Menntamál - 01.12.1933, Síða 25
MENNTAMAL
153
18,65X7,60 metr. aS meötaldri forstofu og baöherbergi, meö
hæö undir loft 4,8 metr.; steypt meS einföldum vegg'jum, en
klætt aS innan me8 pappa og þiljum. Hér undir norðurenda
]>ess er kjallari fyrir eldiviöargeymslu o. fl.
Vinna viö bygginguna hefir oröiS um 1300 dagsverk, og
er hún aÖ öllu leyti framkvæmd af hreppsbúum sjálfum, að,
fráskildri vinnu yfirsmiös og múrara, er hér liafa unniö um
200 dagsverk. Steypuefni allt, sandur og möl, var flutt á h'est-
vögnum, og‘ eru þaö um 300 hestadagsverk.
Nú má gera rá‘Ö fyrir a'Ö sumir spyrji: Getur þetta náÖ til-
gangi sínum, er okkur þetta ekki ofvaxiö og óþarft og alltof
viÖamikiÖ ?
Því er ekki hægt aö neita, aö slíkar raddir heyrast alltaf.
Til eru þeir menn, sem líta svo á, aö flest sé fullgott fyrir
sveitir ])essa lands, og þeim heri ekki a'Ö hugsa hátt. Þess
hefir oröiö fullkomlega vart, liæöi i Irlöðum og ræöum, jafn-
framt meðal ýmsra menntamanna þjóöarinnar, að enga nauö-
syn beri til að veita neinum menningarstraumum inn í sveit-
irnar. Á eg þar meðal annars viö þau óm'ildu ummæli og'
þann ósanngjarna oröróm, er reynt hefir verið aö koma inn í
meövitund fólksins um alþýöuskólana. Þeir hinir sömu menn
skilja þaö og vita, aö meö meiri fræöslu, meira víösýni á
liögum fjöldans, er veriö að skapa skilyrði til frekari gagat-
rýni á starfi þeirra manna, er einir vilja ráöa yfir uppeldis-
málum þjóöarinnar til meiri einangTunar hennar og vanþekk-
ingar.
Til þess að skilja hinn eðlilega hugsunarhátt samtíðarinn-
ar, og til ])ess að veröa nýtari og betri borgari og starfhæf-
ari meðlimur í þjóðarheildinni, er fyrsti vísirinn lagöur með
fræðslu ungdómsins. Það er hugsun þeirra manna, er skilja
þaÖ og finna, hvar skórinn kreppir að, að 1)æta þau skilyrÖi
til hins ítrasta, og einn þátturinn í þeirri menningarkeðju
er bygging þessa húss.