Vikan


Vikan - 26.09.2000, Blaðsíða 60

Vikan - 26.09.2000, Blaðsíða 60
 Spurningar má senda tii „Kæri Póstur“ Vikan, Seijavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. iVikunnar Inga Guðmundsdóttir skrifaði fallegt bréf til ritstjórnar Vik- unnar þar sem hún óskaði eftir því að systir hennar fengi rós Vikunnar: „Mig langar til þess að systir mín, sem er 73 ára, fái rós Vikunnar. Hennar mesta gleði er að gefa þeim sem ekkert eiga. Hún safnaði fötum í 5 pakka, sem eru 10 kíló hver, og sendi þá til Afríku. Það gerði hún með aðstoð Lilju vinkonu sinnar en hún er búin að starfa með mjög fátæku fólki þar í landi. Systir mín heitir Kristrún Guðmundsdóttir og mér finnst hún svo sann- arlega eiga skilið að fá rós Vikunnar." Rós Vlkunnar Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, * Seljavegi 2,121 Reykjavík11 og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá GRÆNUM MARKAÐI. MARKAPUR -látið blómin tala Gleymdu því ekki að þú ert konan sem hann varð nógu ástfanginn af til að gift- ast á sínum tíma og það er kannski kom- inn tími til að minna hann á það. Nú skaltu undirbúa huggulega kvöld- stund fyrir ykkur tvö, tæla hann svolítið og segja honum að þú hafir orðið afbrýð- isöm, þér hafi liðið illa undanfarið og nú sért þú tilbúin til að leyfa honum að sýna þér hvað hann elski þig mikið! Sannaðu til, þetta gæti orðið gott fyrsta skref í áttina að endurnýjun hjóna- bandsins. Kæri póstur Við hjónin höfum verið gift í 12 ár og í sumar fórum við í sólarlandaferð, barn- laus, í fyrsta skipti á ævinni. Það var mjög gaman fyrstu tvær vikurnar, en síðustu vikuna leið mér mjög illa vegna þess að mér fannst maðurinn minn gefa einni konunni (íslenskri) á hótelinu full hýrt auga. Ég veit vel að hann hélt ekki fram hjá mér eða neitt svoleiðis, en ég varð mjög afbrýðisöm og þetta særði mig mjög. Ég talaði um þetta við hann og hann brást illa við, þrætti fyrir þetta og sagði að ég væri móðursjúk. Það gekk svo langt að hann fór út úr hótelíbúð- inni þegar við fórum að tala um þetta, ör- ugglega af því að hann vissi upp á sig sök- ina. Það er búið að vera leiðinlegt á milli okkar síðan, ég treysti honum ekki leng- ur og hann er alltaf í vörn. Ég hef nokkrum sinnum ætlað að tala við hann um málið en hann fer bara í fýlu og það endar með að ég verð fokill og við töl- umst ekki við nema það sé bráðnauðsyn- legt. Ég held ég þoli þetta ekki lengi, hvað á ég að gera? Ein örvœntingarfull. Kæra öruæntíngarfull Ertu viss um að þú sért á réttri braut? Ég sé ekki að maðurinn þinn hafi gert neitt af sér, jafnvel þótt hann hafi orðið skotinn í einhverri konu svona tilsýndar. Það kemur fyrir að harðgift fólk sér ein- hvern af hinu kyninu sem því líst vel á, það er nokkuð sem fólk getur ekki að gert. En það er ekki það sama og fram- hjáhald og það þarf alls ekki að draga neinn dilk á eftir sér ef skynsamlega er tekið á málum. Ef þú vilt vera viss um að hjónaband- ið fari út um þúfur skaltu endilega halda áfram að ásaka hann og hundelta, það er vísasti vegur til að maðurinn gefist upp á þér og glati ást sinni á þér. Ef þér er ekki sama um manninn og vilt vera með honum áfram ættirðu frek- ar að reyna að gleyma þessu (sem var kannski ekkert!) og gera eitthvað til að endurlífga ástina á milli ykkar. Snúa vörn í sókn! Konur verða stundum afbrýðisamar vegna þess að þær vantar hrós eða ást- arjátningu frá manninum sínum og þær verða óöruggar þegar þær sjá að hann hefur auga fyrir öðrum konum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.