Vikan - 26.09.2000, Page 45
Þórunn Ste/ánsdóUir pýddi
Fjandinn hirði hann. Þetta var
allt honum að kenna ... ef hann
hefði ekki látið henni bregða ...
Það tók hana hálftíma að tína
allt upp af gólfinu og finna af-
ganginn af möppunum. Hjartað
sló aukaslag í brjóstinu á henni
þegar hún loksins kom inn á
skrifstofuna og sá að dyrnar á
milli skrifstofanna voru opnar.
Daniel var að tala í símann og
hélt á samloku í annarri hend-
inni. Hann lauk símtalinu, sneri
sér að henni og sagði: „Ég sé að
þú hefur fundið möppurnar án
frekari vandkvæða."
„Já,“ svaraði hún stuttlega.
Svarið átti að gefa til kynna að
hún hefði ekki áhuga á frekari
samræðum en hann þóttist ekki
taka eftir kuldanum í röddinni.
„Ég er að reyna að fá mér eitt-
hvað í svanginn. Ég hef ekki haft
tíma til að borða í allan dag.“
Charlotte sneri sér undan og
roðnaði af reiði. Hélt hann virki-
lega að hún hefði einhvern snef-
il af áhuga á því að vita hvernig
hann og þessi... þessi skjólstæð-
ingur hans höfðu varið matartím-
anum. Hún stillti sig um að koma
með kaldhæðnislega athuga-
semd. Hún varð að muna eftir því
að hún var bara óbreyttur starfs-
maður og var greinilega ekki í
náðinni hjá yfirmanni sínum.
Hún yrði að gæta tungu sinnar.
Hún varði því sem eftir var
dagsins í skjalalestur og henni
létti þegar hún heyrði Daniel
loka dyrunum um þrjúleytið.
Hann sagðist eiga von á skjól-
stæðingi.
„Seinna meir, þegar þú hefur
kynnt þér málin betur, mun ég
ætlast til þess að þú verðir við-
stödd alla mikilvæga fundi.“
Hann treystir mér greinilega
ekki að stjórna mínum eigin
fundum, hugsaði Charlotte reiði-
lega um leið og hann lokaði dyr-
unum. Enn ein vísbending þess
að hann treysti ekki faglegri
dómgreind hennar.
Klukkan fjögur opnuðust
dyrnar og Richard Horwich kom
inn. „Mér þykir leiðinlegt að hafa
ekki verið hér í morgun til þess
að bjóða þig velkomna," sagði
hann og brosti föðurlega. „Ég
þurfti að mæta í réttinn. Ég vona
að þér líki skrifstofan."
„Já,... já, þakka þér fyrir. Ég
... ég hafði ekki gert mér grein
fyrir því að ég ætti eingöngu að
vinna fyrir herra Daniel Jeffer-
son."
Richard lyfti brúnum þegar
hún lagði áherslu á orðið herra
en Charlotte sá að hann varð svo-
lítið vandræðalegur. „Já, það ...
ég ... satt að segja ... Daniel hef-
ur svo mikið að gera að okkur
fannst rétt að hann hefði hæfan
aðstoðarmann."
Hún hafði rétt fyrir sér.
Ákvörðunin hafði verið tekin
eftir að Daniel hafði séð starfs-
ferilsskrána hennar og ákveðið
að ekki væri óhætt að leyfa henni
að vinna sjálfstætt. Hún brann í
skinninu eftir að mótmæla,
benda á að hún væri með full lög-
mannsréttindi, að hún væri ekki
ungbarn sem yrði að vera undir
stöðugu eftirliti. Hún reyndi að
bæla niður biturleikann og
gremjuna sem sauð innra með
henni. Hún minnti sig enn og aft-
ur á hversu mikið hún þyrfti á
starfinu að halda.
Richard var nýfarinn þegar
aftur var bankað á dyrnar.
Konan sem gekk inn var fal-
leg og kasólétt. Hún kynnti sig
brosandi fyrir Charlotte.
„Ég heiti Anne og er einkarit-
ari Daniels og hér með líka rit-
arinn þinn. Ég fékk frí í dag til
þess að fara í mæðraskoðun."
