Vikan


Vikan - 16.02.1984, Qupperneq 46

Vikan - 16.02.1984, Qupperneq 46
FRAMHALDSSAGA „Nei.” „Hvers vegna varstu ekki hátt- uö þá? Hvaövarstuaögera?” „Ekkert. Ég var bara ekki syfj- uð. Annað var þaö ekki. Ég vildi ekki slökkva ljósiö og dró þaö aö hátta mig. Svo heyrði ég í fugli en það var ekki fugl. . .” Hrollur fór um Dany þegar hún minntist hljóösins og hún sagði meö erfiöismunum: „Þaö var ungfrú Bates. Hún hlýtur að hafa veinaö þegar hún datt. Svo heyrði égdunk. . .” Hún sagöi honum frá því og hvernig hún fann lík Millicent og frá bréfmiöanum og Larry Dowling sem haföi verið í garöinum rétt áöur. „Dowling,” sagði Lash dræmt. Hann virtist vera að hugsa eitthvaö, svo hristi hann höfuðið eins og til aö afskrifa Larry Dowling ogsagöi: „Heyrðirðu alls ekki neitt annað? Ekkert fótatak? Ekkert? Þú hlytir aö hafa heyrt fótatak ef einhver hefur beðiö eftir að hún færi niöur stigann og hrint henni.” „Nei. Ég heyrði alls ekki neitt. Bara skræk og dunk. Ekkert annað. . . Nei, nei mér skjátlast. Ég heyröi eitthvað annaö. Eins konar marr eins og. . .” Hún fitj- aði upp á efri vörina til aö reyna að finna orð yfir hljóöið en gafst upp. „Ég veit ekki hvað þaö var. En það var ekki fótatak. ’ ’ Lash yppti öxlum. „Sleppum því. Staöreyndin er.sú aö þú varst á fótum og það heföi ekki litið vel út ef bréfiö heföi fundist því að þaö heföi stutt þá tilgátu að þ'ú hefðir skrifað þaö. Þaö hefði ekki verið glæpsamlegt en þó bent til þess aö þú hefðir beðiö ungfrú Bates að tala viö þig og hún dottið á leiöinni og hálsbrotnaö. En þetta hefði allt gjörbreyst um leið og þú segöir að þú hefðir ekki skrifað bréfiö og sennilega heföi enginn trúaö þér. Þá hefðirðu veriö spurð hvers vegna þú værir að neita þessu þrátt fyrir allar staðreyndir og svo hefðu þeir komist að því að þú ert ekki frekar ungfrú Kitchell en ég og að þú fórst frá Englandi á fölsku vegabréfi til að losna undan morðákæru. Það heföi ekki litiö vel út og þó að þú hefðir kannski geta kjaftaö þig frá annarri ákær- unni eru litlar líkur á að það hefði tekist meö báðar. Þess vegna verður slysið í gær að halda áfram aö vera — slys! Allt annað er of hættulegt. Því fyrr sem við losum okkur viö þennan eiturmiða því betra.” Hann tók upp kveikjara, opnaði hann og hélt einu horni miðans í loganum. Dany stundi: „Lash, þetta máttu ekki — þetta er sönnunargagn!” „Já, en verður það ekki lengi. Án þessa helmings skiptir sá inni hjá þér engu og ekkert bendlar þig viðungfrú Bates.” Hann horfði á blaöið, sem hafði lokkað Millicent út í dauðann, sortna og brettast upp og blossa upp og hann sleppti því þegar hann gat ekki lengur haldiö á því og muldi það meö hælnum. Hann þagði andartak, yggldi sig yfir dældinni undan hælnum og sagði svo dræmt: „Ég vildi óska aö ég gæti fariö með þig héðan en ég get þaö ekki. Það lítur illa út ef við reynum að sleppa. Samt er hvort tveggja hættulegt. Heyrðu, Dany, lofaöu mér einu.” „Hverju?” spurði Dany óstyrk. „Farðu aldrei út á nóttunni. Læstu þig inni og svaraðu ekki þótt einhver berji aö dyrum eöa ýti blaði undir hurðina, ekki þó aö móðir þín skrifi undir og það sé með rithönd hennar. Snertu það ekki. Láttu mig fá það næsta morgun. Faröu ekki í neinar téte- á-téte ferðir — nema með mér! Skilið?” Hann brosti til hennar en brosiö náöi ekki til augnanna og Dany sagði: „Hvers vegna vill einhver mér illt? Hvers vegna reynir einhver að skella skuldinni á mig? Það var annað áður — þegar ég var með kortiö eöa vísbendinguna eða hvað sem það var. En því var stoliö. Sá sem vildi fá það fékk það. Hvers vegna hættir þetta ekki? Hvers vegna var verið að myröa ungfrú Bates?” Lashsagði: „Vegna þess aöhún var alltaf að segja okkur að hún hefði verið nálægt húsi lög- fræöingsins þegar náunginn sem myrti hann hefði verið á leiðinni inn til að gera það. Sá hinn sami veit að þú varst í nágrenninu og hann er aö gefa þér bendingu um að þegja eöa þú hafir verra af! Annaðhvort er þetta svona eöa hann er að nota þig sem væntan- legan sökudólg ef hann þarfnast hans. Það gera andskoti margir andskoti margt fyrir þrjár