Vikan


Vikan - 16.02.1984, Síða 41

Vikan - 16.02.1984, Síða 41
Sagan um Jsfolhid -^lniargit Sandemo ísfólkið er komið á útsölustaði Morgon Kane LOUIS Masterson 10.000 dollarar fyrir jesse Rawlins Kemurút gD&D Prenthúsiö 20. febrúar Barónsstig 11 b - Sími 26380 "13 Fimm mínútur með HARMLEIKUR Á NORÐURSLÚÐ Þetta var í þá gömlu, góðu daga þegar karlmenn voru karlmenn og ekkert hræddir við að sýna það. Þegar últíma Thule var í raun og veru hulduland þarna norður frá, í þá daga, þegar það var ekkert sem var og hét að maöur flygi yfir norðurpólinn í þægindum og hæg- indum, í nútíma umhverfi með alladínanda svífandi í kringum sig með sígarettur og sjússa í öllum höndum. Nei, þetta var þegar norðurpóllinn var.dálítið virtari en nú gerist. Það var vitað að hann var þarna en það var ekki vitað neitt allt of mikið um hverjir hefðu séð hann og enn minna um hvernig þeim hefði þótt á staðn- um. Og það er einmitt svoleiðis lagað sem æsir upp ferðahungriö. Allir landkönnuðir og allir norður- farar með snefil af sjálfsvirðingu reyndu fyrir sér í norðurpóls- leiðöngrum. Það var stríður straumur ævintýramanna norður af Ellesmerelandi, Grantlandi og Frans-Jósefslandi og öllum þess- um löndum sem nú á dögum eru jafnhversdagsleg og gatið í buxna- vösunum mrnns, en þá var ekki meira en svo að menn vissu hvar þau voru, nákvæmlega. Og svo framvegis. Kannski væri ráð að hefja söguna. Okei, þetta er saga um Amerík- anann Gilbert Hall. Hann hafði komist að raun um að það var al- veg fyrirtak að öngla saman nokkrum aurum á öllu þessu randi þarna norður eftir og þess vegna hafði hann gert sig heimakominn innan um nokkra eskimóa ein- hvers staðar norður undir pól. Þar rak hann leitarstöð sem sér- hæfði sig í að leita að týndum pól- förum. Dag nokkurn, er hann sat með nokkrum indælis eskimóum og drakk kaffið sitt, glumdi símritinn í sífellu og hann tók á móti hrað- skeyti frá New York. — Hér er allt að trompast, sagði í skeytinu. — Það hefur ekk- ert heyrst í norðurpólsleiöangri Roberts Scottman svo árum skipt- ir. Hvað í andsk...hefur orðið af manninum? Hvemig væri að spenna hundana fyrir sleðann, bera á skíðin og storma norður eft- ir til að leita að honum? Gilbert sleppti nokkrum eski- móastúlkum úr fanginu og fór a stað norður á bóginn með sleða, hunda og Alaska-eskimóa. Þetta hafði verið óvenju harður vetur og hundarnir voru orðnir hálfvesald- arlegir. Nú, en einhvers staðar norðvesturfrá, einhvers staðar ekki langt frá útjöðrum Peary Land, komu þeir auga á tjald sern hafði snjóað í kaf. Gilbert stak hausnum inn í það og fann líkið a Wilbur Smith, kortasérfræðing‘ Scottman-leiðangursins. Á upP' hrópunum rituðum í dagbók hans mátti sjá að hann haföi dáið sulti og einnig var þaö staðfes * útliti bókarinnar því hann var bu inn með allt skinn utan af henni og hafði spýtt gyllingunni einn saman út úr sér. Wilbur Srni skrifaði að allir í leiðangrinnn* væru orðnir máttlitlir eftir þrigSJ ^ vikna þrengingar með leiðangn0 um, enda hefðu þeir hvorki feng' vott né þurrt allan þann tíma. Gilbert seildist inn fyrir þnno, skinnanorakkinn til að klóra ser hnakkanum. m — Það er eitthvað hér s . kemur ekki heim og saman, sag hann við Karslenikut, leiðangu stjóra eskimóanna, sem hafði y sér á stafla af niðursuöudos , með öllum heimsins kræsingu*” og var að glugga í gamalt®10,. af Atugagdliutit, Grænlandsp inum. Gilbert leit í kringum j™. snjónum og þar sá hann enn kassa meö niðursuðudósum ^ enn fleiri matartegundum: gr . um baunum, kakói, niðurso mjólk og indælis kínverskum rúllum. , Hann skildi hvorki upp ne ur. Þegar Karslenikut var meö slúöurdálkinn í Grænlan póstinum héldu þeir a -r Nokkrum dögum seinna stóðuP^^, yfir líki annars manns úr ^ man-leiðangrinum. Á mioa ^ hann hafði fest viö brjóst ser fram að hann hafði dáið úr hun 40 Vikan 7. tbl. Willy Breinholst ÞýðAnns ^g enn hristi Gilbert höfuðið. Ná- ^nginn lá ofan á stórum stöflum af niðursuöudósum með söxuðu arnbakjötií sósu. Allt í kring lágu óósir með blönduöu grænmeti. ^ilbert opnaði eina dósina. I enni var ljúffengasta lambakjöt ®ern hann hafði nokkurn tíma