Vikan


Vikan - 16.02.1984, Page 35

Vikan - 16.02.1984, Page 35
\s Draumar Langamma og hringir úr ýmsum málmum Kœri draumráðandi! Svo ég komi mér að efninu ttrax þá dreymdi mig að lang- amma mín, sem er löngu dáin, k°m til mín og brosti svo blítt að mér fannst eins og hrukkurnar v<£ru minni á henni en ég hef séð a myndum og svo sá ég ömmu mina sem er á lífi en bún lá á ^akinu með hendumar á brjóst- kassanum hvora yfir annarri og augun voru lokuð og fannst mér eins og hún lægi á líkkistu. Nóttina eftir dreymdi mig að eS vœri að fara inn í eitthvert barnaherbergi sem ég kannast ekki við og dyrnar voru mjög lág- af °S breiðar (hurðin flöskugrœn a ht) 0g þegar ég œtla inn þá er eirjs og ég sé stoþþuð og mér eru rfttir þrfr hringir einhverrar °nu (ca 50—60 ára) sem ég ekki Pekki og áttu hringirnir að vera Jraþessari fyrrnefndu langömmu rnjnni, Fyrsti hringurinn, sem ég te>k upp' var úr járni eða áli og var hann dökkfjólublár og héldu ~~ó hringir þessum hring og Voru eins og droþar í laginu en nilklu stœrri að sjálfsögðu, mun Hæm en venjulegur hringur, og ltlmir voru alla vega, meðal aPffars kjósgrœnn, fjólublár og °S fleiri litir en ég man þá blar ekki. % setti hringinn á litlafingur Vlnstn handar og skoðaði hann ntj^’S vandlega en sneri mér svo Sfllhnng sem var með þrem þ mstemum samhliða og voru ^ r að innanverðu þegar rjngunnn var kominn á, það er ^ . segJa steinarnir voru ekki á ^ngnum heldur utan með °num, svo var annar rúbín- það^ S6m Vtsa^ * hina áttina, er nær nöglinni, og fannst er að hann œtti ekki að vera á hnn,gnum. o % horfði lengi áþennan hnng hlið°ttl hUnn SV° a ktilafingur við ina á htnum hringnum og r 1 hann svo yfir á baugfingur nstn handar. % fannst allan tímann an ég skoðaði gullhringinn Part af hinum að verið vceri að ýta þriðja hringnum að mér en ég leit aldrei við til að sjá hann. Mig minnir að ég hafi þá verið komin í anddyri barnaherberg- isins og/eða ég fór inn í það og fór að leika mér þar við einhverja krakka. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, 1947—2057. Fyrri draumurinn er tæplega fyrir öðru en góðu, ömmur og langömmur eru prýðilegar í draumum, og fyrir ömmu þína táknar þessi draumur tæplega neitt misjafnt heldur þvert á móti öryggi og rósemi. Til er að vísu sú túlkun á draumatákni sem þessu að hér sé feigð hennar boðuð en venjulega er gamalt fólk, eins og ætla má að amma þín sé, undanskilið og merkingin látin snúast við, það er algengt, samanber að veikindi í draumi boða heilbrigðum veikindi, sjúklingum bata. Eins eru dauðatengd tákn öldruðum yfir- leitt mjög heillavænleg. Seinni draumurinn er af- skaplega hlaðinn táknum. Járn- eða álhringurinn og allir hinir mislitu em tákn fyrir ýmiss konar erfiðleika og þolraunir sem þú munt ganga í gegnum á lífsleið- inni, líklega sjálfviljug, það er líklegt að þú skorist ekki undan er erfiðleikar berja að dyrum. Gullhringurinn í draumnum er svo stórgott heillatákn, merkir að þú munt verða gæfumanneskja (þrátt fyrir erfiðleika) og eiga góða fjölskyldu og vera mikils metin. Rúbínarnir benda til þess að þú munir eiga býsna blóðheita aðdáendur, þrjá úr einni áttinni og einn úr annarri, en líklegast muntu hafna þeim. Herbergið, dyraum- búnaðurinn og leikurinn við börnin