Menntamál - 01.12.1933, Side 17

Menntamál - 01.12.1933, Side 17
MENNTAMÁL 145 rétt, heldur niuni hitt sönnu nær, að áður fyrr hafi veriö miklu minni munur á því, hve sveitirnar hafi haft upp á fábreyttari skemmtanir og menningarskilyrði að Ijjóða en þorp- in og kaupstaðirnir. Héraðsskólarnir hafa nokkuð bætt úr þessurn mismun, en þar sem þeir eru svo fáir, þá geta þeir ekki bætt úr brýnni þörf allra sveita á landinu á skjótsóttum og almennum samkomu- og menningarstað, en það geta heirna- vistarskólar með líku sniði og skóli Skeiðamanna eða Rang- vellinga. (Sjá hina ágætu grein Aðalsteins Eiríkssonar, kenn- ara í Reykjavík, „Fræðslumál sveitanna", í 6,-—7. tbl. Mennta- mála). Nú munu margir segja sem svo, að það sé hægðarleikur fyrir fjölmennan hrepp að reisa fullkominn heimavistarbarna- skóla, en slíkt sé óframkvæmanlegt í fámennum hreppum. Þessir menn hafa mikið til síns máls, en mjög víöa hagar svo til, að 2—3 hreppar gætu sameinast um einn heimavistar- skóla. Mér til mikillar ánægju skal þess getið hér, að eg' hefi orÖið þess var á þó nokkrum stöðum, að farið er a'ð ræða um slíka sameiningu og þykir mér sennilegt að víðar sé komin hreyfing í þá átt. Eg vil hér með skora á alla þá, sem hug hafa á því að bæta kjör barna- og unglingafræðsl- unnar, að beita áhrifum sínum til þess, að athugaðir verði möguleikar til sameiningar skólahéraða urn fullkominn skóla, er veiti viðkomandi hreppsbúum sem staðbesta þekkingu, bæði andlega og verklega, og ennfremur ýmsan fróðleik og skemmtanir er til heilla mega verða bæði ungum og gömlum. Helgi Elíasson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.