Vikan


Vikan - 26.09.2000, Page 12

Vikan - 26.09.2000, Page 12
tíma að minnka og laga hvort brjóst um sig. Eins og í brjóstastækkunar- aðgerðum og öðrum aðgerð- um þar sem sjúklingurinn er svæfður fylgir brjóstaminnk- unaraðgerðum viss áhætta varðandi sýkingar, ofnæmi og fleira en, sem betur fer, eru mikil vandræði samfara brjóstaminnkunaraðgerðum frekar sjaldgæf. STÚR ÖR Konur sem fara í brjóstaminnkun ættu að gera sér grein fyrir því að þessari aðgerð fylgja mikil og stór ör. Örin eru löng og bleik og jafnvel þótt ör lýsist yfirleitt með tímanum er það ekki sjálfgefið í þessum tilfellum. Sem betur fer eru örin þó á neðanverðum brjóstunum og því hægt að fela þau. Eðiilegt er að konan sé aum, bólgin og viðkvæm fyrstu dagana eftir aðgerð en hún ætti að geta farið að vinna um tveimur vikum eft- ir aðgerð. Kynlíf fyrstu tvær vikurnar eftir aðgerð getur verið vara- samt þar sem saumar geta rifnað við það. Konan ætti einnig að forðast að reyna mikið á sig eða stunda líkams- rækt fyrstu sex vikurnar eftir aðgerð. Umhirða brjóstanna eftir aðgerð er því afar mikilvæg, Konan ætti að ganga í góðum íþróttabrjóstahaldara sem styður vel við brjóstin, halda þeim hreinum og hlífa þeim brjóst,“ segir „Lilja“ sem er tæplega þrítug. „Aðgerðin sjálf gekk ágæt- lega og þrátt fyrir stór ör og talsverðar bólgur á eftir leið mér tiltölulega fljótt vel með nýju brjóstin. Eg fór niður í stærð 36 C sem er alveg pass- legt fyrir mig og gel nú gengið í flegnum bolum og þröngum peysum án þess að vera nokk- uð að hugsa um brjóstin." KVENLEGRIEN ÁÐUR „Ég rétt fyllti út í brjósta- haldara númer 32 AA áður en ég fór í brjóstastækkun. Ég keypti mér alltaf brjóstahald- ara með stórum púðum og gat aldrei keypt þá hérlendis þar sem verslanir hér virðast ekki selja svona litla haldara," seg- ir „Alda“ sem er tuttugu og sex ára. Ég er í föstu sambandi og kærastanum mínum leist fyrst ekkert á það að ég færi í brjóstastækkun. Sumar vin- konur mínar héldu að hann hefði att mér út í þetta en ég gerði þetta bara fyrir mig og mitt sjálfstraust. Eg hafði átt nokkra kærasta á undan hon- um og enginn þeirra hafði haft orð á því að ég væri með oflítil brjóst. Flestir karlmenn eru þó, þrátt fyrir allt, tillits- samari en svo! Mér sjálfri fannst ég hins vegar alltaf voðalega stráksleg og var orð- in þreytt á því að þora ekki í sund vegna brjóstanna eða geta ekki gengið í flegnum bolum nema að vera í ein- hverjum brjóstahaldara með risapúðum. Ég vissi að það væri ekki sniðugt að fá sér mjög stór brjóst, enda væri það svo áberandi og óeðlilegt svo ég sættist á að fara upp í 34 B. Ég er mjög ánægð með árangur- inn og finnst ég bæði kvenleg og kynþokkafull núna.“ eftir mætti til að minnka hætt- una á blæðingum og sýkingum. NÝTT LÍF MED MINNI RRJÓSTUM „Ég fór í brjóstaminnk- unaraðgerð þegar ég var tutt- ugu og tveggja ára görnul og hefði viljað fara miklu fyrr. Ég er ekki nema 162 sm á hæð en notaði fyrir aðgerðina brjóstahaldara í stærðinni 38 DD. Ég var alltaf mjög með- vituð um brjóstin á mér og fannst þau allt of stór og í engu samræmi við aðra lík- amhluta þar sem éy er frekar grönn og fíngerð. Ég var ekki í föstu sambandi þegar ég fór í aðgerðina, enda fór ég bara fyrir sjálfa mig og engan ann- an. Ég vissi að sennilega gæti ég ekki haft barn á brjósti í framtíðinni ef ég færi í brjóstaminnkun en mér fannst það lágt gjald að greiða fyrir minni og meðfærilegri 12 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.