Menntamál - 01.12.1933, Qupperneq 18

Menntamál - 01.12.1933, Qupperneq 18
146 MENNTAMÁL Eiindi Eiríks Jönssonar flutt við vígslu heimavistarbarnaskólans að Brautarholti á Skeiðum, 16. des. 1933. Góðir áheyrendur! Þa'ð þykir hlýða að gera nokkra grein fyrir tildrögum og sögu hyggingar þessarar, sem við erurn nú stödd i, þar sem þessi samkoma er minning þess, að verk það, sem hér hefir verið unnið, er nú fullgert, eða að svo miklu leyti er gert verð- ur í þetta sinn, þó taka megi þaö fram, að enn er æði margt, sem gera þarf til fullkomnunar því. Hér í þessari sveit, eins og víðast hvar annarsstaðar, var barnafræðslu æði ábótavant fram yfir síðustu aldamót. Mun öllu eldra fólki það kunnugt, en fyrir ungu kynslóðina er það endursögð saga um úrelt fyrirkomulag á uppeldismálum þjóð- arinnar, sem þó því miður er enn að finna æöi víða í sveit- um landsins. Allir þeir sem fræðslu unna og hafa ekki átt kost á að njóta þess, sem nú er í té látið, til þess að gera hvern ein- stakling að betri þegn í þjóðfélaginu, líta með söknuði til þess, hvers þeir hafa farið á mis með tilliti til þeirrar aðstöðu og þeirra skilyröa, sem nú eru að verða. Vér getum hér í kvöld hugsað um þann mismun á kjörum kennara og aðstöðu barna, þegar kennarinn varð að ferðast bæja milli, dvelja 1—3 vikur á hverjum, án nokkurs sérstaks fyrirfram ákveðins skipulags, eiga það undir dutlungum ráðamanna, hvernig þeim væri ráðstafað í það og það sinnið, verða að hafast við í köldum, þröngum og lélegum húsakynn- um, ef til vill innan um annað fólk, snauðir af öllum kennslu- áhöldum, og hafa þar að auki ekki átt lcost á að afla sér þeirr- ar sérþekkingar, sem til þess þarf og nú er krafist, að vera sjálfir hæfir til starfsins. Með lögum um fræðslu barna frá 1907 breytist þessi að-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.