Vikan


Vikan - 26.09.2000, Blaðsíða 63

Vikan - 26.09.2000, Blaðsíða 63
Mamman Spá Vikunnar Hrúturinn 21. mars - 20. apríl Þú hefur verið að vaxa mikið andlega allan þennan mánuð og í þessari viku munt þú sjálf(ur) skynja (Dað. Þú ræður einhvern eða færð einhverja hjálp í vikunni og átt eftir að sjá að sú hjálp var löngu orðin þörf. Nautið 21. apríl - 21. maí Félagslífið á allan þinn huga þessa dagana en þú ert líka mjög upptekin(n) af einhvers konar námi. Reyndu að hugsa lengra fram í tímann en þú gerir, ef þú skipuleggur ekki tíma þinn núna munt þú lenda í vandræðum þegar lengra líður á haustið. Tvíburinn 22. maí - 21. júní Þú hefur fulla ástæðu til að vera bjartsýn(n) og færast mikið í fang. Hugsaðu STÓRT og láttu ekki aðra draga úr þér kjarkinn því nú fer góður framkvæmdatími í hönd hjá tvíburum. Krabbinn 22. júní - 23. júlí Það er að byrja rómantískur kafli hjá kröbb- unum. Til þess að það verði til góðs þarf að vera vakandi fyrir umhverfinu og gefa af sér. Taktu fram kertin og rauðvínið og sýndu á þér góðu hliðarn- ar. Sf * uu/? Ljónið 24. júlí - 23. ágúst Þú ert svolítið lítil(l) í þér núna og þarft á ást og umhyggju að halda. Það tekur enginn utan um Ijón sem stendur með gapandi ginið og öskrar. Leyfðu þínum nánustu að finna að þú þarfnist þeirra. Meyian 24. ágúst • 23. september Þú þarft að skipta um aðferð við eitthvað sem þér er orðið mjög tamt. Ef þér finnst þú vera stöðnuð (staðnaður) skaltu ekki hika við að lesa þér til eða sþyrja aðra. Vittu til! Þú munt verða miklu ánægðari eftir breytingarnar. Vogin 24. september - 23. október Hvíldu þig vel um miðja vikuna því helgin gæti orðið erfið. Ef ekki þá verður hún að minnsta kosti óvenjuleg því þú ert að læra að skynja næsta umhverfi þitt á nýjan hátt. Sporðdrekinn 24. október - 22. nóvember Nú er tími fyrir ástina hjá sporðdrekanum. Gönguferðir við sjóinn, rómantískir kvöldverðir og annað þess háttar er rétta umhverfið þessa viku og enginn sporðdreki mun sleppa við sterkt tilfinn- ingaflæði. Bogmaðurinn 23. nóvember - 21. desember Tækifærin bíða þín í röðum núna! Það er sama hvert litið er; sambönd, viðskipti, ástin, pen- ingar, alls staðar eiga bogmenn góðan leik í sigti. Kíktu á spilin þín og vertu dugleg(ur) að spila úr þeim því þessi meðbyr verður ekki svona snarpur að eilífu. Steíngeitín 22. desember - 20. janúar Þú ert búin að leggja net út um allt og nú ættir þú bara að bíða og sjá til í rólegheitunum. Það bítur bráðum á hjá þér! í næstu viku ferðu að verða vör (var) við líf á þeim vígstöðvum sem þú væntir og vonaðist eftir. Vatnsberinn 21. janúar - 19. febrúar Þeir vatnsberar sem hafa verið óhamingju- samir í einkalífinu undanfarið gætu skyndi- lega verið búnir að fá nóg og eru að hugsa sér til hreyfings. Það eru breytingatímar í vænd- um, líka hjá vatnsberum sem eru bara að hugsa um að breyta í stofunni. Fiskarnir 20. febrúar - 20. mars Það gæti farið að gefa á bátin á miðunum! Fiskarnir ættu að reyna að synda með straumi þessa vikuna og láta það ekki á sig fá þótt mikið rót sé í kringum þá. Þetta gæti orðið svo- lítið hryssingsleg vika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.