Vikan


Vikan - 22.02.2000, Síða 20

Vikan - 22.02.2000, Síða 20
Texti og myndir: Kristján Frímann Þegar horft er upp á himnafestinguna á dimmu vetrarkvöldi og horft í vesturátt, má ef til vill sjá með góðum kíki, tvo feykistóra hala þenja sig handan við Júpíter líkt og plánetan skrýddist tveim risavöxnum páfuglsfjöðrum. Þessir sérstæðu stjörnuhalar sem Júpíter skreytir sig með eru í daglegu tali kallaðir Fiska- merkið vegna tengsla sinna við guði fortíðarinnar; ástarguðinn Kúpid (Cupid) og móður hans, gyðjuna Venus. Sagan segir að þegar risinn Typon (hvirfilbyl- ur) hljóp í ham og óð svelginn, urðu Venus og Kúpid lafhrædd og til að forða sér frá þessum illa þurs stungu þau sér í fljótið Efrat sem er í Suðvestur- Asíu og breyttu sér í fiska. Mínerva, 3(l9.feb hjarta Kúpids og vitund Venus- ar. Hann hefur dreymið hugar- far og kann að nýta hugann til að skoða hugmyndir og útfæra á huglægu plani. Albert Ein- stein er gott dæmi um þennan sérstæða hæfileika Fisksins sem ekki er öllum gefinn. Sjálfs- mynd þeirra er frekar veik sem gerir þá öðrum merkjum frem- ur lausa við sjálfbirgingshátt eða egóisma. Þessi eiginleiki Fisksins gerir hann að góðhjört- uðum og næmum einstaklingi sem ber hag annarra og heildar- innar fyrir brjósti. Sagt er að hvert merki dýrahringsins sitji í öndvegi hringsins, tvö þúsund ár í senn og hafi þá meiri áhrif en ella á lífið á jörðinni. Nú er öld Vatnsberans gengin í garð við árþúsundaskiptin en síðustu tvö þúsund árin sat Fiskurinn við stjórnvölinn. Þetta sést sterkast í tilkomu Krists og kristninnar, en Kristur og postular hans voru, eins og allir vita, veiði- menn og Kristur hefur löngum verið táknaður með fiski. gyðja lista og visku, minntist at- burðarins með því að taka fisk- ana tvo og lýsa (teikna) þá upp á himinhvelfinguna þar sem þeir eru enn í dag. Þessa tvo löngu og mjóslegnu fiska stað- setti hún í námunda við Júpíter (guð sjávar) svo fiskarnir gætu áfram svamlað í táknrænu vatni geimsins og fóstrað börn sín á hugmyndum og draumum ... Eðli og eiginleikar Fiskurinn er sum sé róman- tískur, tilfinninganæmur og dreyminn einstaklingur sem syndir um tilveruna og skynjar heiminn með augum fisksins, Hugur og hjarta Hið draum- kennda ástand á huga Fisksins gerir hann að djúpvitr- um hugsuði sem nær lengra, hærra og dýpra í að skilgreina hlutina og nálgast kjarna hverrar gátu. Hann getur virst utangátta og sem í öðrum heimi en þá er hann að synda um jöfnur til að finna réttu formúluna eða á sveimi innan um gen og vírusa að finna sökudólginn fyrir eyðni. En pláneturnar níu sem hver um sig hefur áhrif á merk- ið, geta dregið úr þessum ein- kennum eða ýkt þau og gert fiskinn að draumóramanni og ruglukolli eða ímyndunarsjúk- um bölsýnismanni og allt þar á milli eftir legu þeirra og áhrif- um. En efst situr Neptúnus og stýrir leið Fisksins um lífið. - 20.mars) Hugur Fisksins er jafn leitandi og virkur þegar hann er að sinna elskunni sinni og sjá til þess að honum/henni líði sem best og allt sé í „orden“ eins og sagt er. Þannig vill brenna við að Fiskurinn gleymi sjálfum sér vegna hugulsemi sinnar við aðra og láti hjá iíða að hugsa um eiginn hag eða eitthvað ómerkilegt eins og afmælið sitt. Hjartað