Hún klappaði á magann og gretti
sig. „Það verður mikill léttir þeg-
ar hann eða hún ákveður að það
sé kominn tími til að koma í
heiminn, það get ég sagt þér.“
„Er þetta ... er þetta fyrsta
barnið þitt?“ spurði Charlotte.
Hún varð undrandi þegar
Anne hristi höfuðið.
„Nei, við eigum þegar fjögurra
ára strák, Jeremy. Peter, maður-
inn minn, vinnur heima. Hann er
kerfisfræðingur og tekur að sér
sjálfstæð verkefni. Ég var búin að
ákveða að hætta að vinna þegar
Jeremy fæddist en þar sem Pet-
er var alltaf heima ... ég er líka
ákveðin í því að byrja aftur að
vinna að barnsburðarleyfinu
loknu. Það er ekki beint spurning
um peninga þótt ég verði að við-
urkenna að þeir komi sér vel.
Ekki það að Peter sé ekki rausn-
arlegur við mig, en mér þykir
betra að vera fjárhagslega sjálf-
stæð. Ég saknaði líka samskipt-
anna við annað fólk og það er
gott að vinna fyrir mann eins og
Daniel. Hann er mjög skilnings-
ríkur og lætur sér annt um starfs-
fólkið.“
„Ég geri ráð fyrir að hann
verði að vera það,“ sagði
Charlotte og beit sig í vörina þeg-
ar hún uppgötvaði að athuga-
semdin hafði verið baneitruð.
„Ég á við ... hann verður að
vera trúr fjölmiðlaímyndinni,"
sagði Charlotte vandræðalega.
„Fólk eins og hann, sem er
stöðugt í sviðsljósinu ..."
„Ó nei, Dani-
el er ekki
þannig," greip
Anne fram í
ákveðin. „Nei,
hann er einfald-
legagóðurmað-
ur. Hann trúir
því að fólk vinni
betur ef það er
ánægt í starfi og
ég er honum
fullkomlega
sammála.“
Charlotte
neyddi sig til
þess að halda
brosinu á andlit-
inu þar til Anne
kvaddi hana.
Hvað var það
í fari þessa
manns sem or-
sakaði það að
allt starfsfólkið
dýrkaði hann og
dáði? Hann
hlaut að hafa
dáleitt þau öll.
Hún ætlaði ekki
að gerast með-
limur í aðdá-
endaklúbbnum,
ítrekaði hún
með sjálfri sér
um leið og hún
opnaði enn eina
möppuna. Hon-
um hafði
kannski tekist
að blekkja þau
hin en honum
yrði ekki kápan
úr því klæðinu
að blekkja
hana.
Skjölin sem hún var að lesa
fjölluðu um sérstaklega flókið og
erfitt mál og Charlotte var svo
niðursokkin í lesturinn að klukk-
an varð fimm án þess að hún tæki
eftir því.
Satt að segja tók hún ekki eft-
ir neinu sem gerðist í kringum
hana fyrr en dyrnar opnuðust og
Daniel kom inn á skrifstofuna.
„Ertu ennþá að vinna?" Hann
stóð við hliðina á henni og leit á
skjölin sem hún var að lesa.
„Þetta er flókið mál. Ég veit satt
að segja ekki hvernig það fer.
Þetta er borðleggjandi skaða-
bótamál en það er erfitt að segja
hvort mótaðilinn getur grafið
upp einhverjar sannanir fyrir
vangæslu kröfuhafans. Klukkan
er rúmlega sex,“ sagði hann góð-
látlega. „Við vinnum ekki eins
langan vinnutíma hér og gert er
í London."
„Þú ert hér enn,“ benti hún á.
Gat hún virkilega ekki gert neitt
rétt? En satt að segja hafði hún
ekki gert sér grein fyrir að klukk-
an væri orðin svo margt.
„Ég þurfti að ljúka vissum
hlutum.“ Hann þagnaði og
Charlotte horfði á hann. Þau
horfðust í augu og hjartað ham-
aðist í brjósti hennar.
„Ég veit að þetta er ekki auð-
velt fyrir þig,“ sagði Daniel hljóð-
lega. „Það er auðséð af starfsfer-
ilsskránni þinni...“
Hjartsláttinn lægði á auga-
Vikan
45