Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 83 dagsverk, laxinn, kettlingar, þreytumerki, fullkeyptur, snjórinn, óbyggðir, Reykjavík, háttprýði.“ „Börnunum var sagt,“ segir Stefán til skýringar, „að skrifa öll orðin með litlum staf, nema þau, sem þau álitu vera sérnöfn.“ „Hve miklar reyndust ársframfarirnar vera?“ „Misjafnar. Mest framför hjá börnum, sem ég hef próf- að tvívegis, er 12—15 orð. Meðalframför mun vera ná- lægt 5 orðum. Alls staðar hefur reynzt vera um framför að ræða, þótt þeim, sem kennslustarfið vinna, finnist hægt ganga á stundum. Auk þessa litu prófblöðin yfir- leitt betur út seinni veturinn, skriftin var léttari og blöð- in hreinlegri.“ „Frágangurinn er nú alltaf mikils virði,“ segi ég. „Já, hann er það. Ég lét börnin líka skrifa neðst á blaðið nafn sitt, heimilisfang og fæðingardag og ár. Þá kom það í ljós, að fjöldi barna, sem vel voru að sér í réttritun að öðru leyti, skrifuðu þessi einföldu atriði rangt að einhverju leyti. f hverjum skóla vakti ég at- hygli kennara og barna á þessu. Það er nauðsyn, að smá- atriði, sem daglega þarf á að halda og mesta athygli vekja, ef þau eru röng, séu þaulæfð í skólunum.“ „Hvað virðist þér mest há réttritunarkunnáttunni?" „fslenzk réttritun er erfið og kostar geysilega æfingu og endurtekningu, og góður árangur næst ekki á stutt- um tíma. Undirstaðan að réttritunarnáminu er lögð á heimilunum, þar sem börnin læra málið tveggja til sjö ára gömul. Það er áríðandi, að þessi grundvöllur sé sem bezt lagður, því að börnin geta búið að því alla ævi, ef þar verða mistök á. Og ef til vill læra börnin meira í beygingarfræði málsins á þessum árum en öll sín skólaár. Þá er eitt atriði, sem ekki má ganga fram hjá: Sjónar- næmi barna virðist vera höfuðstyrkur þeirra við rétt- ritunarnámið, og tel ég því, að yfirleitt eigi að varast að láta börnin sjá rangar orðmyndir. Glundroðinn, sem

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.