sem er í anda Kúpids og Venusar er stórt og gefandi, það nær að framkalla himnaríki þótt í koti búi og kemur manni alltaf þægilega á óvart með blíðum slögum sínum sem verma og gleðja. Ást og kynlíf Þegar ástin er annars vegar ætti Fiskurinn að hafa vaðið fyrir neðan sig. Þar sem hann er mjúkur, ástleitinn og dreyminn getur hann hæglega látið glepjast við fyrstu kynni og haldið að draumaprinsinn/dísin sé mætt á staðinn þegar einhver föngulegur bósi birtist. Það get- ur reynst hinn versti kostur ef bósinn er hrjúfur þegar á reynir, þá þornar Fiskurinn upp og svigrúm til að anda takmarkast af þröngsýni hins. Taki Fiskur- inn hins vegar í uggana á sér og láti dómgreindina og tímann ráða einhverju um val sitt, getur hann fundið hinn eina sanna draum í persónu sem er að nokkru jarðbundin en samt leikandi, ákveðin en líka mjúk, listræn og kát. Þá blómstrar Fiskurinn og ef einhver kann að elska, þá er það urriðinn Kúpid og bleikjan Venus. Áhugamál og störf Hjálpræði í víðasta skilningi þess orðs er Fiskinum tamt og starfið sem hann velur tengist því; hjúkrun, umönnun og kennsla eru ofarlega á blaði en næmnin gerir Fiskinn líka að af- bragðs listamanni eins og tón- skáldið Chopin og málarinn Renoir eru góð dæmi um. Fisk- urinn er hrifnæmur og tilþrifa- mikill (impressjónískur) í fram- göngu sinni og það skilar sér í störfum hans sem og áhugamál- um. Gerist hann til dæmis bók- haldari eða ritstjóri verður hann brátt ástleitinn sérfræð- ingur í efninu, þannig að allir dást að getu hans og alúð við að ná fram því besta í greininni og hjá samferðafólki. Ahugasvið Fisksins er vítt, hann ann listum og fínni þáttum tilverunnar svo sem svokölluðum „sálarrann- sóknum" og andans málum. A það svið er Fiskurinn skyggn og kann að smjúga undir yfirborð- ið. Fiskurinn er hreyfanlegt merki og vill geta liðkað sporð- inn á ferðalögum. Hann kann vel við sig á heitum stöðum eins og Kanaríeyjum, Flórída eða á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu. Geti hann ekki skroppið sjálfur fer hann í huganum hvert á land sem er, því Fiskurinn kann þá list manna best að láta hugann reika. Þarna kemur vatnið inn í myndina en eins og við má bú- ast elskar Fiskurinn vatn í öll- um þess myndum, að fara í sund er honum nauðsyn og að drekka það er þörf. Sú þörf get- ur þó orðið varasöm því Fiskur- inn kann sér oft ekki hóf og lendi hann í klóm Bakkusar er voðinn vís. Tíska og litir Fiskurinn er frekar áhrifa- gjarn hvað tískunni viðkemur og hann hleypur gjarnan eftir duttlungum hennar, eða syndir úr einum stíl í annan ef hann lætur ytri áhrif stjórna sér. En Fiskurinn er samt afar næmur á stíl og liti og sé sjálfstjórnin í lagi mætir þú fáguðum einstak- lingi sem kann vel til verka þeg- ar tískan er annars vegar. Þá skiptir engu hvort fötin eru á hann eða þig, alltaf skal hann finna réttu efnin, litina og stíl- inn til að töfra fram fágun og „elegans". Fiskurinn er einstak- ur sem ráðgjafi og hönnuður og hann kann þá list að draga fram fegurð hvers og eins sem til hans leitar. Fiskurinn sjálfur hefur á sér yfirbragð tísku- heimsins í fasi enda með lima- lengstu og fegurstu merkjum 20 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.