Vikan


Vikan - 22.02.2000, Page 2

Vikan - 22.02.2000, Page 2
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Anna Toher hefur í fimm ár rekið Förð- unarskóla íslands í heirri mynd sem hann er nú. Skólinn er sniðinn að erlendri fyrírmynd sem búið er að aðlaga íslenskum aðstæðum og staðfestingarskjal frá honum ueitir réttindi til að starfa eða er áuísun á frekara nám. Skólinn er fylli- lega samkeppn- isfær við erlenda skóla. Kröfurnar sem gerðar voru til förðun- arfræðinga urðu stöð- ugt meiri og það vant- aði að boðið væri upp á lengra og ítarlegra nám hér á landi. Ég kynnti mér svipaða skóla, t.d. í Frakk- landi, Bretlandi og Bandaríkjunum, sá hvað þeir höfðu upp á að bjóða og ákvað að aðlaga það íslensku umhverfi og aðstæð- um. Petta er skóli, ekki námskeið, og þeir sem útskrifast héðan geta sýnt fram á að þeir hafi þurft að 2 Vikan Listrænt nám sem margir sskja í leggja eitthvað á sig í náminu sem er mikil- vægt ef verið er að sækja um skóla erlend- is. Námið er mjög samanþjappað og nemendur verða að vinna hratt og mikið. Grunnnámið er í tísku- og ljósmynda- förðun. Það tekur alls um 455 kennslustundir eða um 13 vikur. Kennslan byggist upp á fyrirlestrum, sýni- kennslu og verklegum æfingum. Framhalds- nám er í leikhús- og kvikmyndaförðun og stendur það yfir í 9 mánuði og er 875 kennslustundir í allt. Taki nemandi hvoru tveggja hefur hann því alls lokið 1330 kennslustundum." ísland er lítið land. Fá allir vinnu við sitt fag sem Ijúka förðun- arnámi? „Markaðurinn er ekki bara ísland held- ur allur heimurinn. Nemendur skólans geta komist í vinnu hvar sem er með stað- festingarskjal eða skír- teini sem þeir fá að loknu námi. Þeir hafa auk þess komið sér upp myndabók eða vinnubók sem sýnir verkefni sem þeir hafa unnið að. Mín reynsla er sú að allir nemend- ur skólans sem bera sig eftir því, fá vinnu. Förðunarnám nýtist á svo mörgum sviðum. Nemendur vinna ekki eingöngu við að farða, þeir fara gjarnan að vinna í snyrtivörubúð- um og hvar sem unnið er með snyrtivörur. Margir vinna einnig við heimakynningar og koma gagngert í skólann til að verða hæfari í starfi. Eftir kennslu og þjálfun gengur sölumennskan betur. Heimakynning- ar eru auk þess starf sem hægt er að leggja stund á hvar sem er í heiminum. í raun eru möguleikarnir óþrjót- andi. Það má skipta þeim sem stunda nám í Förðunarskólanum í tvo hópa, annars vegar eru þeir sem vilja læra förðun og hafa jafnvel átt þann draum lengi og hins vegar eru stúlkur sem langar mest í myndlistanám en hafa hugsanlega ekki haft kjark til að framkvæma það. í þessu námi sjá þær tækifæri til að nýta sköpunargáfuna og oft opnast einhverjar rásir í kjölfarið. Þetta er listrænt nám og oft leggur það grunninn að einhverju öðru og meira. Margir nem- enda skólans halda áfram og læra fatahönnun, kvikmynda- gerð eða myndlist.“ Ný önn er um það bil að hefjast í Förðunarskóla íslands en framhaldsnám í leikhús- og kvik- myndaförðun byrjar jafnan á haustin. Engr- ar undirstöðumennt- unar er krafist áður en hægt er að hefja grunnnám en átján ára aldurstakmark er fyrir inngöngu í skólann. í grunnnáminu læra nemendur að byggja upp andlitið, litafræði, litaval, skyggingar og litasamsetningu og vinna auk þess í nánu samstarfi við aðra sem að tískuljósmyndun koma, s.s. hárgreiðslu- fólki, stílistum, ljós- myndurum og tísku- fyrirsætum. Þessi störf eru samtengd og segir Anna það nauðsynlegt að öðlast innsýn inn í heim hinna til að sam- vinnan gangi betur. Hún hefur sjálf aflað sér víðtækrar mennt- unar bæði hér heima og erlendis. Tvisvar á ári fer hún utan til há- borgar tískunnar Par- ísar til að kynna sér nýja strauma. Hún hefur sjálf yfirumsjón með allri kennslunni og einkunnarorð skól- ans eru menntun og metnaður.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.