Vikan - 26.09.2000, Blaðsíða 4
Kæri lesandi
kólinn er byrjaður með
tilheyrandi umrœðu um
skólamál og kennara-
skort.
Astandið hefur aldrei verið
verra og það er vœgast sagt
hörmulegt í mörgum skólum
þar sem ekkifást menntaðir
kennarar til starfa. Því miður
virðast yfirvöld hafa tiltölu-
lega litlar áhyggjur afþessum
vanda og þegar kennarar og
foreldrar byrsta sig yfir
ástandinu og lýsa vanþóknun
sinni á því að réttindalaust
fólk sé fengið til kennslustarfa
er því borið við að þetta sé vel
menntað og gottfólk og svo
ber að skilja að þakka megi
fyrir að það skuli vilja starfa
við skólana.
Það er enginn að gera lítið úr
leiðbeinendunum með því að
gagnrýna þetta ástand, þeir
eru bara ekki kennarar og
eiga því ekki að stunda
kennslustörf. Kennari þaif
ekki einungis að vera betur
menntaður en börnin eða að
vita meira en þau. Kennari
þarfheldur ekki að vera sér-
staklega „góð“ mannskja
(hvað sem átt er við með því
?!). Kerinarinn þarf umfram
allt að kunna að KENNA!
Eg er sjálf kennari og stund-
aði kennslu í átta ár og veit
fullvel að það sem skiptir máli
er að hafa lag á börnunum
(unglingunum), geta haldið
aga og að kunna leiðir til að
gera námsefitið skemmtilegt
og skiljanlegt.
Það erfyrst og fremst kenn-
aramenntunin og -reynslan
sem gerir manni það kleift þótt
það saki sjálfsagt ekki að vera
„góð manneskja
Skortur á menntuðum kennur-
wn til staifa í skólunum er
mjög alvarleg staðreynd og
skömin í íslensku þjóðfélagi og
því verður að breyta efmennt-
un í landinu á ekki að hraka
hönnulega á nœstunni með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Það þarf að gera skólann að-
laðandi fyrir kennara og nem-
endur, öðru vísi nœst ekki ár-
angur. Það þaifaðeins tvennt
til þess:
MANNSÆMANDILAUN til
kennara, til þess að duglegt og
metnaðarfullt fólk sœki í
kennslustöifog haldist við
þau, og AGA.
Já, aga. Eg þekki marga góða
og reynslumikla kennara sem
eru aðflýja úr kennslunni um
þessar mundir. Það kann að
koma mörgum á óvart, en það
er ekki vegna þess að þeir hafi
ekki nœgilega há laun, heldur
vegna þess að þeirfá ekki
lengur að halda uppi aga í
skólastofunni. Agaleysið í
skólunum er í raun enn alvar-
legra vandamál en hin bágu
kjör kennara. Það þarfnefni-
lega ekki nema einn brjálœð-
ing í hvern bekk til að eyði-
leggja allan veturinn fyrir
kannski 18-23 öðrum börnum
og kennarinn má ekki taka á
vandanum!
Hvenœr œtlar okkur Islending-
um að skiljast að það er ekki
hœgt að halda uppi skólastarfi
án aga? Hvað œtla foreldrar
að láta bjóða sér það lengi að
einhver einn einstaklingur
leggi skólagöngu barnsins
þeirra í rúst án þess að kenn-
ararnir og skólastjórnin taki á
málunum? Svari nú hverfyrir
sig.
Og meðan ég er að tala um
aga má ég til með að nota
tœkifœrið og senda Geir Jóni
Þórissyni, yfirlögregluþjóni í
Reykjavík, aðdáunarh’eðju.
Sem blaðamaður stóð ég heils
hugar með „mínum mönnum“
í deilunum sem spruttu vegna
heimsóknar kínverska þingfor-
setans hingað um dagana. Eg
gat þó ekki annað en dáðst að
Geir í rökrœðum hans um
málið í útx’arpi. Maðurinn er
snillingur í mannleguin sam-
skiptum og aldeilis frábœr
sáttasemjari að eðlisfari. Lög-
reglan gœti ekkifundið betri
mann til að koma fram fyrir
almenning þegar eitthvað
bjátar á íþjóðfélaginu.
Jólianna Harðardóttir
ritsjóri
Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir,
vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, simi: 515 5500
fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson.
Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðviksson, sími: 515 5515.
Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512.
Blaóamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily
Magnúsdóttir, Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir.
Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður
Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is.
Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson.
Verð í lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti
344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak.
Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið i Prentsmiðjunni
Odda hf. Óll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
Áskriftarsími:
515 5555