milljónir — þér er óhætt að trúa mér! Þess vegna áttu að vera gætin. Ég á viö gætin! Við verðum að eiga við lögregluna eftir einn eða tvo daga og eftir það sér hún umallt.” Dany neri saman höndunum og kveinaði: „Lash — égerhrædd.” „Þú ert ekki ein um það!” svar- aöi Lash með sannfæringarkrafti. „Ég hef aldrei verið jafnhræddur um ævina. Mér líst ekkert á aö eitt þeirra þarna á húsþakinu skemmti sér við morð og ég vildi aðég hefði byssu.” „Það getur ekki verið eitt okkar! Þaöeróhugsandi!” „Enga vitleysu, Dany. Þaö er ekki um aðra að ræða. Það er einhver sexmenninganna. Þú, ég, Amalfi, Gussie Bingham, suðræni elskhuginn eða Larry Dowling. Þú mátt velja!” Hrollur fór um Dany og Lash faðmaði hana allt í einu að sér, þrýsti henni fast aö brjósti sér og ýföi hræðilegu, rauöu lokkana með lausu hendinni. Hann sagði: „Eg veit það, vinan. En þetta verður eins eftir heila öld. ” Dany tautaöi eitthvað óskiljan- legt viö öxl hans og hann studdi hendinni undir höku hennar og lyfti henni. „Hvaö sagðirðu? Ég heyröiþaðekki.” „Ég sagði: V-varaöu þig á g- gleraugunum mínum.” „Mér hefur aldrei litist á þau,” sagöi Lash, tók þau af henni og kyssti hana blíðlega. Þaö er aö segja, hann ætlaði sér það en þannig fór það ekki. Hann byrjaði vel en kossinn endaði ööruvísi og loks stóö hann þama undrandi yfir því hvað honum hafði brugðiö. „Fyrsti kossinn þinn?” spurði hann og hélt henni frá sér. „Já,” svaraði Dany ringluð. Hún var ákaflega fögur og furðu- leg í björtu tunglskininu. „Hvernig veistu það?” „Ég hef reynsluna,” sagöi Lash þurrlega. „Jæja, þetta nægir í kvöld því enginn veit hver endirinn verður ef við höldum svona áfram.” Hann laut niður og tók upp gler- augun sem höföu dottið í sandinn, dustaöi þau og setti á nef hennar. „Þetta nægir í dag, ungfrú Kitchell. Ég held við ættum að koma okkur til hússins og loka þig inni. Hvað viökemur síöasta at- riðinu vil ég gjarnan fá það á morgun —íþríriti.” Hann fylgdi henni yfir hvítan sandinn og inn um hliöið að húsinu. Þar rákust þau á Larry Dowling sem stóð í skugganum viö grunna tjörn umkringda fugla- styttum. Þau heföu kannski misst af honum hefðu þau ekki se glóðina speglast í vatninu og fun iðlyktinaaf sígarettunni. Lash nam staðar og sagði: „V Chiago?” en Larry gekk fram j birtuna og sagði: „Nei. Þú er skarpur. Þetta var ein sígaretta hans. Ég er ekki hrifinn af Þernl' Gaman á ströndinni ? ” . I „Já, takk fyrir,” sagöi Lasr stuttur í spuna. „Ertu á leiðina þangað?” , ,j| „Nei. Ég rölti bara um,” sag Larry. „Rölti bara um.” .j, Lash sagöi: „Ja, ekki ætlum vi aö tefja þig,” og fór upp stíginn a veröndinni. Það voru aöeins tvö eftir u ; Amalfi og Eduardo. Þau litu u fyrir aö hafa verið að rífast e þögnuöu þegar þau heyröu f° u takið og Amalfi sagði hvass j „Nú, eruð það þið? Ég vona aö P hafið gengið frá ykkar málm11 viðunandihátt!” j, „Hvort við gerðum,” sagði La elskulega. „Takk fyrir umhyge) una.” j Amalfi hló. „Gussie hafði ret ^ mæla. Þú ert þrælahaldari. Efe' _ farin að halda að „viðskiP1- ganga fyrir öllu” séu einkunn3 orðþín.” .1 „Þessir Bandaríkjamen > sagði Eduardo. „Svo afkas ^ miklir, svo miskunnarlausir svo kraftmiklir. Það dásamlegt.” . . Amalfi flýtti sér að segJ f „Lorrie bað mig um að bjóða P góða nótt, Lash. Þær Gussie uðu báðar snemma að sofa. , vildi vita hvort þig langaöi me fiskmarkaðinn á morgun- GuS langar að sjá hann. Hún seí! ganga af göflunum ef hún ha bara hérna og Lorrie sagði a ættir að borða morgunmat k u ^ an átta ef þú ætlaðir með P^1 ^ bíllinn færi skömmu seinna-Ln sagði henni að ég byggist ek 1 Las'1 að þetta væri neitt fyrir þig- Þér skjátlaðist,” sagöi ^- ^ han|1 jafnelskulega. „Ég er hrifinn fiski. Hvar er Tyson? F°r líkasnemmaaðsofa?” $ „Nei. Þeir Nigel eru ÍainS, j $ og þiö. Þeir eru að vinna 1 breytingar.” { t\ „Þeir hafa ekkert sl® ^ því,” sagöi Lash og sneri se ^ Dany. „Þetta minnir mig a e. A . Eg þarf aö gera smávegis að fá ritvélina þína lái Ég fer bara upp með þér hanaef þaðerílagi.” ^ ^ Framhald í næsta blaöi. 46 Vikan 7> tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.