Vikan - 26.09.2000, Qupperneq 49
þess sem hún, eins og Jo March,
barðist við að ná þroska sem rit-
höfundur og vinna fyrir sér
sjálf. Fjölskyldan lá hins vegar
allt hennar líf eins og klafi um
háls hennar. Jafnvel velgengni
Yngismeyja nægði ekki til að
losa hana undan þeirri byrði að
sjá fyrir systrum sínum og for-
eldrum. Pabbi hennar kallaði
hana jafnan „tryggðartröll
dyggðarinnar" og hann gat trútt
um talað því þessi dóttir, systir
og frænka reyndist sá klettur
sem öll fjölskyldan byggði á og
í hennar vasa seildust ótal hend-
ur eftir aurum.
Árið 1860 skrifaði hún til vin-
ar: „Eg held að ég hafi sál karl-
manns sem hefur fyrir einhverja
duttlunga náttúrunnar lent í
kvenlíkama." Um það leyti var
hún að reyna að vinna sér nafn
sem rithöfundur og hafði gefið
út bókina Hospital Sketches
sem lýsti reynslu hennar sem
hjúkrunarkonu í frelsisstríðinu.
Hún skrifaði einnig um þessar
mundir söguna The Chase sem
lýsir á áhrifamikinn hátt ást sem
breytist í þráhyggju. Útgefend-
ur höfnuðu bókinni en Yngis-
meyjar var strax tekin og vin-
sældir hennar urðu til þess að
Louisa hélt sig við þessa tegund
bókmennta næstu árin. Ástar-
sögurnar An Old-Fashioned
Girl og Rose In Bloom komu
næstar og eru að mati sumra
nánast kennslubækur fyrir
stúlkur um hvernig þær eiga að
lifa eftir hugmyndum
Louisu um kvenréttindi
en samt innan hefð-
bundins kvenhlutverks
þess tíma.
Louisa gafst ekki upp
á eltingaleiknum sínum
því hún gerði margar til-
raunir til að endurskrifa
The Chase þannig að út-
gefendum líkaði en allt
kom fyrir ekki. Bókin féll síð-
an í gleymsku og dá og það var
ekki fyrr en fyrir þrjátíu árum
að hún kom í leitirnar. Kenn-
ari nokkur, Kent Bicknell, sem
safnar alls konar munum tengd-
um rithöfundum og er mikill
aðdáandi Louisu May Alcott,
rakst á handrit hennar í forn-
bókaverslun á Manhattan.
Áður en handritið barst þang-
að hafði það legið ásamt öðrum
skjölum úr dánarbúi Louisu á
bókasafninu í Harvard. Bickn-
ell varð yfir sig hissa að finna
áður óútgefið handrit eftir Lou-
isu og ekki minnkaði undrun
hans þegar hann las bókina.
Bókmenntalegur geðklofi
The Chase, eða A Long Fatal
Love Chase, er nefnilega
reyfari af bestu gerð. Hún seg-
ir sögu þráhyggjukenndrar ást-
ar og er svo spennandi að Ies-
andinn getur vart látið hana frá
sér fyrr en sögulokin eru ljós.
Já, mikið rétt, þetta er ekki bók
eftir Harold Robbins, Jackie
Collins eða Sidney Sheldon,
þetta er saga eftir Louisu May
Alcott. Kent Bicknell varð
strax ákveðinn í að framkvæma
það sem Louisa gat aldrei,
nefnilega að fá bókina útgefna.
Hann fékk lánaða peninga hjá
vini sínum til að búa handritið
í þann búning sem nauðsynleg-
ur er í dag til að útgáfufyrirtæk-
in líti við handritum og síðan
seldi hann Random House út-
gáfuréttinn fyrir 1,5 milljónir
Bandaríkjadala. Sennilega þarf
vinurinn ekki að kvíða því að
lánið fáist ekki endurgreitt.
