Vikan


Vikan - 31.05.1999, Side 38

Vikan - 31.05.1999, Side 38
EC i é dda Arndal heimsótti fyrir- heitna landið um síðustu jól ^ásamt ísraelskum eiginmanni sínum. Hún heillaðist af menningu Israels og matargerð. Hún gefur okk- ur spennandi uppskrift af tveimur rétt- um þaðan, sem eru bornir fram kaldir og gætu átt vel við á heitum íslenskum sumardegi. Edda fær gómsætan konfektkassa frá Nóa-Síríus að laun- um. Get ég fengiö uppskriftina ? Marineruð eggaldin 3 meðalstór eggaldin 3 paprikur 1/3 bolli vínedik 1 bolli tómatsósa úr dós 4 hvítlauksgeirar (pressaðir) salt og pipar ólífuolía til steikingar Þvoið og þurrkið eggaldinið og sker- ið í 2ja sm. þykkar sneiðar. Stráið salti á báðar hliðar sneiðanna og raðið þeim á bakka. Látið standa í 30 mínútur. Snúið síðan sneiðunum við og látið standa í aðr- ar 30 mínútur. Þerrið vökvann af þeim með pappírsþurrku. Brúnið sneiðarnar á pönnu þar til þær verða gulbrúnar og þerrið á pappírs- þurrku. Skerið paprik- una í sneiðar og blandið í skál ásamt eggaldininu. Blandið saman tómatsósu, ediki, hvít- lauk og kryddi og hellið yfir. Blandið varlega saman og kælið í nokkra klukkutíma áður en þið berið réttinn fram. Rétt- urinn geymist rnjög vel í kæli. Taboulleh 2 bollar hveitikorn (buglur), fást í Heilsuhúsinu 4 tómatar skornir í teninga 1 bolli fínsöxuð steinselja 2 msk. söxuð fersk mynta 1 bolli saxaður blaðlaukur 3 msk. ólífuolía 4 msk. sítrónusafi 1 tsk. salt l/2 tsk. pipar Hellið sjóðandi vatni yfir hveitikorn- in og látið standa í 30. mínútur eða þar til allur vökvinn er horfinn. Bætið grænmetinu út í og látið ólífuolíu, sítrónusafa, ásamt kryddi og kryddjurt- um út í. Blandið vel saman, kælið og berið fram. NÓI SÍRÍUS \ 38 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.