Menntamál - 01.12.1933, Síða 9

Menntamál - 01.12.1933, Síða 9
MENNTAMÁL 137 sem af meltingarfærum, hjarta, tönnum, fótum o. fl. Sem dæmi má nefna héstfótinn meö sínum breytingum, hjarta spen- dýra og skriödýra. Ur lífi skordýranna gætu dæmin orSifi mýmörg og j>arf ekki lengur aö telja. Þá mun flestum kennurum vera þaS kunnugt, hve erfitt reynist alla jafnan aö íá til kennslunnar hin nauösynlegustu áhöld og er ýmist um aö kenna fjárhagserfiðleikum eöa þröng- sýni hreppsnefnda og skólanefnda. Þaö er því ekki ólíklegt aö marg'ur áhugasamur kennari vildi nota þetta ráö, með þeim öörum, sem hann kann að hafa fundiö, til þess að auðga skóla sinn að hjálpargögnum og áhöldum og létta þannig starfið og' tryggja árangur þess. í sambandi við þetta vildi eg minnast á kortteiknarann (Pantograf). Þaö er ódýrt en þægilegt áhald, sem getur orðiö til mikillar hjálpar viö landafræðiskennslu. Er hann notaður til þess að stækka kort, sem dregin eru upp á töflu meö venju- legri töflukrit., Muu öllum kennurum vera það ljóst, hve mikið má úr því vinna, meö því að láta börnin starfa að því sem mest sjálf aö útfylla kortiö, eftir því sem viö á, enda hefir aðferðin gefist mjög vel þar sem hún hefir verið reynd. Rissa sú, er hér fylgir, sýnir hlutföllin i kortteiknaranum og ætti að gefa mönnum nægilega hugmynd til þess að geta búið hann til eftir því. Er hér átt við stærö nr. II, eða 1: 5. Annars geta menn pantað hann frá verslun V. Richters, Vester- brogade 2 C., Köbenhavn K. Fæst hann þar í þremur stærð- um, 1:4, 1:5 og 1:6 og kostar 5—6 kr. Súöavik, 30. des. 1933. Sigursteinn Magnússon.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.