Vikan


Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 46

Vikan - 31.05.1999, Blaðsíða 46
skall upp, þrír gluggar opnuðust og það slokknaði á kertinu mínu. Mér brá svo að ég hélt að það ætlaði að líða yfir mig. Ég áttaði mig þó fljótt, þaut á fætur og lok- aði hurðinni. Síðan sneri ég mér að gluggunum og lokaði þeim. Ég var rétt að jafna mig á þess- um ósköpum þegar hurð var hrundið einhverstaðar upp af svo miklu afli að mér fannst skipið nötra. Ég heyrði strax að þetta var sama hurðin og ég var nýbúinn að binda rammlega aftur. Ég stirðnaði af skelfingu. Ég vissi að þetta gæti ekki hafa átt sér stað nema að hurðin hefði opnast af manna völdum. Eða ... Ég þorði ekki að hugsa setninguna til enda. Gat þetta átt sér stað ... ? Nei. Og þó, fólkið í landi stóð á því fastar en fótunum að mennirnir sem höfðu drukknað af skipunum gengju Ijósum logum um þau. Að vísu höfðu hvorki ég né aðrir af áhöfnum skipanna orð- ið varir við neitt hingað til, en það útilokaði samt ekki að eitthvað væri til í sögunum. Hvað hafði ég séð í dyrunum áðan? Ég stóð þarna stutta stund í myrkrinu og fann hvernig ískaldur sviti spratt út um mig allan. Svo hleypti ég í mig kjarki, vatt mér út úr brúnni, niður á dekk og aftur á. Hurðin var opin og slóst til. Ég skoðaði spottana sem ég hafði bundið hana með og sá um leið að þeir voru slitnir í tvennt. Næst fór ég að rýna í snjóinn og athuga hvort ég sæi spor eftir ein- hvern sem komið hefði um borð án þess að ég yrði var við. Allt í einu stirðnaði ég upp. Ég sá í snjónum risastórt spor eftir beran fót beint fyrir framan dyrnar, að- eins eftir einn fót og það eftir ein- hvern með fjórar tær. Mér hitnaði og kólnaði á víxl. Ég var að hugsa um að taka til fótanna og hlaupa í land, en ég þurfti yfir einn togara að fara og það dró úr þeirri vitleysu. Það var nefnilega sagt að það væri ekki síður reimt þar. Annars hugsa ég, að ég hefði stokkið beint upp á bryggju á næsta lagi ef skipið hefði ekki legið utan á hinu skip- inu. Ég rauk inn um dyrnar og kall- aði: „Er nokkur hér," en enginn svaraði. Ég vissi að það átti allt að vera læst aftur í, öll yfirmanns- herbergi og borðsalur. Ég var bæði hræddur og forvitinn og hét því að rannsaka þetta niður í kjöl- inn. Svo lagði ég af stað í könn- unarför og tók fyrst í borðsals- hurðina. Hún var læst. Síðan fór ég niður káetustigann, þreifaði á hurðunum og tók í hurðarhúnana. Allar voru þær læstar þar til ég átti aðeins einar dyr eftir, dyr sem ég veigraði mér við að athuga. Það voru dyrnar að herbergi báts- mannsins sáluga sem tók út í síð- asta túr. Ég fann hvernig svitinn rann af mér í lækjum og ég skalf allur og nötraði af ótta. Vindurinn vældi og skellti gang- hurðinni til og frá og skiþin nudd- uðust saman á fríholtunum svo hvein og söng í öllu. Ég varð. Ég tók í hurðarhúninn og hurðin opn- aðist. Ég stífnaði af ótta. Hvað ég stóð þarna lengi veit ég ekki, það gátu eins hafa verið klukkutímar sem mínútur. Ég veit eiginlega ekki enn hvað ég hugsaði. Mér duttu víst í hug allar þær drauga- sögur sem ég hafði heyrt um dag- ana. Ég gekk eins og í leiðslu inn í herbergið, starði út í myrkrið og sá ekki handa minna skil. Ég rakst á kojuskokkinn og þreifaði fyrir mér í neðri kojunni. Þar var ekkert svo ég lyfti höndunum til að athuga í efri kojuna. Þá vissi ég ekki fyrr en það var þrifið í mig heljartökum, mér lyft á loft og þeytt af slíku afli út í vegg að ég hálfrotaðist. Þegar ég lá þarna á gólfinu heyrði ég að það var rekið upp svo tryllingslegt öskur, ýl og brjálæðishlátur, að það skar í gegnum merg og bein og hef ég hvorki fyrr né síðar á ævi minni