Menntamál


Menntamál - 01.06.1939, Page 12

Menntamál - 01.06.1939, Page 12
10 MENNTAMÁL kennslumálastjórnina til að skipa nefnd 1934 til að endur- skoða fræðslulögin. í henni störfuðu Snorri Sigfússon, for- maður, Pálmi Jósefsson, Björn H. Jónsson og ég. Nefndin skilaði frumvarpi, sem lagt var fyrir Alþingi 1935. Var því frestað þá, og sent til umsagnar kennara og skólanefnda um allt land, og einnig fengnir menn að tilhlutun Sam- bandsins til að ferðast um landið og leita álits um frum- varpið. Nálega allir kennarar og langflestar skólanefndir, sem létu uppi álit um málið, tjáðu sig frumvarpinu fylgj- andi í aðalatriðum. Var það síðan samþykkt dálítið breytt á þinginu 1936. Áttu þeir Bjarni Bjarnason, Ásgeir Ásgeirs- son, Haraldur Guðmundsson og Pétur Halldórsson mestan þátt í framgangi þess á þingi. Efni hinna nýju fræðslulaga er kunnugt öllum lesöndum Menntamála og verður því ekki rakið hér. Árangur þeirra er ekki til fulls kominn í ljós enn. Þess má þó geta, að samkvæmt skýrslum fræðslu- málaskrifstofunnar frá síðustu árum, hefir lestrar- kunnátta barna tekið miklum framförum á þeim stöðum, þar sem skólaskyldan hefir verið færð niður. Þegar litið er yfir þetta 50 ára tímabil, þá má það vera augljóst hverjum manni, að á því hafa orðið geysi miklar framfarir í fræðslumálum þjóðarinnar. Löggjöf hefir verið sett um fræðsluna, æðri sem lægri, kennaraskóli stofnaður og starfræktur, skólakerfinu komið í ákveðið form, skólar hafa verið byggðir viðsvegar um landið, þar með taldir hinir glæsilegu héraðsskólar í sveitum og gagnfræðaskólar kaupstaðanna. Námsbókaútgáfa hefir komizt í betra horf. Heilsuvernd barna hefir stórlega aukizt, þar sem hennar er mest þörf, í kaupstöðunum. Þar fá börn daglega mjólk, lýsi og sumstaðar mat í skólunum, ennfremur sumstaðar ljósböð og sund. Hreinlætið hefir stórlega aukizt fyrir at- beina skólanna, t. d. hefir lús á skólabörnum í Reykjavík minnkað frá því að 60% barnanna voru með nit eða lús, niður í 2—3%. Af öllu þessu og mörgu fleiru hafa kennara-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.