Vikan


Vikan - 22.02.2000, Qupperneq 57

Vikan - 22.02.2000, Qupperneq 57
■ ■■ ■ m f Lesandi segir fra ferðast mikið um ævina. Við Pétur urðu alltaf nán- ari og nánari og vorum mjög ástfangin. Hann var alltaf að gefa mér gjafir til að tjá mér ást sína og það var mér mik- ils virði. Við ferðuðumst mikið að nóttu til en það skipti okkur engu máli. Við vorum bæði svo ánægð með sambandið okkar að við tókum ekki eftir þreytunni á daginn. Þessi yndislegi tími stóð yfir í tæpan mánuð en þá héldum við aftur heim til London. Eftir að heim var komið héldum við áfram að hittast en vegna vinnu okkar beggja var það ekki oft. Ég var í fríi á kvöldin en þá var hann upptekinn við vinnu. Við notuðum samt allar lausar stundir en ég fann að ég þorði ekki að gera mér of miklar vonir um að sam- bandið myndi endast. Einn daginn kom hann til mín og bað mig að flytja inn til sín. Hann sagðist vilja hafa mig hjá sér þegar hann ætti frí. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég var bundin í vinnu og við höfðum einungis ver- ið saman í tæpa tvo mánuði. Ég ráðfærði mig við vinkonu mína. Hún sagði að svona tækifæri myndu ekki gefast oft í lífinu, við værum ást- fangin og vildum vera sam- an. Ég var henni hjartanlega sammála og ákvað að stíga skrefið til fulls. Ég talaði við hjónin sem ég vann hjá, sagði upp og flutti inn til Péturs. Breyttur maður Við svifum um á ham- ingjuskýjum í þrjá mánuði eða þangað til ég veiktist. Mér var alltaf óglatt og var slöpp. Einn daginn krafðist Pétur þess að ég færi til læknis og léti athuga hvað amaði að. Ég samþykkti það og daginn eftir birtist heim- ilislæknirinn hans og skoð- aði mig. Hann sagði að ekk- ert alvarlegt amaði að, ég væri ófrísk! Ég fann hvernig allt hringsnerist í kollinum á mér. Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja. Ég leit á Pétur en þá sá ég hvar hann rauk út og skellti hurðinni fast á eftir sér. Ég áttaði mig ekki á því af hverju hann hafði rokið út. Ég þakkaði lækn- inum fyrir og hann fór. Ég beið hrædd og örvæntingar- full allan daginn en aldrei kom Pétur. Seint um kvöldið heyrði ég umgang og fór fram í forstofu. Þar stóð Pét- ur og var illa drukkinn. Ég gat ekkert talað við hann í þessu ástandi og við fórum bæði að sofa. Ég svaf lítið þessa nótt. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera, mér leið eins og ég væri ein í heiminum. Ég náði ekki í vinkonu mína og mér fannst ekki viðeigandi að hringja heim til foreldra minna. Ég vildi ekki að þau vissu af vandamálum mínum á þessu stigi málsins. Ég var gjörsamlega ráðþrota. Daginn eftir yrti Pétur ekki á mig. Það var sama hvað ég sagði, hann virti mig ekki viðlits. Veröld mín var að hruni komin. Ég náði loks til hans og sagði honum að við yrðum að tala saman. Þá setti hann upp einhverja grímu sem ég hafði ekki kynnst fyrr. Viðmót hans var kalt og hrokafullt. Hann sagði að ég yrði að fara í fóstureyðingu. Hann væri alls ekki tilbúinn að eignast barn og hvað þá með mér. Ég brotnaði niður og mót- mælti því að fara í fóstur- eyðingu, ég gat ekki hugsað mér það. Ég fann samt að hluti af mér sagði að ég ætti að gera það, frekar en að eignast barn með honum eftir að hafa kynnst þessari nýju hlið hans. Um leið og ég mót- mælti fór hann að múta mér. Sagði mér að hann myndi greiða mér ákveðna upphæð ef ég færi í fóstureyðingu. Ég gat ekki meira. Ég hljóp út og sem betur fer var vin- kona mín heima í þetta skipti og ég sagði henni alla söguna. Hún kenndi sjálfri sér um hvernig komið var fyrir mér. Hún hafði hvatt mig til að flytja til hans og fara í tónleikaferðina með honum. Auðvitað var þetta ekki henni að kenna, það var ég sem tók lokaákvarð- anirnar. flftur heim til íslands Ég gisti hjá henni í nokkr- ar nætur og hugsaði mig um. Að lokum ákvað ég að láta eyða fóstrinu. Ég fór heim til Péturs og náði í dótið mitt. Ég skrifaði honum bréf og sagði honum allt það sem mér lá á hjarta en ég hafði ekki fengið tækifæri til að segja. Ég skildi hvorki eftir símanúmer né heimilisfang. Ég vildi ekki heyra frá hon- um framar. Þetta var erfiðasta ákvörðunin í lífi mínu. Hann var ekki sá góði maður sem ég hélt hann vera en hann var samt stóra ástin mín fram til þessa. Ég hágrét þegar ég gekk út úr íbúð- inni. Ég komst að hjá góðum lækni og fór fljótlega í fóst- ureyðingu. Ég bjó heima hjá vinkonu minni þangað til. Um leið og ég var búin að jafna mig líkamlega pantaði ég flugmiða til Islands. Ég hringdi til foreldra minna og sagði þeim að ég væri að flytja aftur heim. Þau urðu mjög ánægð að heyra það en um leið og þau sáu mig vissu þau að ekki væri allt með felldu. Þau spurðu mig í þaula hvað hefði gerst en ég sagði þeim bara að Pétur hefði haldið framhjá mér. Þau hjálpuðu mér að endur- heimta sjálfstraust mitt og byggja mig upp andlega en þau vissu aldrei hvað hafði gerst í raun og veru. Ég var lengi að jafna mig eftir þessa lífsreynslu. Sárin greru en örin verða alltaf til staðar. Ég reyndi að gæta mín í ástarmálum eftir þessa skelfilegu reynslu. Eftir tvö ár og eitt mislukkað sam- band fann ég ástina á ný og í dag er ég gift þeim manni. Ég hef ekki sagt honum frá því sem gerðist og ég ef- ast um að ég muni gera það í framtíðinni. Núna eru liðin fimm ár síðan þetta gerðist. Ég er ákveðin í að eignast börn með manninum mín- um einhvern tímann, en ekki strax. Við erum bæði í góðum störfum og alsæl með líf okkar eins og það er í dag. Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. I Iviinilisfiinj*Í€> er: \ ik.m - „Lífsreynslusuga"' Seljuvegur 2, 1111 Kevkjavík. Netfailg: vikuu@frmli.iv
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.