Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.04.1944, Blaðsíða 12
90 MENNTAMÁL kennir hann börnunum, hvernig bezt sé að taka upp mann, sem er í dauðadái, og bera hann (brunamanns- tak). Eftir að börnin hafa lært þetta, rifjar hann það upp við og við. Kennarinn lætur sér ekki nægja þær leikfimiæfingar, sem hann getur tekið með nemendunum í þessum þröngu húsakynnum. Hann grípur til bekkjarstofuæfinga (örv- unaræfinga). Á hverjum degi lætur hann nemendur taka 2—4 æfingar í sætum. Þrengslin leyfa ekki mikil umsvif, svo að hann verður að beita að mestu armteygjum og bakfettum. Á ferðum mínum hef ég hitt marga kennara, sem hafa fléttað íþróttaiðkunum inn í nám nemenda sinna. Fram- kvæmdir þeirra hafa verið langt fram yfir það, sem hægt hefur verið að ætlast til, miðað við hinar örðugu að- stæður. Störf slíkra kennara munu hjálpa til að færa íþrótt- irnar inn í daglegt líf þjóðarinnar, og það mun einhvern tíma sýna sig, þegar reynir á þjóðlífið eða samtök þjóð- arinnar, að hér var ekki unnið til einskis. Þorsteinn Einarsson. Skíðafer&ir skólabarna. Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrir skömmu (17. marz s.l.), að verja mætti allt að 15 þús. kr. til þess að kaupa skíði, er börn í barnaskólunum skyldu fá til afnota, svo að þau gætu fremur brugðið sér á skíði að vetrinum, þegar veðurfar og aðrar ástæður leyfði. Slcólabílarnir. Dagblaðið Visir segir 5. april s.l. frá skólabílunum í Olfusskólahéraði og á Vatnsleysuströnd og vitnar til frásagnar um þau efni í síðasta hefti Menntamála.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.