Vikan


Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 58

Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 58
lfið hjónín reynum yfirleítt að fara til útlanda í sumar- fríinu okkar. Víð erum ekkí mikíð æuintýrafólk og kjós- um helst að leíta á náðir ferðaskrifstofa þar sem uið getum ueríð örugg um að komi upp uandamál uerðí pau leyst. Yfírleitt takast pessar ferðír með mestu ágætum en pó er ein undan- tekning par á. Við uorum búín að pakka niður að fara kuöldið áður, eins og uenju- lega, og tilhlökkunín uar mikil. Allír uöknuðu eldsnemma og pað uar sungið í bílnum á leiðinni út á fluguöll. Eftir innritun og uegabréfaskoðun héldum uið beina leíð inn á ueítínga- staðínn og fengum okkur að borða. Við næsta borð sátu hjón með tvö lítil börn og gáfu þau sig á tal við okkur. í ljós kom að þau voru einnig á leið til Spánar og áttu bókaða gistingu á sama hóteli og við. Fólkið var viðræðugott og vingjarnlegt og við ákváðum að hittast þegar út kæmi og fá okkur að borða sam- an eitthvert kvöldið. Eftir þetta bar svo sem ekki annað til tíðinda á leiðinni út fyrir utan það að ein- hver leiðindaskarfur tók sig til í flugvélinni og söng hástöfum og blés í einhverja árans flautu ekki ósvipaða þeim sem glymja um allan bæ á 17. júní. Við komum út og bókuðum okkur á hótelið. Félagar okkar úr flugstöðinni birtust og nú var annað yfirbragð á þeim en þá. Fljónin voru bæði illa drukkin og slöguðu inn meðan blessuð börn- in gerðu sitt besta til að halda saman farangrinum. Maðurinn var með pappaflautu, skreytta Andrési önd, um hálsinn og blés í hana með reglulegu millibili. Nú vissum við hver skemmtikraft- urinn úr flugvélinni var og á okk- ur tóku að renna tvær og jafnvel þrjár grímur. Pessu fólki höfðum við lofað að fara út að borða með. Við forðuðum okkur eins fljótt og við gátum úr forsalnum og út að sundlaug. Skömmu seinna komu börn þessara hjóna niður að lauginni en foreldrarn- ir sáust ekki meira það sem eftir var dagsins. Kokkeilar á ströndinni Næsta dag voru allir snemma á ferli og fólk flykktist niður á ströndina. Vinir okkar voru mættir og búnir að koma sér fyr- ir á sólbekkjum. Hjónin voru bæði með sólgleraugu og supu stórum úr vatnsflösku. Það var ekki komið hádegi þegar eigin- maðurinn skrapp á barinn og kom til baka með fagurlega skreytta kokkteila handa þeim. Sá skammtur dugði stutt og hann var von bráðar farinn aftur ti! að fá áfyllingu. Um það leyti sem við héldum upp á hótel til að borða var hann farinn að syngja og hún tók undir. Karlinn var ramm- falskur en konan hafði ágæta rödd. Sá hængur var hins vegar á að hún lagði sig fram um að syngja hærra en eig- inmaðurinn og yfir- leitt allt annað lag en það sem honum hugnaðist að syngja í það og það skiptið. Við hádegisverðarborðið rifust þau hástöfum um hvað ætti að drekka með matnum. Hún vildi hvítvín en hann rauðvín. Þjónninn kom með þá málamiðl- un að þau fengju sína flöskuna hvort en við það var ekki kom- andi hann ætlaði sko ekki að kaupa tvær flöskur því engin þörf væri á svo miklu magni. Reynd- in varð hins vegar sú að áður en máltíðinni lauk voru þau búin að panta tvær flöskur og af látæði þeirra að dæma hefur lítið verið eftir í seinni flöskunni þegar stað- ið var upp frá borðum. Ailar samræður þeirra á milli voru mjög háværar og þau kölluðu há- stöfum milli borða ef þeim þótti ástæða til. Þjónarnir hristu orð- ið höfuðin yfir þessum lítið skemmtilegu gestum og sam- ferðafólk þeirra reyndi af fremsta megni að forðast augn- samband við þau. Yngsta dóttir okkar hafði illu heilli, náð góðu sambandi við dóttur þessara hjóna en þær voru jafnöldrur. Blessað barnið var ljúft og indælt og við gátum ekki hugsað okkur að hrekja það frá okkur þótt foreldrarnir notuðu sér hvert tækifæri sem gafst næstu daga til að fitja upp á sam- ræðum í kjölfar þess að barnið blandaði sér í okkar hóp. Þau voru alltaf meira og minna drukkin. Hann var fullur af karla- grobbi og sagði okkur margar sögur af afrekum sínurn í ýmsum laxveiðiám og okkur skildist að annar eins snillingur í fluguveið- um væri ekki til á íslandi og þótt víðar væri leitað. Hún var látlaust með grátstafinn í kverkunum og kvartaði undan því hversu litla umhyggju maðurinn sinn veitti sér og hversu erfitt væri að gera honum til hæfis á öllum sviðum. Allt voru þetta upplýsingar sem við töldum okkur alveg geta ver- ið án en kurteisin býður manni að svara með eins atkvæðis orðum og vona að leiðindapúkarnir gef- ist upp. Boðið í samkuæmi Hvað svo sem segja má um þessi hjón verður ekki af þeim skafið að þrautseigja þeirra var með eindæmum. Þegar fríið var nær hálfnað vorum við orðin svo leið á félagsskap þeirra að við tókum bíl á leigu til að komast sem oftast frá hótelinu. Dóttur þeirra buðum við stundum með okkur en til allrar guðs lukku var ekki pláss fyrir fleiri í bflnum. Við vorum yfirleitt á ferð allan dag- inn og skiluðum okkur ekki heim fyrr en að kvöldinu. Þótt við hefðum kosið betri hvíld er því þó ekki að neita að við sáum heilmargt á þessum flækingi okk- ar sem aðrir í ferðinni misstu af. Þegar við komum heim eitt kvöldið undir lok ferðarinnar biðu okkar skilaboð um að hringja upp á herbergi til þess- ara ágætu ferðafélaga. Við gerð- um það og þá var erindið að bjóða okkur í samkvæmi uppi á herberginu þeirra um kvöldið. Engar afsakanir dugðu hvernig sem við reyndum að komast hjá því að þurfa að mæta. Þau vildu þakka okkur hversu vel við hefð- um reynst dóttur þeirra og við yrðum bókstaflega að líta við þótt ekki væri nema stutta stund. Að lokum létum við til- leiðast og eftir kvöldmat og sturtu stóðum við fyr- ir framan herbergisdyr þeirra. Við drápum á dyr og hús- bóndinn opnaði í skræpóttum stuttbuxum, ber að ofan, með svört gleraugu með áföstu gervi- nefi. Hann hélt á lúðrinum góða úr flugvélinni og blés hraustlega framan í okkur. Okkur féllust hendur og langaði helst að hlaupa burtu en það var of seint; Eígínmaðurinn skrapp á barinn og kom til baka með fagurlega skreyna koktkeíla. Sá skammtur dugði stutt og hann uar uon bráðar farinn aftur til að fá áfyllingu. 58 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.