Menntamál - 01.12.1933, Síða 28
MENNTAMÁL
156
og viö sjó, einum kennara í hverjum skóla. Jafnframt voru
kennurununi send bréf frá okkur og frá fræöslumálastjóra,
þar sem ])eir voru vinsanilega beönir að greiða fyrir ritinu,
og veita svör um undirtektir sínar sem fyrst. Allmargir kenn-
arar brugöust vel og drengilega viö og hjálpuðu Sunnu af
hinni mestu prýði, og þökkum við þeim hér með sem best
veitta aðstoö. — En þvi miður svaraði töluvert meira en helm-
ingur kennara bréfi okkar engu — skiluðu ekki einu sinni
eintökum þeim, af 1. hefti, er þeim voru send í fullu trausti.
Leiðir af því, að 1. hefti má nú heita gengið til þurðar, og
geiir það birgðir ]iær, sem til eru. af öðrum heftum, verð-
minni en ella.
Við fengum ekki nauðsynlega kaupendatölu að Sunnu, svo
að tjón okkar á 1. árgangi er 1400 kr., auk útlagðrar vinnu
okkar. Hér að auki eru 400 kr. útistandandi hjá kennurUm,
fyrir eintök, sem þeir hafa pantað og fengið, en ekki greitt.
Við mégum ekki við slíku tjóni, og hættum því útgáfunni •—
sárnauðugir þó — i haust er leið. Er annað tveggja, að við
höfum „fallið“ á prófi þvi, er við gengum undir, er við hóf-
um útgáfu barnarits, er ætti skilið að lifa; eða kennarastétt-
in hefir „fallið“ á prófi því, er tilraun okkar var á álmga
hennar.
Vrö þökkum öllum þeim, er reynst hafa Sunnu vel á ein-
hvern þátt, og börnunum, sem lásu hana, eigi sist. Biðjurn
við kennara að skila ]rví þakklæti. Þakkir okkar ná einnig
til þeirra, sem hér eftir greiða skuldir sínar við Sunnu, eða
endursenda óseld eintök af 1. hefti hennar. Utanáskrift út-
gefenda er: Pósthólf 406, Reykjavík.
Reykjavík, 31. janúar 1934.
Aðalsteinn Sigmundsson. Gunnar M. Magnúss.
Til kaupendanna.
Samtímis ]æssu tölubl. Menntamála er kaupendum send
póstkrafa fyrir andvirði yfirstandandi árgangs Menntamála.
Nokkrir kaupendur eiga enn ógreiddan siðasta árgang og er
póstkrafa þeirra þeim mun hærri.
Menntamál. Vcr'ð 5 kr. árg. Afgr. i Arnarhvoli. Sími Arnarlivoll.
FélagsprentsmiSjan.