Vikan


Vikan - 26.09.2000, Side 8

Vikan - 26.09.2000, Side 8
„Eftir tíu iir vcrður fyrir- tækið voiunuli orðið risa- stórt og ég koinin mcð iim- anlnissarkitckt, rckstarráð- gjafa og alls kviis scrfræð- inga á iiiiíi snæri.“ in fyrir því að hitta þessa konu. Ekki minnkaði kvíðinn þegar við vorum komin á staðinn og pabbi skildi okk- ur eftir í búðinni hjá ömmu á meðan hann fór í bæinn að út- rétta. Amma bjó fyrir ofan búðina og við heyrðum óvart á tal hennar og annarrar konu þar sem hún sagði eitthvað á þá leið að hún skildi ekkert af hverju hann Kristján væri að skilja krakkaskammirnar eftir hjá sér! Við þekktum ömmu auðvitað ekki neitt og vissum ekki hvernig við átt- um að taka þessum ummæl- um sem við höfðum sennilega ekki átt að heyra. Við vorum því nokkuð ánægð þegar amma kom niður og bað okk- ur að passa búðina fyrir sig á meðan hún legði sig. Við ætl- uðum sko að sýna ömmu að við værum engar krakka- skammir! í búðinni ægði öllu saman, blómum, pönnuni og pottum og gluggarnir voru skreyttir með gömlum blautum kreppappír sem leit illa út. Við ákváðum því að gera ömmu ánægða og endur- skipuleggja búðina. Við lét- um hendur standa fram úr ermum og röðuðum öllum pottunum og pönnunum á einn stað, skiptum um kreppappír í glugganum og komum betra skipulagi á búðina. A meðan svaf amma grunlaus á efri hæðinni. Þegar amma vaknaði kom hún niður og ætlaði strax að fara að afgreiða viðskiptavin sem bað um pottamold. Hún þreifaði undir borðinu þar sem hún hafði áður geymt moldina og varð forviða þeg- ar hún fann ekki neitt. Síðan leit hún undrandi í kringum sig og spurði nokkuð alvar- leg hvað við hefðum eiginlega gert? Við sögðum henni eins og er að við hefðum viljað gera búðina fína fyrir hana og þá brosti hún allt í einu út að eyrum, breiddi út faðminn og gaf okkur karmellur og pen- inga fyrir gosi fyrir viðvikið,“ segir Arna og verður angur- vær í röddinni við tilhugsun- ina um blómabúðina hennar ömmu. Ró og næði í Hollandi Eins og áður sagði er Arna menntaður fatahönnuður og lauk hún fimm ára námi frá listaháskóla í Maastricht í Hollandi. „Ég fór til Hollands með fyrrverandi manni mín- um og ungri dóttur þegar maðurinn minn ákvað að fara í framhaldsnám í myndlist. Hann ætlaði sér bara að vera eitt ár úti og ég ákvað því að læra bara hollensku á með- an. Síðan ákvað hann að vera lengur úti og þá sá ég að ég yrði að gera eitthvað. Það átti ekki við mig að sitja bara heima. Ég vissi að mig lang- aði í einhvers konar hönnun. Fyrst hafði ég augastað á arki- tektúr en taldi að stærðfræði- kunnátta mín væri ekki nógu mikil til að mér myndi ganga vel í arkitektúrnum. Ég ákvað því að fara í fatahönnun sem reyndist vera mjög lifandi og skemmtilegt nám.“ Aðspurð um lífið í Hollandi segir Arna það hafa verið talsvert frábrugðið Islandi. „Maastricht er yndisleg borg á stærð við Reykjavík en hún hefur mun rólegra yfirbragð en Reykjavík. I borginni er líka mikið af gömlum og fal- legum byggingum, því borg- in skemmdist lítið í stríðinu, ólíkt mörgum öðrum borgum og bæjum í Hollandi og skemmtilegar hellulagðar götur og fallegir stígar sem gefa borginni mikinn sjarma. Þar lifði maður á allt öðrum hraða heldur en hér og hafði það bara nokkuð gott þótt maður væri í námi. Félagsleg þjónusta er mikil og góð og við borguðum til dæmis nán- ast engin leikskólagjöld fyrir dóttur okkar þar sem við vor- um á námslánum og þau telj- ast ekki til launa í Hollandi. Einnig virtust þeir sem höfðu vinnu, en atvinnuleysi er tals- vert í Hollandi, hafa það frek- ar gott og ekki þurfa að vinna mikið. Ég kynntist til dæmis hjónum í gegnum dóttur mína sem voru bæði kennarar og þau höfðu það þannig að kon- an vann fyrir hádegi en mað- urinn eftir hádegi, þannig að þau gátu í raun lifað af ein- um kennaralaunum sem er nú sennilega ekki hægt hér!“ En langaði Örnu ekki að setjast að í Hollandi og reyna fyrir sér þar sem fatahönnuð- ur? „Jú að vissu leyti en að- stæðurnar leyfðu það einfald- lega ekki. Ég og maðurinn minn skildum á þessum tíma og ég varð ein eftir með dótt- ur okkar í Hollandi á meðan ég kláraði námið. Að námi loknu voru reglunar þannig að það gat enginn atvinnu- rekandi ráðið mig nema hann sýndi fram á að enginn Hol- lendingur gæti unnið mitt starf. Reglurnar voru því afar erfiðar fyrir útlendinga þótt þær hafi nú sennilega breyst eitthvað núna með aukinni E vrópusamvinnu. “ En nú þegar Hollandsárun- um og verslunarrekstrinum er lokið í bili og nýja fyrirtæk- ið tekið við er rétt að spyrja hvar Arna sjái sjálfa sig eftir tíu ár? „Þá verður fyrirtækið orð- ið risastórt og ég komin með innanhússarkitekt, rekstar- ráðgjafa og alls kyns sérfræð- inga á mín snæri,“ segir þessi jákvæða og bjartsýna kona að lokum. 8 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.