staðfesta bara að þú hafnar ekki erfiðleikum enda bendir flest til þess að þú munir þurfa að gegna mikilvægu hlut- verki en ströngu. Vekjaraklukkubíb og happdrættisvinningur Kæri draumráðandi. Eg hef aldrei skrifað áður en vonast til að fá svar við þessum forvitnilega draumi ef hann merkir þá eitthvað. Eg var stödd í stórri verslun og var með Ijósbrúna leðurhand- tösku á öxlinni sem mig langaði til að skila og fá eitthvað annað í staðinn. Eg hafði fengið hana í jólagjöf en í rauninni fékk ég enga tösku íjólagjöf. Afgreiðslu- konan bað mig að oþna hana til að gá hvort eitthvað væri í henni en ég sá bara bréf eins og í öllum nýjum töskum, en allt í einu heyrist þetta svaka bíb, bíb, bíb! Eg horfði forviða á konuna en hún sagði að ég hefði gleymt að slökkva á þjófabjöllunni. Þá sá ég lítinn takka eins og áþeninga- skáþum á töskunni, ég fór alveg í þaník og fannst allir í búðinni vera að horfa á mig en hvernig sem ég sneri takkanum gat ég ekki losnað við þetta bíb, bíb, bíb! Svo vaknaði ég við vekjara- klukkuna mína sem hringdi bíb, bíb, bíb! Eg er með annan stuttan, þar sem mér fannst ég hafa unnið hundrað krónur í hapþdrætti og var svo ofsalega ánægð. Vonast til að fá svar bráðlega. Með fyrirfram þökk. Magga. Þú verður sjálfsagt ekkert ánægð með ráðninguna á fyrri draumnum en það er sjálfsagt að láta hana samt birtast hér í þættinum. Það er nefnilega nokkuð augljóst að hér er ekki tákndraumur heldur óskhyggja og tilraunir þfnar í svefnrofunum til að leiða hjá þér bíb-ið í vekjaraklukkunni og komast hjá því að vakna við það. Þetta er mjög algengt (draumráðandi þekkir það mætavel af eigin raun) og á ekkert skylt við tákn- drauma. Seinni draumurinn er hins vegar dæmigerður tákndraumur og bendir til þess að þér muni fljótlega verða falið eitthvað sem krefst mikillar ábyrgðar, dugn- aðar og elju. Á því leikur enginn vafi að þetta er eitthvað sem þér finnst mjög efdrsóknarvert. Dreymendur: Draumráðning 1 Vikunni er ókeypis (tekið fram vegna fyrir- spurnar) en draumráðandi ræður ekki aðra drauma en þá sem eru merktir með nafni sendanda. Draumar eru ávaílt birtir undir dulnefni sé þess óskað og reyndar er sú regla viðhöfð í flestum til- fellum að birta bara upphafsstafi dreymanda þó ekki sé beðið um nafnleynd. Athugið ennfremur að draumar eru EKKI ráðnir nema þeir séu ætlaðir til birtingar. Ef einhverjum er annt um að fá draum ráðinn en vill ekki að hann þekktist er auðvitað sjálfsagt að breyta einstökum orðum og sleppa öllum manna- og staða- nöfnum. Draumráðandi annar ekki fleiri draumráðningum en birtast í Viku hverri. Mismikið kemur inn af draumum þannig að stundum getur orðið löng bið eftir aö ráðning birtist en stundum er sem betur fer hægt að hafa nokkurn veginn undan með því að sleppa öllum nafnlausum draumum og þeim sem ekki eru skrifaðir til birting- ar. Mánuður líður frá draumráðningu til birtingar. Draumar, sem greinilega eru EKKI tákndraumar, eru ekki birtir nema aðrir draumar, sem hafa forgang, séu ekki til. Þetta eru oft draumar um stráka sem dreymandi er skotinn í og hittir í sjoppunni eða annars staðar en, því miður, þetta eru ekki tákn- draumar og verða oftast að víkja fyrir öðrum. 7. tbl. ViKan 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.