Vikan


Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 50

Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 50
Dauíð Gíslason, sérfræðingur í ofnæmislækníngum, segir að bað láti nærri að tíðni ofnæmissiúklinga hér á landi sé um 50.000 manns en Dað samsvarar uel tölunni frá Bandaríkiunum sem nefnd er hér að framan. Dauíð segist hó hafa bað á tilfinningunni að ofnæmí sé heldur algengara í Bandaríkjunum en hér. „Rannsókn sem gerð var á Vífilsstöðum á tíðni bráðaof- næmis leiddi í ljós að um 20% fólks á besta aldri sýndi já- kvæða svörun á ofnæmisprófi og það lætur nærri að vera 50.000 manns. Ekki finnur allt þclta fólk l'yrir einkennum en það eru tugir þúsunda hér á landi sem finna einkenni.“ Er vitað urn dauðsföll af völdum ofnæmis á Islandi? „Pað er mjög sjaldgæft ef það hefur nokkurn líma gerst. Ég man ekki eftir neinu tilviki en það gæti auðvitað alllaf gerst, helst þá í sambandi við lyfjaofnæmi og þá er penisi- lín efst á blaði eða þegar um lalex ofnæmi er að ræða en það getur verið mjög heiftarlegt. Þá er ég helst að hugsa um ef sjúklingur þarf að l'ara í aðgerð þar sem latex hansk- ar eru notaðir og hann veit ekki unr ofnæmið." Davíð kveðst sjálfur oft hafa líkt starfi sínu við spæjara- starfið cins og Paul Ehrlich. „Oft koma upp erfið sjúkdómstilfelli þar sem þarf að grafa upp það sem er venjulegu fólki algjörlega dulið. Mér kem- ur í hugofnæmi fyrir fíkusplöntum, sem eru algengar á skrif- stol'um, eða fiskafóðri. Það er snúið að láta sér detta þessir orsakavaldar í hug en stundum byggist starf mitt á því.“ Davíð þekkir einnig svipuð dæmi og Paul Ehrlich segir frá, því hann minnist atvinnurekanda sem var með dýraofnæmi og fékk mikil einkenni eftir að hann réð sér einkaritara sem átti kött. Hann segir enn fremur að rétt meðferð við ofnæmi hjálpi afar mikiö og geri líf fólks viöunandi í flest- um tilfellum. sama efnið eða sitt hvort sem kallar á viðbrögð hjá þeim, aukast til muna líkurnar á því að barnið fái einhvers konar ofnæmi. Líkurnar á að fá asma aukast einnig ef mikið er um ofnæmi í fjölskyldunni og asmi getur byrjað hvenær sem er á ævinni. Asmi getur ualdið uaran- legum skaða Þótt asmi geti verið afleið- ing öndunarfærasýkinga, reykinga eða áreynslu við íþróttaæfingar, er algengara að hann stafi af ofnæmisvið- brögðum sem valda bólgum í öndunarveginum og auka slímframleiðsluna. Öndunar- vegurinn þrengist þá til muna og vöðvarnir í honum dragast saman, afleiðingin er hósta- köst, þrengsli fyrir brjósti og andardráttur með sogum. Þegar asmaeinkenna verður vart verður að bregðast við þeim strax því asmi getur valdið varanlegum skaða á öndunarfærunum. Fram að þessu hefur hvorki fundist lækning við asma né ofnæmi en vonir standa til að nýtt mótefni sem kallast anti- IgE geti lagað einkennin verulega. Nýleg rannsókn sýndi að af 300 sjúklingum með asma á mismunandi al- varlegu stigi gátu 78% þeirra sem fengu stóra skammta af lyfinu minnkað asmalyfja- skammta sína verulega eftir að þeir fengu lyfið. 