heyrt önnur eins hljóð. Þessi læti héldu áfram allan tímann sem ég lá þarna á, en hve lengi það var veit ég ekki: Ég missti alla tíma- skynjun af ótta. Ekki sá ég hvað þetta var og gat ekki ímyndað mér að þessi hljóð gætu komið úr mannlegum barka. Svo vissi ég að það hafði stóran fót með fjórum tám, en hvort það var ein- tví- þrí- eða fjórfætt vissi ég ekki. Það var með óhemju krafta, það var ég búinn að finna. Loks þegar ég gat staul- ast á fætur og komist fram á ganginn, allur marinn og blár og helaumur, fór ég í vasa mína eftir eldspýtum en fann engar. Ég hlaut að hafa gleymt þeim á borðinu í kortaklefanum. Ég haltr- aði upp í brú, ringlaður og snúinn, en mundi samt eftir að loka gang- hurðinni á eftir mér, þá hlyti ég að heyra ef draugsi færi á meðan. Þegar ég kom inn í kortaklefann þuklaði ég á borðinu þangað til ég fann það sem ég var að leita að, kveikti mér í sígarettu og reyndi að jafna mig um stund. Þegar ég kom aftur voru dyrnar lokaðar. Ég hikaði augnablik, leit í kringum mig og kom auga á svo- kallað „úrsláttarjárn", sem er svip- að og lítill járnkarl. Ég tók það upp og vó það í hendi mér. Svo opn- aði ég dyrnar, fór hiklaust inn og hafði járnið reitt til höggs. Skyndilega var eins og járninu væri kippt úr höndunum á mér, það datt niður stigann og niður á gólf með miklum látum og há- vaða, en draugsi lét það ekkert á sig fá. Hann hélt áfram að öskra og ýla eins og enginn væri til í ver- öldinni nema hann. Þegar ég kom niður á ganginn fór ég í vasa mína, tók upp eld- spýturnar og kertisstúfinn góða. Ég kveikti á kertinu, furðanlega lít- ið skjálfhentur, þótt ég væri óstyrkur í fótunum, og tók járnið upp. Svo gekk ég inn með kertið í annarri hendinni og járnið í hinni. Það fyrsta sem ég sá voru tveir risastórir, berir fætur. Ég lýsti betur á draugsa. Hann var allsnakinn og fannst mér hann vera heitfengur mjög, að ganga nakinn í slíku veðri. Mérfannst það sem ég sá af draugsa vera allloðið, færði mig nær og lýsti betur. Draugsi reis upp við dogg þegar hann varð Ijóssins var, svo skein í rauðþrútin augu undir kafloðnum brúnum og eldrauðu hárstrýi sem stóð út í allar áttir. Draugnum virtist vera illa við Ijós- ið því hann bar hönd fyrir augu og sió tii mín. Höggið kom á hand- legginn á mér með svo miklu afli að kertið féll á gólfið og handlegg- urinn varð máttlaus. Ég varð svo hræddur að ég gat ekki hreyft mig þótt ég ætti að vinna mér það til lífs. Og svo rak draugurinn upp öskur, sem kon- ungur dýranna hefði mátt vera hreykinn af, og hló síðan trylltum hlátri. Þegar ég kom loks til sjálfs mín aftur fór ég í vasa mína eftir eldspýtum, kveikti á einni, sá kert- ið á gólfinu, tók það upp og kveikti á því. Þá sá ég hvar draugurinn sat á kojustokknum og dinglaði fótunum. Hann stökk niður á gólf um leið og hann sá Ijósið. Þegar ég sá hver þetta var, hljóp ég fram á gang og öskraði „Gunnar heljarmenni!" Gunnar þessi var maður sem allir í kaupstaðnum voru hræddir við. Þegar hann var drukkinn varð hann viti sínu fjær og ekki var hann betri þegar af honum rann því þá fékk hann æði og var þá oftast lokaður inni. Lögreglan hlaut því að hafa misst af honum í þetta skipti. Ég get ekki lýst því hvað mér létti við að sjá að þetta var þó mennskur maður. Ég hljóp upp í brú og kom til baka aftur með nestið mitt og gaf honum það. Hann reif það í sig, lagðist upp í koju og sofnaði um leið. Ég gekk upp, lokaði hurðunum vel á eftir mér, settist niður inni í kortaklefa og loksins hafði ég frið til að Ijúka við bókina. En eitt er víst, að þessari nótt mun ég aldrei gleyma. 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.