Menntamál - 01.12.1933, Page 8
136
MENNTAMÁL
Veggkort stækkuð og dregin uijp meS
lijálp skuggamyiiílavéiar.
MeS þessum fáu línum vildi eg vekja athygli kennara á
því, a‘S vandalítiS er aS búa til margskonar veggkort me'S hjálp
skuggamyndavélar, og er þaS gert á þá leiS, sem hér segir:
ViS tökum teiknipappír — örk ca. 170X150 sm. aS stærS og
festum á töfluna (meS teiknibólum). Myndina eSa kortiS, sem
stækka skal, tökum viS síSan og setjum i skuggamyndavél-
ina og stækkum þaS og minnkum eftir vild á töflunni. Eftir
aS viS höfum fengiS hana hæfilega stóra og skýra, fáum
viS okkur venjulegan teikniblýant og gerum alla aSaldrætt-
ina á kortiS, með þvi aS fylgja línunum, sem fram koma á
myndinni. Þegar þaS er búiS, tökum viö örkiria niöur og
skýrum drættina meS teiknipenna og bleki, veröa þá allar
línur hreinar og varanlegar. Þá er korti'S litaS, eftir þvi sem
viS á og er best aS nota til þess vatnsliti, t. d. Reevs’ Vand-
farver (litirnir leysast upp i vatni). Þegar örkin er þurr er
bún tekin og límd á hæfilega þunnan striga og trérúllur síS-
an settar á tvo kanta eins og tíökast á venjulegum landa-
kortum. Einnig má taka teikniörkina meS myndinni á og líma
hana á pappaspjöld í staS striga —• munu þau fást hjá bók-
sölum í Reykjavík og bókbindurum víSa út um land. ÞaS
liggur í augum uppi, að hér er maður ekki bundinn við landa-
kortin ein, þó þessi aSferS muni fyrst og fremst vera notuS
í þágu landafræöiskennslunnar, — en hún getur engu aö síSur
komiö aö miklum notum viS dýrafræSiskennslu, ef rétt er
meS fariö. I þvi tilfelli má taka myndir upp úr hvaöa bók
sem er og stækka og líma á spjöld, en óvíða mun þó vera
betra aö koma aöferö ]>essari við en í grasafræði. Myndir
þær er liggur beinast viS aS taka upp^.i dýrafræöi á þennan
hátt, eru myndir af hinum einstöku líffærum dýranna, svo