Vikan


Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 33

Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 33
Sólstólar ættu að vera til á hverju heimili. Það er ekki svo oft sem við njótum sólarinnar en þegar ríkir yndislegt íslenskt sumarveður, þá er nauðsynlegt að geta komið sér vel fyrir og notið sólarinnar sem lengst. Pessi sólstóll er einfaldur og það er hægt að leggja hann sam- an. Það getur verið mjög gott að hafa þykkt baðhandklæði undir sér á meðan flatmagað er í sólinni og ekki er verra að vera með nýlagað kaffi á brúsa í seilingarfjarlægð. Taska með sólarvörn, tímaritum, bók- um, vasadiskói o.fl. er gott að hafa við höndina til þess að þurfa ekki að vera alltaf að hlaupa inn eftir einhverju. Það eralveg ein- stöktilfinning að drekka morgun- kaffið úti undir berum himni. Sláið til og kaup- iö sérstaklega gott kaffi til að eigaágóðum sumardögum og beriö það fram í fallegum bollum. Það erengin ástæða til þess að vera með sparistellið alltaf inni í skáp! Fallegt er aö hafa til skrauts bláa fötu með skeljum og steinum sem safnað hefur verið í gegnum tíðina og á sérlega vel við bláa liti á sólhúsgögnum, dúkum eða púðum. Blátt minnir okkur á haf- iö og skeljarnar á strendur. Það má auðveldlega skapa strandarstemmningu á svölunum með dökkbláu strandhandklæði með skeljamynstri, ferskum ávöxtum, vatnsflösku og strand- tösku. Ilmur af kókós í sólarvörn fullkomnar ímyndaða strandferð! Hér er einkar þægilegur sólstóll sem er með frekar þykkri og mjúkri sessu. Meðan ekki er veriö að nota stólinn er tilvalið að fleygja einum eða fleiri púð- um í hann til prýðis. Karfan get- urnýst undir drykkjarföng. '’-jw , :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.