Menntamál - 01.04.1944, Page 8

Menntamál - 01.04.1944, Page 8
86 MENNTAMÁL byggingu þeirra. Þar sem ekki er aðstaða til að koma á fót fullkomnum heimavistarskólum, álít ég, að ríkið og sveitarfélagið eigi að koma upp tveimur sæmilegum kennslustofum á heimilum þar sem hagstæðast er í hverri sveit, því að ég tel það standa farskólahaldi mest fyrir þrifum að kennslustaðirnir eru yfirleitt alltof margir og aðbúð á kennslustöðum fullnægir ekki lágmarkskröf- um.“ „Hverjar lágmarkskröfur áttu þar við?“ „Við ræddum um það, námsstjórarnir, er við hófum starf okkar, að lágmarkskröfurnar hlytu að vera þær, að skólastofurnar væru hitaðar með kolaofnum, mið- stöðvarofnum eða rafmagni, en ekki með olíuvélum, og að ekki væri setið á baklausum bekkjum eða öðrum slík- um sætum. Enn fremur að á hverjum skólastað væri til salerni og aðgangur að handlaug á hentugum stað.“ „Ég vil leggja áherzlu á það,“ segir Stefán enn fremur, „að allar umbætur í skólamálum strjálbýlisins eiga að miðast við hina fornu heimilismenningu sveitanna, er ver- ið hefur líftaug alþýðumenningarinnar um aldaraðir. Bóknámið í skólunum ætti að líkjast sem mest hinu forna sjálfsnámi ungmenna á heimilunum, en lexíunám með stýfðum kennslustundum að breytast og hverfa að nokkru leyti.“ „Þér þykir líklega kvæðanámi barna og unglinga hafa hrakað frá því, sem áður var?“ segi ég. „Það var vel á minnst,“ svarar Stefán. „Það er lítið efamál, að kvæðakunnáttu barna hefur yfirleitt hrakað, þótt ekki sé miðað við nema tvo síðustu áratugi. Ég tel, að önnur nýmæli, svo sem bílar, flugvélar, stríðsfréttir o. fl., leiði athygli barna frá kvæðanámi. í þeim efnum eiga skólar og heimili að hefja sókn að nýju. Ég hef sagt börnunum, að með kvæðanámi safni þau eins konar vara- sjóði til elliáranna og skapi sér ómetanlega dægrastytt- ing í veikindum og einangrun.“

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.