Vikan


Vikan - 26.09.2000, Side 57

Vikan - 26.09.2000, Side 57
Árni Pálsson prófessor sagði hins vegar að listin væri svo sem ágæt en hann vildi að guð gæfi að hann hefði aldrei kynnst nokkrum listamanni. En víst er að flestir listamenn gera sitt besta. Þannig hékk skilti á píanóbar nokkrum í Bandaríkjunum svohljóð- andi: „Skjótið ekki píanóleik- arann, hann gerir eins og hann getur.“ Virgil hafði heldur meiri trú á ástundun og vinnu og sagði að æfing og hugsun kynnu að lokum að skapa margt listaverkið. Sjálfstraustið í lagl Sumir hafa mikla trú á eig- in hæfileikum og Neró stundi eftir að hann hafði kveikt í Rómaborg: „Hvílíkan lista- mann missir heimurinn með mér.“ Aðrir hafa minni trú á sjálfum sér og félögum sínum og Jónas Guðmundsson rit- höfundur sagði aðspurður um fyrirhugað listamannaþing að hann væri ekki viss um að það yrði gagnslaust en hann von- aði það. Kjarval var einnig spurður álits á altaristöflu í Bakkagerðiskirkju á Borgar- firði eystra þegar hann dvaldi þar við að mála og svaraði að bragði: ..Ramminn ersvo sem ágætur.“ En hvernig metum við list- ina? Hippókrates sagði að líf- ið væri stutt en listin löng og við yrðum að spyrja okkur hvernig hægt væri að verð- leggja hlut sem entist svo miklu lengur en við sjálf. Kjarval sagði að listin væri ómetanleg en viðleitnin borg- unarverð og Benjamín Con- stant sagði að listin væri fyrir listina án nokkurs markmiðs því sérhvert markmið spilli henni. Þá hlýtur að vera með- talið það markmið að lifa af list sinni sem listafólki verð- ur tíðrætt um í fjölmiðlum. En sagt var um Ragnar í Smára að hann væri fyrsti maður á Islandi sem gerði sér grein fyrir því að listamenn þyrftu að borða eins og annað fólk enda hefur það löngum vilj- að brenna við að fátækt, basl og hálfsvelti listamannsins sé talið hollt sköpunargáfunni. En hvernig upplifum við list? Margir telja að tilfinning- in sé besti leiðsögumaðurinn um lönd listarinnar og segja gjarnan: „Eg hef ekkert vit á list en veit hvað mér líst á.“ Flaubert benti á að tilfinning væri ekki allt, listin yrði einskis virði væri hún ekki bundin í einhvers konar form. Shakespeare kallaði eftir meira efni og minna mál- skrúði en Einstein taldi fal- legustu upplifunina vera dulúðuga. Frá slíkum upplif- unum sprytti öll sönn list og öll vísindi. Og þá erum við komin að tengslum listarinnar við vís- indin. Menn hafa löngum talið að snilligáfa á þessum tveimur sviðum væri nokkuð skyld og listamenn gjarnan vísindamenn. Sennilega eim- ir þar eftir af viðhorfum end- urreisnartímans sem taldi að listin ætti að túlka og nýta sér framfarir í vísindum og hugs- un til að skapa og skilja heim- inn. Listin hefur þó löngum þótt túlka einstaklingseðlið meðan vísindin leitast við að skýra hópsálina. Breskur biskup flutti umdeilda ræðu eitt sinn og sagði að summa hamingjunnar myndi ekki minnka hætishót þótt lokað væri öllum rannsóknarstofum og vísindastofnunum og orku starfsmanna og sjúklinga beint að því að finna formúl- una fyrir hinni glötuðu list að geta komið sér saman. Það myndi hins vegar verða til þess að dæmið gengi upp í samskiptum manna á milli. Vafalaust myndu samskiptin einnig batna við það að menn hefðu í huga gamlan orðskvið þess efnis að listin að vera vit- ur felist í því að vita hvað maður eigi að leiða hjá sér. Umburðarlyndið er sem sagt list sem okkur öllum eru gefn- ir hæfileikar til að ástunda af snilld. Hann hefur þó senni- lega ekki verið sammála því íslendingurinn sem þáði inn- blástur frá Jónasi og sagði: „Landið var fagurt og frítt, en fólkið bölvað og skítt.“ Vikan 57

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.