57% þeirra sem voru á minni skömmtum gátu gert það sama og eru rannsakendurn- ir bjartsýnir á að anti-IgE muni geta haldið niðri mörg- um ofnæmisviðbrögðum líka. Enn er lyfið þó á tilraunastigi og einhver ár enn þangað til það kemur á markað. Hætta að uinna uegna ofnæmis Þangað til verða ofnæmis- sjúklingar að notast við þau ráð sem fyrir eru til að draga úr ofnæmisviðbrögðum. Hægt er að taka inn lyf eins og antihistamín sem slær á of- næmiseinkennin og í sumum tilfellum er sprautað litlum skammti af ofnæmisvaldinum í sjúklinginn í ákveðinn tíma til að byggja upp þol gegn honum en þessi aðferð dug- ar alls ekki alltaf. Þriðja leið- in er hreinlega að forðast al- veg það sem veldur ofnæm- inu. Því miður er þessi síðasta lausn ekki alltaf jafn aðgengi- leg og kannski virðist í fyrstu. Til að mynda er ekki nokkur önnur leið fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir frjókornum, til að forðast þau algjörlega, en að hætta að anda. Stundum kjósa sjúklingar einnig að lifa með einkennum sjúkdómsins. Þannig eru til Kvef eða ofnæmi, hver er munurinn? Ofnæmi veldur þvf að það rennur úr augum og nefi, fólk hóstar, nefið stíflast, kláða í augum verður vart en sá sem þjáist af ofnæmi fær ekki sótthita. Ofnæmiseinkenna verð- ur vart svo til strax eftir að fólk kemst í snertingu við of- næmisvaldinn og einkennin vara á meðan hann er í um- hverfi sjúklingsins en hverfa þegar hann hefur verið fjar- lægður. Kvef getur valdið sótthita, særindum í hálsi, beinverkj- um auk sömu einkenna og ofnæmissjúklingar finna fyrir. Þegar um kvef er að ræða getur hor úr nel'i fólks orðið grænn eða gulur að lit. Það tekur yfirleitt tvo til þrjá daga frá því að fyrstu einkenna verður vart og þar til kvefpest- in hefur náð hámarki. Einkennin hverfa yfirleitt á nokkrum dögum og vara sjaldnast lengur en tvær vikur. gæludýraeigendur sem hafa ofnæmi fyrir dýrunum sínum en geta ekki hugsað sér að fórna þeim. Paul Ehrlich man eftir dæmi um yfirforingja í hernum em varð fyrir því að sonur hans fékk heiftarlegt ofnæmi fyrir fjölskylduhund- inum. Ofnæmið var svo svæs- ið að barnið þurfti nokkrum sinnum að leggjast inn á sjúkrahús. Þegar ljóst var hver væri ofnæmisvaldurinn stundi yfirforinginn: „Hvað eigum við að gera? Ég get ekki hugsað mér að missa hundinn.“ Ehrlich svaraði kaldhæðinn: „Ja, þú getur náttúrulega losað þig við drenginn." Nokkru síðar hitti Ehrlich foringjann á förnum vegi og þá þakkaði hann hon- um mikið fyrir ráðlegging- una. „Þetta er besta ráð sem við höfum nokkru sinni feng- ið,“ sagði hann þá. Drengur- inn var sem sé kominn á heimavistarskóla en hundur- inn dvaldi á heimilinu í góðu yfirlæti. En valið getur verið tengt fleiru en tilfinningum. í sum- um tilfellum hefur fólk lokið löngu starfsnámi áður en það uppgötvar að ofnæmi hindrar það í að stunda starfið. Dýra- læknar geta haft eða fengið ofnæmi fyrir dýrum, múrarar eiga sumir bágt með að þola steinrykið og bændur fá hey- mæði. Sjálfsagt þarf ekki að tíunda það hversu slæmt það er að þurfa að skipta um vinnu á miðri starfsævi vegna sjúkdóms. Ofnæmi er að því leyti ólíkt mörgum öðrum sjúkdómum að það veldur stöðugum óþægindum og lít- il von er um bata. Ofnæmis- sjúklingar þurfa að beita sjálfa sig aga og vera á varð- bergi gagnvart því sem kom- ið getur sjúkdómseinkennum af stað. Besti árangur sem vonast má eftir er að hægt sé að gera líðan þeirra skárri og það í sjálfu sér er mikill sigur þegar ofnæmi er annars veg- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.