kringum tuttugu. Ákveðin hefð hefur skapast eins og að eldri félagar þurfa að samþykkja nýja hópfélaga. Meðlimir ferða- hópsins mega taka sér frí eitt sumar en ef þeir koma ekki með tvö ár í röð detta þeir sjálf- krafa út. Sextíu ára aldursmunur Hópurinn hefur tekið rnikl- um breytingum frá árinu 1991. Sævar og Guðmundur eru þeir einu sem hafa farið með öll árin. Veikindi, meðgöngur og aðrir áhrifaþættir hafa hamlað því að sumir félagar hafi komist með. Þeir sem ekki hafa geta riðið með hafa oft heimsótt hópinn á áfangastað. Sturla hefur líka verið duglegur, ein- ungis sleppt úr einni ferð. Aðr- ir hafa bæst seinna inn í hópinn. Margir gætu haldið að hér væri á ferðinni hreinræktaður karla- klúbbur en svo er ekki. Að sjálfsögðu bjóða þeir sínum heittelskuðu með í rómantíska fjallaferð, eins og sönnum herramönnum sæmir. I hópn- um er töluvert mikið af hjóna- fólki og í einni ferðinni voru þrír ættliðir samankomnir. Sjö ára stúlka, foreldrar hennar, amma og afi. Félagarnir minn- ast þess að í eitt skipti var tíu ára strákur með í för og jafn- framt annar ferðafélagi um sjö- tugt. Tekinn var mynd af þeim þar sem sextíu ár skildu á milli. Ljóst er að aldur er afstætt hug- „Höfum mætt jákvæðu viðmóti hjá bændum og þeir tekið vel á móti okkur." 6 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.