Vikan - 26.09.2000, Page 14
Texti: Elín Albertsdóttir
Átta gtös af vatni á dag
geta gert kraftaverk.
án þess að
fara í líkams-
ræktarstöð
Yfíruigtín þjakar marga og flestir vilja gera eitthvað til
að reyna að halda í við sig. Nútímamaðurinn hreyfir
sig mun minna en fólk gerði á árum áður og þess vegna
er minní þörf á fituríkum mat. flllir vita að góð hreyf-
ing er nauðsynleg en þeir eru margír sem geta ekki
hugsað sér að f ara í líkamsræktarstöð til að takast á uið
kílóin. Það eru til önnur ráð, eins og hér kemur fram,
og þau þurfa ekki að kosta mikla penínga.
14 Vikaii
Oft er talað um að
gott sé að létta sig
yfir sumarmánuð-
ina. Þá sé mikið af
fersku grænmeti og ávöxtum
á markaðnum og fólk hreyfi
sig meira í góðu veðri en í snjó
og hálku á vetrum. Þetta er þó
ekki alltaf svona. Margir gera
einmitt vel við sig í mat og
drykk á sumrin. Þá er grillið
tekið fram og girnilegar, mar-
íneraðar steikur settar á það
með tilheyrandi rjómasósum.
ískaldur, freyðandi bjór er
góður við þorsta í sumarfríinu
og í útilegum eða í sumarbú-
staðnum er nartað í samlokur
með majónessalötum. Kann-
ast einhver við lýsinguna?
Það vill því verða þannig að
kílóin hrannast utan á kropp-
inn án þess að fólk taki bein-
línis eftir því fyrr en of seint -
það er að segja þegar fötin
verða allt í einu of lítil. Hvað
er þá til ráða? Taka sér tak,
hreyfa sig meira, borða fitu-
minni mat og drekka mikið
vatn. Hver hefur ekki heyrt
þetta oft og
mörgum sinnum.
Allir vita að þetta
er auðveldara
sagt en gert. Hér
þarf mikill
sjálfsagi að koma
f til.
Það er gott að
venja sig á að borða
ávexti niilli niála í
stað sætinda.