Vikan - 16.02.1984, Side 13
TEXTI: ANNA
LJÓSMYNDIR: RAGNAR TH. OG FLEIRI
Leikhús myndlistarinnar
»Þegar við fórum af stað með
"-yart og sykurlaust má segja að
v>ð höfum verið að kanna þanþol
e'klistarinnar. Það er ein bita-
^*Öasta reynsla sem ég hef
omist í. Við Guðjón Pedersen
riÖum á vaðið með góðum mynd-
'starmönnum, Guðjóni Ketilssyni
Brynhildi Þorgeirsdóttur.
etta var meira leikhús mynd-
■starinnar en leikhús orðsins.
Qíó, Guðjón Pedersen, hafði
smíðaö sér stultur eftir útlendri
Vrirmynd og við smíðuðum nokk-
Ur Pör í viðbót og smöluðum múg
0g Wargmenni úr Herranótt
^eantaskólans og fleiri skólum.”
~~ Gengur þú á stultum?
»Eg held nú það!”
pálmann í höndunum
°§ víxlana á bakinu
»Við fengum aðstöðu í Jötuns-
Usinu vestur í bæ, við hliðina á
• Við stefndum að fyrstu
Vningu 25. mars. Það var band-
1 laust veður allan mánuðinn en
100,1 an dag kom sólin og það var
'** veönr allan daginn, frost en
1 t. Þannig var það alltaf, meira
Svart og sykurlaust!
að segja 17. júní. Þá var hræðilegt
veður alla nóttina og við að vinna
vesturfrá. Á meðan sýningin
okkar fór fram var veðrið gott en
byrjaði að rigna um leið og henni
lauk. Við höfum ekki fengið
rigningu á okkur nema einu sinni,
það var í Þjórsárdal um
verslunarmannahelgina.
Við fórum í ferðalag norður á
Strandir eftir 17. júní. Þar lékum
við meðal annars í Trékyllisvík
7979. Kolbrún hefur tvisvar farið til Mexíkó, 1977 og 1979.
fyrir 60 manns. Þangaö hafði ekki
komið leikhús í 2 ár, þá kom leik-
félag úr Húnavatnssýslu, en að
sunnan. . . . nei! Svo fórum við á
Snæfellsnes í júlí.
Við stefndum að því að ferðimar
stæðu undir sér þannig að bensín
og uppihald væri borgað, en auð-
vitað ekkert kaup. Þaö var ekki
fyrr en í sambandi við friðarhátíð-
ina í september, „Við krefjumst
framtíðar”, að við steyptum
okkur í skuldir.
Það var mánaðarvinna að
undirbúa það allt, sex uppákomur
meö hápunkti í Laugardalshöll.
Crass sögðu að svona „show”
þekktist ekki nema hjá þeim
stærstu í Bretlandi, Bowie og
Stones. Þeim fannst þetta
„GRAND”.
Við pökkuðum leikhúsinu
saman í haust, aðallega vegna
þess að við höfðum ekki efni á að
leigja lengur á Hringbrautinni. Ef
maður á að eltast við opinberar
styrkveitingar og það allt situr
maður heila daga hjá ráðherrum
og nefndarmönnum og maður
gerir ekki annað á meðan. Hins
vegar mættum við ótrúlegum vel-
vilja hjá fyrirtækjum og einstakl-
ingum í garð leikhússins og við
förum með pálmann í höndunum
út úrsumrinu.”
Lífsmáti
„Svart og sykurlaust var ekkert
bundið af því að vera leikhús, það
gat alveg eins verið eitthvað allt
annað. Maður skilur alveg leik-
hópa eins og Els-Comediens sem
búa saman uppi í sveit, eiga alla
peninga saman og eru ekki með
börn og fjölskyldur. Þetta er lífs-
máti. Það er ekkert hlaupið að því
að starfa svona hér, með hús, bíl
og börn. Ég fór bara í langt ferða-
lag í sumar og gaf allt annað frá
mér. Það gat ég af því ég er svo
vel gift.
Kannski á leikhús aö vera
svona. Þetta er freistandi líf á
margan hátt og við búum alltaf að
þessari reynslu.
Leikhús er ekki borgaralegt,
frekar en önnur list. Myndlistar-
maður málar ekki frá 9—5. . . ”
— Sumir gera það og ungir rit-
höfundar telja sér það til tekna að
vinna ákveðinn vinnudag.
„. . .mérfinnstþaðekkirétt!”
Með sultutaui og sírópi
„Núna er ég að setja upp Herra-
nótt í Menntaskólanum í Reykja-
vík.” — Hvað ætlið þið að sýna?
„Oklahoma með sultutaui og
sírópi!
Við sýnum í Tónabæ, verðum
með 26 manna hljómsveit og þetta
verður voða væmið og skemmti-
legt. Ég sá kvikmyndina með
krökkunum um daginn og þeir
ætluðu alveg að ærast. Ef þetta er
sett heiðarlega upp og leikið af
einlægni getur útkoman orðið ansi
fyndin og við ætlum að taka þetta
alveg bókstaflega.”
Af hverju þarf allt
að skiljast í leikhúsi?
„Áhugamál fjölskyldunnar
tengjast mjög leikhúsi. Maðurinn
minn, Ágúst Pétursson, kennir í
Fellaskóla og hefur unnið mikið í
félagsstarfi. Við settum upp 10
litla negrastráka með 14 og 15 ára
krökkum og höfum talsvert
starfað saman. Hann hefur líka
unnið við lýsingu hjá Stúdentaleik-
húsinu og hannað ljósin við
sýninguna hennar Messíönu, Bláu
stúlkuna. Það eru engin ljós til
fyrir brúðleikhús svo hann
smíðaði þau úr púströrum. Það
var eins og skreyting í sýningunni.
Svona fíngerð sýning þolir ekki
sterku sviðsljósin.
Við höfum sjaldan tíma til að
fara á leiksýningar, ég reyni
frekar að sjá nemendaleikhús og
7. tbl. Vikan 13