Vikan - 06.06.2000, Blaðsíða 17
sumarförðun
Spegilgliáandi neglur
Perlumóöuráferð nýja naglalakksins frá Yves Saint Laurent gefur nöglunum
fagurgljáandi áferö og litirnir verða sérlega bjartir. Naglalakkiö er auðvelt
að bera á. Yfirborð þess er sterkt og veitir sérlega gott viðnám í dagsins
önn.
Með blik í auga
AugnskuggarnirfráYves Saint Laurent í sumar eru í mjúkum mildum litum
sem undirstrika fegurð augnanna. Perlumóðurpúður er blandað glitögnum
sem fanga Ijósiö þannig að litirnir breytist eftir því hvernig birtan fellur á
þá. Glitagnirnar eru húðaðar með amínósýrum sem tryggja að þær breytist
ekki yfir daginn. Bambusviðarduft er einnig í augnskuggunum og það
tryggir mikla viðloðun og að augnskugginn haldist fallegur allan daginn.
Sumarlitirnir eru Ijósgylltur og rauðbleikur.
Endurreisn hippatímabilsins
Bourjois endurreisir hippatímann með sumarlitum sínum, enda hugsjóna-
eldur og bjartsýni þess tímabils vel viðeigandi við árþúsundamót. Þeir
segja liti sína tilraun tískuiðnaðarins til að túlka afl blómabarnanna. And-
rúmsloftið er hlýlegt, með tillitssemi og blíðu en kryddað framandi litadýrð
hitabeltisins. Litunum er ætlað að túlka fjölbreytileika mannkynsins, jafnt
hina margvíslegu menningu sem og mismunandi kynþætti sem byggja
þessa jörð, en sameina alla með því að endurvekja anda sjöunda áratug-
arins. Sumarlitirnir eru saffrangult, appelsínugult, fjólublátt, kanilbrúnt p
paprikurautt og blanda allra lita í mikilli litadýrð líkt og á litaspjaldi
listmálara.
Pastel Lumiére augnskuggar eru notaðir til að auka Ijóma augnanna
og draga fram fegurð augnlitarins. Augnskuggarnir koma í fjórum lit-
um sem allir minna á litbrigði sólarinnar frá sólarupprás til sólarlags.
Þá má bleyta og bera blauta á augnlokin og þá verður liturinn sterk-
ari. Pastel Jous kinnalitirnir gefa húðlitnum meiri Ijóma. Kinnalitirnir
gefa sumartón í lit húðarinnar þegar roði kemur í kinnarnar og húðin
er að byrja að verða brún.
Varalitirnir frá Bourjois koma í ótal fallegum litum. Varalitirnir hylja vel,
vernda varirnar og hafa glansandi áferð. Bourjois framleiðir sérstak-
lega gott naglalakk sem er bæði fljótþornandi og endingargott. Það er
nú fáanlegt með glitflögum.
j., ~ Ástríðufull augnablik frá Uersace
gJÆ Sumarlínan í ár frá Versace kallast Ástríðufull augnablik eða
Sultry Moments, orðið sultry merkir reyndar einnig heitur
eða mollulegur. Þeir hjá Versace hafa þá trú að konan sem
horfir fram á við um árþúsundamót sé sjálfstæð og viti hvað
hún vilji. Hún skapi sína ímynd og eigin kvenleika skilgreini
hún sjálf. Útlit hennar er einstakt og hún er tilbúin að breyta
til eftir skapi og aðstæðum
hverju sinni. Andlitsfarðinn sem
hún notar verður að geta lagað
sig að þessum mismunandi kröfum
og taka mið af umhverfinu og þeim innblæstri
sem það veitir. Sérfræðingar Versace minna á
að enginn einn litur sé upphaf og endir alls
heldur sé hægt að nota hann á marga mis-
munandi vegu.
AugnskuggarVersace eru hannaðirtil að
styrkja augnsvipinn og gera hann ákveðnari
en ella. Moldarbrúnn augnskuggi með mildum
mosagrænum og Ijósgylltum litum er einstak-
lega falleg samsetning sem hentar vel á dag-
inn í vinnunni og gefur augunum yfirbragð
ákveðinnar framakonu sem veit hvað hún vill.
Önnur litablanda augnskugga er svo fjólublár,
Ijós litur með örlitlum bleikum tóni og rauð-
brúnn sem er rómantísk, draumkennd blanda
sem gerir augun mild og hlý og hentar vel á
kvöldin. Varalitirnir eru mjúkir. Þeir eru bland-
aðir rakagefandi efnum sem næra varirnar all-
an daginn.
Kinnaliturinn er í mildum lit og ætlaður til að
undirstrika áhrif augnförðunarinnar, einnig er í
boði háglansandi naglalökk í sumarlitunum, brons og gulllituð. Allarförð-
unarvörur Versace eru hannaðar með það í huga að draga fram náttúru-
lega fegurð konunnar.
M/
UP
BOURJOIS
Koparlitaðir kroppar
Copper Summer 2000 er nafnið á förðunarlínu sem minnir á
sól, sand og sjó. Hönnuðir Yves Saint Laurent fengu innblástur
frá óbeislaðri náttúru hafsins og sólarinnar þegar þeir bjuggu
til þessa fallegu sumarliti. Litunum er ætlað að gefa húðinni
nýjan Ijóma en jafnframt að kalla fram þessa mjúku, hlýju
áferð sem sumarsólin veitir húðinni.
Perlukossar frá Yves Saint Laurent
Varalitirnir frá Yves Saint Laurent í sumar heita perlukossar. Þeir eru með
gagnsæjum glansandi blæ og gerðir sérstaklega til að hald-
ast lengi. Perlumóðurpúðri er blandað saman við litinn
sem dregur til sín birtuna og gefur vör-
unum fyllingu. Sólarvörn er í varalitn-
um og sömuleiðis ferskjukjarnaolía
sem er mjög rakagefandi.