nragðaðúrdós. , Gaginn eftir fundu þeir enn e‘nn manninn úr Scottman-leið- angrinum. Honum var komiö najög vendilega fyrir í stafla af SuPudósum og dósum með niður- s°önum ávöxtum, trúlega til aö ann yrði ekki úlfum og sjakölum aobráð. ^, ^egar Gilbert ruddi nokkrum °sum frá kom hann auga á miða ,em festur var viö brjóst hins ‘atna pólfara. , »Roderick McGurk” stóð á ^nnum, „Næstæðsti maður Scott- an-leiöangursins, dáinn úr sulti drebrúarl898.” tn sturlist, tjúllist og nst ef ég held áfram aö hirða þessa gaura upp úr klakanum hérna, dauða úr sulti og pakkaða inn í niðursuðudósir, sagði Gilbert og sparkaði sárargur í dós af sveppasúpu sem lá þarna utan við aðalhrúguna, á bökkum Baffin Bay. En til að gera langa og sorglega sögu stutta þá gerðist það nokkr- um dögum síðar, svo gott sem uppi á norðurpólnum sjálfum, að líkið af Will Brown, kokki leiðang- ursins, fannst. I dagbókum hans var að finna lausnina á ráðgátunni um leiðang- urinn: „Ég get ekki meira,” stóö þar, „kraftarnir þverra. I bráð- um áttatíu og sjö daga hef ég ekki fengiö neitt að borða, ekki einu sinni flís upp í nös á ketti. En það er gott að þetta er brátt á enda. Allir hinir hafa verið á eftir mér allan þennan tíma.... öskuill- ir....bara af því ég gleymdi bévít- ans dósahníf num heima.... ” 13 Stjörnuspá Hrúturinn 21. mars 20. april Þú hefur mikla tilfinningu fyrir smá- atriðum og þaö fer í taugarnar á þér ef allt er ekki í röð og reglu. I lífinu gengur ekki alltaf allt eftir settum reglum, þú mátt búa þig undir að sætta þig við þaö. Nautið 21. april 21. mai Þér hættir til að vera allt of gagnrýninn og smásálarlegur hvað varðar vini þína. Þetta getur orðið til þess að enginn nenni að gera nokkurn skapaöan hlut fyrir þig. Gættu þín á því. Tviburarnir 22. mai 21. júni Á einn eöa annan hátt munt þú verða prófaöur á næstunni og það er undir því prófi komið hvernig þér vegnar fyrri hluta þessa árs. Orvæntu ekki, auðvitaö mun þér ganga allt í haginn. Krabbinn 22. júni 23. júli Þú hefur spennt bogann hátt fyrir næsta ár og vinnur nú af krafti tíl þess að draumar þínir geti ræst. Þar sem mjög bjart er yfir þessum tíma hjá þér er lítil hætta á aö þér mis- takist ætlunarverk Ljónið 24. júlí 24. agúst Þú hefur haft miklar áhyggjur af heilsu þinni, jafnvel hefur þaö orðið til þess að þú sýnir þínum nán- ustu óverðskuldaða skapvonsku. Láttu góða skapiö ráða ferðinni og heilsan verður í fínu lagi. Meyjan 24. ágúst 23. sept. Ef þú ert í nánu sam- bandi eöa sambúð máttu búast við því aðeinhverjirerfið- leikar hrjái þig. Ef þú getur séð þína eigin galla máttu bóka aö allt fellur í ljúfa löö og þú verður hamingjusamari fyrir bragðið. Vogin 24. sept. - 23. okt. Þú ert alltaf ástfanginn. 1 eöli þínu ertu trúr og tryggur einni persónu en ef eitthvaö kemur upp á tekur það þig ekki langan tíma að finna einhvern ann- an. Framundan eru rólegir tímar. Sporðdrekinn 24. okt. 23. nóv. Þú hefur vissar til- hneigingar til að heillast af öllu sem er óvanalegt og fyrir utan hið hefðbundna munstur. Þú verður þá um leið aö læra aö taka ekki athuga- semdir annarra alvarlega, það fylgir nefnilega! Bogmaðurinn 24. nóv. 21. des. Stærsta vandamál þitt er hve erfitt þú átt meö að sýna rétt- ar tilfinningar þínar. Þetta verður oft til þess að aðrir stimpla þig kaldlynda per- sónu. Reyndu að breyta þessu, annars lendir þú í vandræð- um. Steingeitin 22. des. 20. jan. Ástin blómstrar hjá þér með vorinu og allt útlit fyrir að næsta ár verði mjög árangursríkt, bæði í ástarmálum og eins í atvinnumálum. Þú munt fá tilboð sem þú ættir að íhuga vel. .. og hafna! Vatnsberinn21. jan. - 19. lebr. Þú hefur hingaö til sýnt ákveðnum vini þínum mikla þolin- mæði í einhverju sameiginlegu vanda- máli. En þrátt fyrir vilja þinn mun lík- lega koma til ein- hvers konar uppgjörs milli ykkar tveggja. Fiskarmr 20. lebr. 20. mars Þar sem þú ert opinn og glaölegur persónu- leiki finnst þér erfitt að setja þig í spor þeirra sem vilja eiga sín leyndarmál í friði. Gættu tungu þinnar á næstunni, gamall vinur á það inni hjá þér. 7- tbl. Vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.