Vikan - 26.09.2000, Blaðsíða 47
Þórunn StefcmsdóUir pýddi
konurass."
Hún skellihló þegar hún sá
svipinn á Charlotte.
,,Hvað segirðu? Eigum við
ekki að slá til?“
„Allt í lagi, gerum það.“
„Fínt, ég skal panta borð.
Segðu mér nú frá nýja starfinu.
Er Daniel Jefferson eins kyn-
þokkafullur í raunveruleikanum
og á sj ónvarpsskj ánum? Sagði ég
eitthvað rangt?“ spurði hún þeg-
ar hún sá augnaráðið sem
Charlotte sendi henni. „Hvað er
að?“ spurði hún blíðlega þegar
hún sá óhamingjuna skína úr
augum systur sinnar.
„Ég stóð í þeirri trú að ég fengi
að starfa sjálfstætt... sem fullgild-
ur lögmaður. Ég komst að því að
ég á að vinna fyrir Daniel Jeffer-
son, sem persónulegur aðstoð-
armaður hans. Hann vill ekki
hafa mig í vinnu, Sarah. Hann
treystir mér ekki.“
„Hefur hann sagt það?“ spurði
Sarah.
Charlotte hristi höfuðið.
„Hann þarf þess ekki, það er
augljóst."
„Ertu viss um að þú hafir rétt
fyrir þér?“ spurði Sarah. „Þú
verður að viðurkenna að þú hef-
ur verið frekar niðurdregin und-
anfarið og ekki litið heiminn
bj artsýnisaugum. “
„Það er ekki það, Sarah."
Charlotte stóð upp og gekk um
gólf. „Allt sem hann segir ... allt
sem hann gerir, undirstrikar hvað
við erum ólfk. I návist hans finnst
mér ég vera gjörsamlega
mislukkuð. Það er hræðilegt að
vita til þess að hann treystir ekki
kunnáttu minni og getu. Ef ég
þyrfti ekki svo sárlega á starfinu
að halda ...“
„Char, ertu viss um að þú sért
ekki að ýkja?“ spurði Sarah blíð-
lega. „Ég veit að þú ert viðkvæm
þessa dagana og...“
„Hvað með það? Er það þess
vegna sem ég fell ekki fyrir hin-
um guðdómlega Daniel Jeffer-
son eins og allir hinir? Er það
þess vegna sem ég fyllist ekki
lotningu og hef ekki áhuga á því
að kasta mér fyrir fæturna á hon-
um og tilbiðja hann? Aðstaða
mín er vonlaus, Sarah. Starfsfólk-
ið á ekki nógu sterk orð til þess
að hrósa honum. Ég þoli það
ekki. Hann fékk allt upp í hend-
urnar. Hann hefur aldrei lent í
erfiðleikum og samt þykist hann
geta dæmt mig... fordæmt mig..."
„Char, heldur þú ekki að þú
sért ef til vill... að þú sért of dóm-
hörð í hans garð ...?“
Charlotte starði á systur sína
eins og hún væri svikari. „Hvað
áttu við?“ spurði hún reiðilega
þótt hún gæti lesið svarið úr aug-
um systur sinnar. Hún fann háls-
inn herpast saman og reiðitárin
brjótast fram.
„Ég skil. Þú heldur að ég sé af-
brýðisöm út í hann.“
„Nei, auðvitað ekki,“ sagði
Sarah. „Nei, ég á bara við það að
dómgreind þín sé sennilega ekki
alveg rétt þessa dagana. Og Char
... í sannleika sagt þá er ekkert
óeðlilegt að hann fari svolítið í
taugarnar á þér. Þú ert nú einu
sinni mannleg. Þessi dómharka
er bara svo ólík þér. Þér hefur
alltaf tekist að koma auga á
björtu hliðarnar. Og ef það er rétt
að starfsfólkinu þyki vænt um
hann...“
„Ég hef rétt fyrir mér. Hann
kemur illa fram við mig. Hann
treystir mér ekki. Hann vill ekki
hafa mig í vinnu.“
„En þú ert í vinnu hjá honum,
ekki satt? Og með tímanum
verður hann að viðurkenna að
hann hafi haft rangt fyrir sér.
Ertu viss um að það sé hann sem
dregur hæfni þína í vafa.“
„Hvað áttu við?“
Sarah stóð á fætur. „Þegar Sam
fékk fyrsta hjólið sitt datt hann
og var hræddur við að reyna aft-
ur. Hann sparkaði í hjólið í hvert
sinn sem hann gekk fram hjá því
vegna þess að það hafði meitt
hann. Hann kenndi hjólinu um
fallið í stað þess að viðurkenna
að hann væri hræddur við að
reyna aftur.“
„Ertu að segja að ég beiti sömu
rökum og þriggja ára gamalt
barn?“ spurði Charlotte reiði-
lega.
