Vikan


Vikan - 26.09.2000, Síða 19

Vikan - 26.09.2000, Síða 19
daginn. Ég hætti að borða reglulega og þá fór að síga á ógæfuhliðina. Hreyfingar- leysi og skyndimatur eru ávís- un á offitu og sjúkdóma og ég er gangandi dæmi um það,“ bætir hann við. Asgeir Páll fer öll mánu- dagskvöld í aðhaldshóp hjá NUPO-létt að Vatnagörðum 16-18. Þessi hópur er öllum opinn (kl. 19:30) og þar er hægt að fá vigtun og ráðgjöf sér að kostnaðarlausu og einnig fyrirlestra. „Ég talaði við Jónínu Ben sem ætlar að hjálpa mér í bar- áttunni," segir Ásgeir Páll. „Ég er farinn að æfa hjá Planet Pulse, bæði í hóp með öðrum og svo hjá einkaþjálf- ara sem heitir Unnur Guðrún en er kölluð Lukka. Til að vera ekki aleinn í baráttunni tek ég með mér tvo aðra „fituhlunka" sem eru úr hópi hlustenda og vilja taka sig á eins og ég,“ segir Ásgeir Páll brosandi. „Við ætlum að fara saman í líkamsræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku og í aðhaldshópinn á mánudagskvöldum. Einnig var einn að bætast við, Þor- steinn G. Gunnarsson hjá Út- varpi Umferðarráðs og eitt sinn starfsmaður íþrótta fyr- ir alla. Hann er grennstur af hópnum en má við því að missa mörg kíló.“ Ásgeir Páll segist hlakka til að takast á við þetta. Hann ætlar að taka allan pakkann, eins og hann orðar það, og skipta algjörlega um lífsstíl. „Þegar fólk þyngist hættir það oft að hugsa um útlitið,“ segir hann. „Sumir hætta að þrífa sig almennilega og finnst ekki taka því að kaupa sér falleg föt. Sjálfsmatið fer svo langt nið- ur,“ bætir hann við. „Ég veit að þetta mun taka á, ég geri mér fulla grein fyrir því, en þetta er skemmtilegt erf- iði sem á eftir að skila árangri," segir hann að lokum ákveð- inn. Engin grið gefin Kristófer Helgason, dag- skrárstjóri Gulls 90.9, segir að það sé nauðsynlegt að dreng- urinn komist í gott form þar sem krefj- andi verkefni bíði hans. Ekki má upplýsa að svo stöddu hvert verkefnið er en það gæti orðið heimsfrægt og komið Ásgeiri Páli á spjöld sögunnar. Til þess þarf hann að vera í góðu líkamlegu ásig- komulegi því þetta á eftir að taka gífurlega mikið á. Kristófer Hclguson, dugskrúrst jóri ú C> nlli 90.9, ætlar aft kýla Ásgeir Púl úf'ram. Vikan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.