Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 14
Konur bindast oft sterkum
uináttuböndum og leita hvor
tii annarrar eftír tílfínninga-
legum og siðferðíslegum
stuðningi. Margar konur trúa
uinkonum sínum fyrir ölium
sínum leyndarmálum og puí
er von að svíði undan svikum
bestu vínkonunnar.
Kate Russell rithöf-
undurskrifaði bók
sem heitir Betra-
yal eða Svik og
fjallar um það hvernig besta
vinkona hennar, Susan, sveik
hana og tók frá henni eigin-
manninn.
Sagan gerist í sumarfríi, en
þær vinkonurnar voru stadd-
ar við Karíbahafið, ásamt eig-
inmanni Kate. Kate segir
fyrst söguna af einlægum vin-
skap þeirra í gegnum tíðina,
hvernig hún kynnti Susan fyr-
ir manni sínum og síðan allar
götur þar til einn góðan veð-
urdag að hún fær bréf frá
Susan þar sem hún tjá-
ir henni að hún hafi
átt í ástarsambandi
við mann hennar f
rúmt ár og að nú hygg-
ist hún stofna heimili
með honum. Kate
trúði vart sínum eig-
in augum við lest
ur bréfsins en
fékk að lokum
söguna staðfesta
hjá eiginmannin-
um.
Kate Russell
segir síðan frá því
hvernig líf hennar
umturnaðist
skilnaðinn, hún varð
að fly tj a út fyrir borgina
til að hafa efni á að kaupa
aftur eigin húsnæði og missti
vinnuna í kjölfarið. Eftir allt
það sem hún gengur í gegnum
í sögu sinni segir hún: „Ég
fékk mjög alvarlegt áfall. Eft-
ir þetta get ég engum treyst.
Þrátt fyrir allan sársaukann
sem skilnaðinum fylgdi get ég
sætt mig við að eiginmaður
minn hafi svikið mig. En ég
get aldrei sætt mig við að
besta vinkona mín hafi svik-
ið mig á þann skelfilega hátt
sem hún gerði. Ég hafði treyst
þessari konu fyrir öllum mín-
um leyndarmálum og trúað
henni fyrir svo stórum hluta
af tilfinningamálum mínum.
Ég hélt alltaf að ég gæti treyst
bestu vinkonu minni, konur
eiga ekki að svíkja hvor
aðra.“
Frægar svikasögur
Það er hætt við að margar
konur hafi fengið sama áfall-
ið og Kate Russell því konur
eru alltaf að svíkja aðrar kon-
ur.
Sjálfsagt gæti Sophie Rhys-
Jones tekið undir með Kate
eftir að gömul vinkona henn-
ar, Kara Noble, sveik
og seldi gulu pressunni, nán-
ar tiltekið dagblaðinu SUN,
myndir af henni með ber
brjóstin rétt fyrir brúðkaup
hennar og Edwards prins.
Sophie Rhys-Jones viður-
kenndi að hún hefði ekki bú-
ist við þessu og sagðist að
vonum hafa verið illa svikin
þegar vinkona sem hún
treysti vel eins og Köru gat
eyðilagt gleði hennar vegna
brúðkaupsundirbúningsins.
Það sama hefur sennilega
gilt um Moniku Lewinsky, en
Linda Tripp, eldri kona sem
hafði nánast gengið henni í
móðurstað, tróð hana niður í
svaðið með því að opinbera
öll leyndarmál hennar eftir
ástarsambandið við Bill
Clinton.
Svik eru auðvitað ekki sér-
grein kvenna. Sjálfsagt muna
lesendur enn eftir því þegar
James Hewitt brást trausti
Díönu prinsessu með því að
selja hæstbjóðanda söguna af
ástarævintýri þeirra og
kannski líka þegar eiginkona
rithöfundarins Hanif Kureis-
hi brást hin versta við sögu
hans af einkalífi þeirra
sem hún hafði aldrei
samþykkt að yrði opin-
berað í bókinni
Intimacy.
Sophie Rhys-Jones
var líka svikin af fyrr-
um markaðsstjóra
sínum, Nick Horley,
sem seldi News of
The World sumar-
leyfismyndir af
henni til að hefna
sín vegna þess „að
hún hafði fórnað
honum fyrir
ómerkilega vini“.
Þessar sögur segja
okkur að það eru síður
en svo aðeins konur sem
svíkja. Hvers vegna er það
þá svona sárt þegar vinkona
svíkur og hvers vegna kemur
það konum frekar á óvart en
þegar karlmenn svíkja þær?
Diana Laschelles, sálfræð-
ingur í London, segir að það
sé vegna þess að konur leggi
mikla rækt við vináttusam-
bönd sín og þær hafi því miklu
að tapa þegar þau eru tætt í
sundur á þennan hátt. Konur
ræða sín hjartansmál við aðr-
ar konur, málefni sem þær
myndu aldrei ræða við karl-
menn. Þær deila draumum
sínum og þrám og eru full-
komlega einlægar hvor við
aðra ef þær treysta því á ann-
að borð að vináttan sé byggð
á gagnkvæmum trúnaði og
skilningi. Karlmenn verja sig
mun betur og tjá sig ekki á
jafninnilegan hátt. Þess vegna
er ekki hægt að særa karl-
menn jafndjúpu sári með
svikum, það er ekki hægt að
ijóstra upp viðkvæmum
leyndarmálum. Svik bestu
vinkonu eru eins og hvert
annað samsæri, þar er komið
aftan að þolandanum, rýtingi
í stungið í bak hans og það er
ekkertsem hanngeturgerttil
að verja sig.
Hagsmunir
Konur hafa ekki alltaf treyst
hvor annarri eins og þær virð-
ast gera í dag. Fyrir tíma
kvennahreyfinganna höfðu
þær sama vara á sér og karl-
menn. Konur voru að vísu
alltaf í nánara sambandi sín
á milli en karlmenn, en það
átti sín takmörk. Takmörkin
miðuðust oftast við karlamál-
in, þar var sjálfsagt að keppa
og það af hörku ef með þurfti.
Það var heldur ekki rætt um
tilfinningalegar flækjur milli
kynjanna á þann hátt sem
konur virðast gera nú. Kon-
urnar héldu slíkum málum
fyrir sjálfar sig, eða að
minnsta kosti innan ættarinn-