Menntamál


Menntamál - 01.06.1939, Page 60

Menntamál - 01.06.1939, Page 60
58 MENNTAMAL Og er nokkur skynsamleg ástæða til að halda það, að af þessu geti þau haft heilsutjón. Má ekki miklu fremur skoða það sem heilsuuernd, bæði andlega og líkamlega? Ég er í engum vafa um að svo er það, enda munu allflestir foreldrar líta þannig á það er stundir líða. Þá er hins að gæta, hvort þetta skólastarf tefur börnin frá vinnu heima. Hér er aðeins, í langflestum tilfellum, um 7, 8 og 9 ára gömul börn að ræða, og varla meiri tíma en 3—4 stundir á dag. Því mun áreiðanlega erfitt að halda fram með nokkrum frambærilegum rökum, að börn á þessum aldri séu svo nauðsynleg og ómissandi við heima- störf, að fyrir þá sök hvorki eigi þau né megi sækja skóla né sinna námi. Það kunna að vera á þessu nokkrar undan- tekningar, en almennt getur það ekki verið, enda hlyti það þá að mega teljast miður heppilegt frá sjónarmiði hollustu- hátta og heilsuverndar, og því má ekki gera ráð fyrir slíku. Það verður því að teljast fullkomlega réttmætt að halda því fram, hvort sem litið er á þetta frá menningarlegu eða „praktisku“ sjónarmiði, að lenging skólaárs litlu barn- anna sé skynsamleg ráðstöfun og nauðsynleg til úrbóta á óhæfu ástandi. Og þá jafnframt það, að önnur heppi- legri og raunhæfari leið sé ekki fyrir hendi. Nú á þetta vitanlega fyrst og fremst við þéttbýlið. En um dreifbýlið fóru lögin bil beggja í þessum efnum. Þar voru gefnar frjálsari hendur. Þær sveitir, sem sinnt geta lestrarkennsl- unni í heimahúsum, svo í forsvaranlegu lagi sé, fá það íhlutunarlaust af því opinbera. Þær þurfa ekki að taka börn í skóla fyrr en með 10 ára aldri. Um hitt er stefna laganna markviss og ákveðin, hvernig dreifbýlið eigi að leita úrræða með fræðslu barnanna eftir 10 ára aldur. Það sé gert í heimavistarskólum, þar sem unnið sé að því svo sem unnt er, að sameina hreppa, er landfræðilega og hags- munalega eiga hægt með að vinna saman um einn og sama skóla. Ég er sannfærður um það, að þessi höfuðstefna fræðslulaganna er rétt, og hið eina úrræði sem komið verð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.