Vikan


Vikan - 16.02.1984, Qupperneq 4

Vikan - 16.02.1984, Qupperneq 4
HÚSGAGNASÝNINCr í FARÍS AD SITJAEl Dagana 24. nóvember til 11. desember síðast- liðinn var viðamikil sýning haldin í Grand Palais París, undir heitinu „Habiter C’est Vivre” Salon des Artistes Décorateurs — eða „Að búa, það er að lifa”. Þetta var alþjóðleg sýning en á henni var hlutur franskra hönnuða skiljanlega mjög stór. Tilgangurinn með sýningunni var að kynna nýjar hugmyndir og einnig ný hlutföll í skreytilist og Þegar viö setjumst í stól verður okkur sjaldnast hugsað til þess sem „fann hann upp”, hannaði hann eða smíðaði. Fari þó svo er það oftast með óvönd- uðum hugsunum vegna þess að okkur mislíkar smíðisgripurinn. Að þessu leyti hafa stólar, bekkir, rúm og beddar nokkra sérstöðu meðal handaverka mannsins, listrænna eða hag- nýtra, að þau eru því betur gerð því minna sem við verðum þeirra vör. Besti mælikvarðinn á góðan stól er að taka alls ekki eftir því að maður sitji í honum, finnast sem maður hangi í lausu lofti. En þessi mætu húsgögn mega þó hafa fleiri kosti til að bera, þó vart verði þeir taldir eins mikilvægir. Þau ættu að vera endingargóð, þægileg í meðförum, vel sniðin til röðunar, jafnvel stöflunar, aðgengileg til að þrífa og síðast en ekki síst falleg. Frakkar hafa oft notað góða „lógík” til þess að sætta sig betur við hluti sem þeim mis- líkar. Til dæmis segja þeir að út- sýni sé fegurst yfir París úr Montparnasse skrifstofuturn- inum, sem er um eitt hundrað metra hár, þar sem þaöan sjáist hann ekki sjálfur. Þessi rök má svo sem einnig heimfæra á stólinn sem setið er á; útlitiö skipti litlu máli þar sem hann sé að mestu hulinn þeim sem hann situr. Samt er það nú svo að stóll veröur að vissu leyti hluti af þeim sem hann situr og fallegan stól er fýsilegra að setjast í en ljótan. Auk þess er vel hannaður stóll, það er þægilegur stóll, í flestum tilfellum augnayndi ef hans raunverulega form fær að njóta sín. En þetta er eins og með samasemmerkið sem Halli stærðfræðikennari í Hagaskóla útskýrði svo vel hér um árið: Það gildir ekki í báðar áttir, sbr. kýr = dýr, en dýr er ekki endi- lega kýr. — Með öörum orðum stóll getur verið fallegur án þess að vera þægilegur. Húmorísk húsgagnahönn un var nokkuð áberandi á sýningunni. Stólana kallar höfundur þeirra, Louis Delaporte, Riddara hring- borðsins, en þeir hafa hvert sitt sérkenni. Fígúr- an aftar á myndinni (sami hönnuður), Sitjandi maður, er skrifpúlt en fram úr hnjáliðunum opnast tvær „læra-skúffur". Ríkt hugmyndaflug og húmor ræður enn ferðinni í gerð stólanna. Þeir gráu „Sexualité en Mouve- ment" eða Kvikt kynlíf og Blár stóll. Eftir Patrick Cambolin. Hinir tveir heita Tússpennastóllinn og Blýantsstóllinn. Hann- aðir af Chassagne og Guinchet. Buffetið (höf.: Boyeux og Wegrich) og desert-borðið, í senn te- borð og bar (höf.: Gau- bert). Góðir garðstólar, líflega málaðir. Hönnun: Denis Balland (Framl. Fermob). Bruno Schmeltz (málverk). Alain Carré (stóll). Stóllinn sá arna fæst í mörgum út- gáfum, svo sem með stereosamstæðu og sjónvarpi innfelldu í „veggi" hans og í þessum stjörnuhvolfs- og pönkút- gáfum. innanhússarkitektúr. Sýningin átti að vekja fólki löngun til að LIFA ALGERLEGA 1 SAMTú SINNL j Tíðindamaður VIKUNNAR fór á staðinn til» kynna lesendum þessar hygmyndir erlendra °< vonandi gefa meðfylgjandi myndir nokkra bu» mynd um hvað þarna er á ferðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.