Vikan


Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 31

Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 31
ina og fást við hana um leið. Jafnvel þótt þú bælir hana niður, eins og fólk neyðist oft- ast til að gera á vinnustað, þá getur þú verið heltekin af henni. Ein ástæða þess að við springum ekki úr reiði og fáum útrás er sú að við erum ekki reiðubúin til þess að finna og upplifa reiðina sem tilfinningu eina og sér. Þegar fólk fær útrás fyrir reiði sína þá fylgir því viss léttir. Hvern- ig getur þú skapað rými fyrir reiðina? Ein leiðin er sú að tala við sjálfa(n) sig í hugan- um: „Nú er ég reið(ur). Rödd mín er samt ekki reið.“ Því meira sem þú finnur fyrir reiðinni; maginn herpist sam- an og þú færð aukinn hjart- slátt, því meira rými myndast kringum reiðina og þá er að láta þolinmæðina hjálpa sér. Það hjálpar enn meira ef þú andar frá þér orðinu reiði og það getur veitt þér „hægláta“ útrás meðan þú gengur um á vinnustaðnum og andar djúpt og rólega. Að heyra þína innri rödd segja þér sannleikann um tilfinningar þínar, auk þess sem það er róandi, get- ur hún einnig verið verkfæri til þess að hafa stjórn á sjálf- um sér en það er lykillinn að því að umbreyta reiðinni. Umbreyting reiðí Á þessu stigi málsins getur þú leitast við að umbreyta reiðinni og beina henni í já- kvæðan farveg. Ein leið til þess að umbreyta reiði er að einblína á tilfinningar sem eru gagnstæðar henni, eins og góðmennsku, fyrirgefningu og örlæti. Venjulega upplifum við þessar tilfinningar þegar okkur líður vel og við erum örugg í umhverfi okkar. Það er mögulegt að kalla til þess- ar jákvæðu tilfinningar þrátt fyrir að við séum reið, særð og í uppnámi. Við getum tekið búddatrúarmenn okkur til fyrirmyndar í þetta aðstöðu. Þeir eru oftast með dularfullt, lítið bros eða svokallað „hálf- bros“ . Það er ekki breitt bros heldur lyftast varirnar aðeins upp á við. Næst þegar þú verður reið(ur) og ert kannski að segja við sjálfa(n) þig: „Núna er ég reið(ur)“, láttu þá varirnar mynda lítið bros. Þú hugsar e.t.v. að þú sért reiður og það sé fáránlegt að brosa en í raun snýst mál- ið um þína innri líðan og hvernig þú reynir að hafa já- kvæð áhrif á hana. Þetta er alls ekki auðvelt en endilega prófaðu þig áfram og mundu að æfinginn skapar meistar- ann! Ýmsar gerðir „uinnudýra" Það eru til nokkrar gerðir af fólki sem gerir okkur lífið leitt í vinnunni. Hér er listi yfir persónuleikaeinkenni sumra „tegundanna' og ráð til bess að fást við bær! Einræðísherrann. Heldur sig á toppnum og gnæfir ógnvekjandi yfir starfsfólk- ið. Fljótur að reiðast og er óútreiknanlegur. Lausnin: Ekki reyna að öskra hærra en hann. Neyddu hann til að sjá hvernig hann hagar sér með því að segja: „ Hvernig ætli samræður okkar myndu hljóma í eyrum þriðja aðila, sem væri hlutlaus?" Baktalarinn. Ræðst á þig með gagnrýni og eitruðum athugasemdum. Kemur af stað slúðri og þykist saklaus af öllu saman. Lausnin: Þetta er erfið staða og lítið sem þú getur gert. Ekki taka þátt í leiknum og tala illa um viðkomandi. Láttu illkvittn- ina sem vind um eyru þjóta og vertu viss um að samstarfsfé- lagarnir viti örugglega hvaða mann rebbinn hefur að geyma. Gagnrýni ráðgjafinn. Lætur sem hann viti allt, alveg sama hvert málefnið er og talar niður til annarra. Lausnin: Prófaðu að segja: „Þetta er ágætis ábending hjá þér og sennilega hefur þú rétt fyrir þér en hvernig væri að skoða mína hlið á málunum líka?“ Þögli fýlupúkinn. Talar í fýlulegum tón og orðaforðinn samanstendur af stutt- um, fáum orðum. Lætur sem þú sért ekki til. Lausnin: Hér er lykillinn að ganga beint að honum og segja: „Hef ég gert þér eitthvað sem hefur komið þér úr jafnvægi og ef svo er, hvað var það?“ Svona fólk sér að sér þegar það er talað hreint út við það og það hefur neyðst til að viðurkenna að ekkert vandamál sé í gangi. Værukæri letinginn. Samskiptaþýður en veldur vandræðum þegar hann neitar að vinna verkefni. Lausnin: Láttu hann fá sérstakt verkefni sem hann hefur enga afsökun fyrir að gera ekki. Settu mjög ákveðinn skila- frest á lok verkefnisins. Nöldrarinn. Kvartar yfir öllu og kennir alltaf öðrum um það sem mið- ur fer. Lausnin: Segðu honum að þú hlustir aðeins á uppbyggj- andi gagnrýni. Bölsýnismaðurinn. Finnst allt á niðurleið í fyrirtækinu, ástandið geti bara versn- að og hefur endalausa ánægju af því viðra hrakfallaspá sína við starfsfólkið. Lausnin: Spurðu hann hvort hann sjái eitthvað jákvætt við vinnuna fyrst hann sé svona neikvæður. Ef hann gerir það ekki, segðu honum að leita sér að nýrri vinnu. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.