Vikan


Vikan - 22.02.2000, Qupperneq 17

Vikan - 22.02.2000, Qupperneq 17
mikið af ljósmyndum frá Rúss- landi, þeirra í meðal myndir í ljósmyndabók sem lýsir lífi fólks sem lifir í neðsta þrepinu í rússnesku samfélagi. Myndirnar voru skelfilegar en samt skein í gegn að fólk reynir alltaf að lifa „eðlilegu11 lífi, eða eins nálægt því og hægt er að komast, hvar sem það er statt. Við skoðuðum einnig þó nokkur myndbönd frá Rússlandi, nú og svo fórum við í heimsókn í undirheima Reykjavíkurborgar. Við fórum á nokkra staði sem ekki hafa of gott orð á sér og þar hitti ég einar fimm kon- ur sem sögðu mér margar Ijótar sögur. Ein þeirra var marin í andliti og með glóðarauga og virtist mikill harðjaxl hvort sem það hefur verið skel til að hylja viðkvæmni eða ekki. Önnur var alveg ótrúlega lík Önnu í leik- ritinu. Sú íslenska var að vísu ekki eins djúpt sokkin og illa farin enda fleiri úrræði sem bjóðast hér til að ná sér þegar allt er komið í óefni. Hægt er að fara í meðferð, leita til félags- málayfirvalda og fá læknismeð- ferð þegar þörf er á. Þessi heimsókn hafði þó svo sterk áhrif á mig að ég átti erfitt með að sofa fyrst á eftir. Eg þakkaði guði stöðugt fyrir það líf sem ég lifi og fyrir að hafa ekki lent á sama stað og þær. Það er svo margt í lífinu sem maður stjórnar ekki. Barns- missir, makamissir, ofbeldi eða erfiðar fjölskylduaðstæður í uppvexti eru allt sorglegir at- burðir sem geta hent alla. Hvernig einstaklingurinn tekur mismunandi á svona málum. Það er ekki alltaf hægt að tala um aumingjaskap. Þannig byrjar maður undir- búninginn. ímyndunaraflið vaknar og tilfinningarnar fara af stað, svo hefur maður text- ann til enn frekari hjálpar. Fyrri hluti æfingatímans var mér mjög erfiður því Anna er alltaf drukkin og ég uppgötvaði fullt af vöðvum sem ég vissi ekki að ég hefði og vaknaði með harð- sperrur á hverjum morgni. Framan af var ég líka alltaf að reka mig utan í sviðsmyndina og var orðin blá og marin um allan kroppinn. Einhvern tíma brá ég mér í sund á þessu tíma- bili og það var ekki fyrr en und- ir sturtunni að ég mundi eftir marblettunum eða um leið og ég sá samúðaraugnaráð annarra sundlaugargesta." Forréttindi að leika fjölbreytt hlutverk Sýningin hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Var það eitthvað sem þú bjóst við? „Það getur maður aldrei sagt til um. Leikrit getur verið mjög gott en samt ekki gengið upp í sýningu og maður hugsar ekki um það á meðan verið er að vinna að uppfærslunni. Þegar mér bauðst hlutverk í þessari sýningu skoðaði ég fyrst hvort þetta væri eitthvað sem ég vildi vinna og leggja á mig mikið erf- iði og tilfinningarót fyrir. Niður- staðan varð sú að það vildi ég og samvinnan hefur verið sér- staklega skemmtileg. Við höfum leyft okkur að prófa ýmsa skrýtna hluti og settum okkur það markmið í upphafi að reyna eftir fremsta megni að gera aldrei neitt leik- húslegt, venjulegt eða eðlilegt, eins og að setja sig í fallega stöðu á sviðinu eða eitthvað ámóta. Vinnan hefur orðið skemmtilegri og meira skap- andi fyrir vikið. Við notum auð- vitað ekki nema lítið brot af öilu því sem við æfðum á æf- ingatímanum." Þú hefur oft leikið gaman- hlutverk en ert nú í tveimur stór- um dramatískum hlutverkum, annað er fegurðardrottningin frá Línakri og hitt Anna í Stjörnum á morgunhimni. Er það með vilja gert að velja frek- ar slík hlutverk? „Ekki beinlínis, þetta snýst frekar um að velja það sem vekur áhuga manns. Það eru mikil forréttindi íslenskra leik- ara hversu lítið sérhæfðir þeir eru. I Bandaríkjunum, þar sem ég dvaldi um tíma og vann, er mikil sérhæfing. Þessi leikari er eingöngu í dramatískum hlut- verkum og hinn er gamanleik- ari. Eg kynntist manni sem hafði sérhæft sig í að leika Rússa og konu sem eingöngu lék þreyttar húsmæður. Þetta fólk skilaði sínum hlutverkum frábærlega vel en engin íslensk- ur leikari gæti gert það sama. Það er dýrt að halda uppi leik- húsi og leikhópnum og til að halda kostnaði í algjöru lág- marki verður hver leikari að geta brugðið sér í hvaða hlut- verk sem er. Við höfum stund- um gert grín að því að hér eru leikarar kannski að leika Hamlet á föstudagskvöldi en banana kvöldið eftir. Ég lék til að mynda Snæfríði íslandssól í Hinu ljósa mani en mætti síðan daginn eftir sýningu og leiklas Ripp, Rapp og Rupp í teikni- mynd um Andrés Önd. Annars hef ég verið að leika æ meira af dramatískum kven- hlutverkum síðastliðin 6-8 ár. Ég var mjög krakkaleg hér áður og lenti mikið í að leika stelpur langt fram eftir aldri. Það var mjög skemmtilegt en ég verð að játa að mér þykir meira gaman að hinu. Oft er erfitt að leika stelpu þegar maður er kominn mun lengra í þroskanum en þær þótt bæði Lína og Ronja væru bráðskemmtilegar stelpur. Reyndar er ég enn að leika eina stelpu og það er hún Bóla tröllastelpa en hún verður nú bara enn krumpaðri í andliti eftir því sem ég eldist og það er bara betra.“ Sigrún Edda hlær glaðlega yfir þessari lýsingu á Bólu vin- konu sinni og vissulega er langt á milli Bólu og Önnu drykkju- konunnar með gullhjartað. Sig- rún Edda leikur hlutverk henn- ar snilldarlega og sagt er að hún kom jafnvel út tárunum hjá karlmönnum. Nafn verksins Stjörnur á morgunhimni virðist í fljótu bragði vekja von fremur en að hægt sé að tengja það við harm og eitt andartak gæti það flogið að mönnum að Alexand- er Galín hafi valið rangt nafn á verkið. Þegar betur er að gáð er líftími stjarnanna frá sólarlagi á kvöldin fram að sólarupprás á morgnanna svo stjörnur sem skína á morgunhimni hljóta að eiga aðeins eftir stuttan ljóma. Það á þó örugglega ekki við um leikkonuna sem leikur eitt aðal- hlutverkið í sýningunni í Iðnó. # -vs 4 - y' \ ■ f. V Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.