Hollywood er þegar farið að
undirbúa kvikmyndun sögunn-
ar og bókmenntagagnrýnendur
eiga tæplega orð yfir að sami
penni skyldi hafa ritað The
Rose in Bloom og þennan
IVIarcli-l|(ilskyldan cins og lnin liirfisl
# 1 i IÚ95 <tg ciiis og lciknariiiii sá liana l'yrir scr áriú 1922.
reyfara, sem siðferði Viktoríu-
tímans, en það ríkti óbeislað á
Nýja-Englandi líka, gat ekki
sætt sig við. Sumir gagnrýnend-
ur hafa gengið svo langt að tala
um bókmenntalegan geðklofa.
The Chase fjallar um baráttu
góðs og ills eins og hún birtist í
sambandi þeirra Rosamond og
Philips Tempests. Hún er sak-
laus, falleg en villt í skapi. Hann
er dökkur yfirlitum, ákveðinn
og með stingandi, áköf augu.
Hann spilar fjárhættuspil við
afa Rosamond og potturinn er
rétturinn til að giftast henni.
Hann giftist henni á fölskum
forsendum og fer með hana á
snekkju sína en þegar hún upp-
götvar illsku hans flýr hún.
Hann eltir hana þvert yfir Evr-
ópu og sagan er hröð og spenn-
andi. Rosamond felur sig á
sveitasetri, í klaustri og á geð-
veikrahæli. Flóttinn og eftirför-
in leiða einnig til morðs, fjár-
kúgunar, barnsráns, tvíkvænis
og ástarævintýris með presti.
Kynlífslýsingar eru engar þótt
oft sé andrúmsloftið þrungið
erótískri spennu.
Athyglisvert er að á einum
stað í bókinni stynur söguhetj-
an Rosamond eftir miklar písl-
ir: „Eg myndi með glöðu geði
selja sál mína skrattanum gæti
ég um frjálst höfuð strokið í eitt
ár.“ Án efa hafa tilfinningar
þessu líkar oft
bærst í brjósti
Louisu sjálfrar.
Rosamond er
lokuð inni á
geðveikrahæli
vegna þessarar
frelsisþrár en
það þótti ótvírætt merki um
geðbilun ef konur létu í ljósi ósk
um að standa á eigin fótum
óháðar karlmönnum á þessum
tíma og vitað er að margar kon-
ur hlutu svipuð örlög og
Ti'ikningar sem inyiid-
skreyltu, lýrslu ulgáliir,
Lillle Women og .lo's l$oys,
Rosamond að þessu leyti. í
bókinni The Chase deyr
Rosamond án þess að ná Iang-
þráðu frelsi og það gerði Lou-
isa sjálf einnig. Pegar aðrir fjöl-
skyldumeðlimir náðu því smátt
og smátt að standa á eigin fót-
um án hennar hjálpar virtist
faðir hennar sífellt verða meira
hjálparvana. Það endaði með
því að hún sá um hann allt til
dauðadags og kaldhæðnin hefði
varla getað verið meiri því sama
dag og jarðarför föður hennar
fór fram dó Louisa May, 55 ára
gömul.
Louisa átti hvorki eiginmann
né elskhuga eftir því sem best er
vitað en ljóð sem fannst í fór-
um hennar eftir að hún dó
bendir til þess að hún hafi trú-
að því að mögulegt væri að
kynnast ástinni hinum megin
grafar tækist það ekki í hérvist-
inni. I ljóðinu segir: „I guðdóm-
legri veröld munt þú finna ei-
lífan vin.“ Louisa trúði á endur-
holdgun og líf eftir dauðann
eins og margir hugsæishyggju-
menn. Kannski var það vonda
stelpan í henni sem gerði sér
vonir um ást og hamingju hin-
um megin grafar eða það sem
hún kallaði karlmanninn í sér.
Fleiri reyfarakenndar smásög-
ur eftir hana verða gefnar út á
næsta ári og þá gefst tækifæri
til að kynnast betur þessari hlið
á Louisu May. Hitt er víst að
hún var einstök kona, langt á
undan sinni samtíð í hugsun og
þótt hæfileikar hennar hafi að
sumu leyti aldrei fengið að
njóta sín vegna þess gelda og
þröngsýna samfélags sem hún
bjó í verður þó að dást að henni
fyrir það að hafa kennt ótal
ungum stúlkum að sjálfstæði og
ræktun eigin hæfileika er eftir-
sóknarvert og sjálfsagt.
Vikan
49