„Nei, ég er bara að minna þig
á að þú ert mannleg."
„Það sama er ekki hægt að
segja um Daniel Jefferson. Hann
er fullkominn ... það er einróma
álit allra í kringum hann.“
Sarah gaut augunum á systur
sína. „Þér líkar sem sagt alls ekki
við hann?“
„Líkar ekki við hann? Ég hata
hann.“
Sarah lyfti brúnum og opnaði
hurðina. „Gættu þín,“ sagði hún
brosandi. „Þú veist hvað sagt er
„Hvað áttu við?“
„Að það sé stutt á milli ástar og
haturs," sagði Sarah og hló.
Charlotte elti hana niður stigann
döpur í bragði.
Hún þekkti systur sína út og
inn. Sarah var blíð og góð að eðl-
isfari og gæti ekki hugsað sér að
særa nokkurn mann. Athuga-
semdir hennar um fordóma og
afbrýðisemi höfðu sært Charlotte
og henni tókst ekki að gleyma
þeim, hvernig sem hún reyndi.
Þeim skaut upp í kollinn á henni
allt kvöldið.
Var eitthvað til í þessu? Var
óvild hennar í garð Daniels
skyldari vanþóknun en vissunni
um að hann vantreysti henni?
Var hún, eins og Sarah hafði gef-
ið í skyn, í raun og veru afbrýð-
isöm út í hann ... afbrýðisöm út
í velgengni hans?
Það var ákaflega ógeðfelld
hugsun.
Hún hafði ætlað sér að fara
snemma í háttinn en eftir að
Sarah var farin og pabbi hennar
hafði sagt þeim í smáatriðum
hvernig honum hafði vegnað á
golfvellinum var klukkan orðin
tíu. Charlotte hafði ekki einu
sinni opnað möppurnar sem hún
hafði tekið með sér heim. Hún
var ákveðin í því að gefa Daniel
ekki tækifæri til þess að gagnrýna
störf hennar. Hún skyldi sýna
honum að jafnvel þótt hún kynni
ekki með peninga að fara stæði
hún honum ekki að baki þegar
kæmi að lögmannsstörfunum.
Hún las til klukkan eitt um
nóttina. Hana verkjaði í bakið
eftir að hafa setið of lengi við eld-
húsborðið.
Hún lokaði möppunni. Þetta
var flókið mál og hún var undr-
andi á því að Daniel skyldi hafa
tekið það að sér. Það gaf ekki
mikla peninga í aðra hönd, eftir
því sem hún best gat séð, og hann
yrði að leggja í það mikla vinnu.
Ef hún vissi ekki betur hefði hún
getað svarið fyrir að hann hefði
tekið að sér málið af góðmennsk-
unni einni saman.
Gat það verið að hún dæmdi
hann ranglega? Var hún að bæta
einum mistökunum enn á lang-
an lista?
Hún stóð upp, gekk að vask-
inum og lét renna kalt vatn í glas.
Hann var áberandi íþjóðfélaginu
og varð að viðhalda fjölmiðlaí-
myndinni. Hann var ekki sú
manngerð að reyna að sýnast
betri en hann var. Hún hafði
kynnst nógu mörgum slíkum til
þess að þekkja þá. Vinum
Bevans.
Hvað ef hún hefði rangt fyrir
sér? ÖIlu starfsfólkinu þótti vænt
um hann, eins og Sarah hafði
réttilega bent á.
Hún fann fyrir kvíða. Hún við-
urkenndi að hún vildi ekki hafa
rangt fyrir sér. Hún vildi og
þarfnaðist þess að halda dauða-
haldiímynd sínaafhonum. Hún
varð að vernda sig ...
Hún lagði frá sér glasið skjálf-
andi hendi. Vernda sig gegn
hverju?
Hún sá allt í einu fyrir sér dökk
augu hans og varð þurr í munn-
inum. Hún stóð sig að því að
bleyta varir sínar með tungunni
eins og hún hafði gert í skjala-
geymslunni. Líkami hennar stóð
í ljósum logum.
Klukkan var að ganga tvö.
Dagurinn hafði verið erfiður og
nú leyfði hún ímyndunaraflinu
að búa til ófreskjur sem ekki voru
til í raunveruleikanum.
Það var kominn tími til að fara
að sofa.
Vikan
47