Menntamál - 01.04.1944, Síða 15

Menntamál - 01.04.1944, Síða 15
MENNTAMÁL 93 En töluverða vinnu og yfirgripsmiklar athuganir þarf til þess að búa til samfelld próf, hæfilega þung, úr öllu eða mestöllu reikningsefni barnaskólanna, eins og Jónas B. Jónsson hefur gert. En æfingabókin er nauðsynleg af tvennu: 1) Dæmin í reikningsbók skólans eru ekki nægi- lega mörg. 2) Börnum, sem ekki standast próf í fyrsta sinn, þykir skemmtilegra að fá nýjar æfingar til þess að reikna en að þurfa að reikna upp aftur og aftur svo eða svo mikið í gömlu bókinni. Hér má minnast á það, sem bæði kennarar Laugarnes- skólans og ég og ýmsir fleiri gera, að við mörkum á eins konar rúðurit, hve langt áleiðis hvert barn er komið. Rúða í ákveðnum dálki aftur undan nafni barnsins er lituð, þegar barnið hefur lokið tilsvarandi prófi. Til skýringar kemur hér mynd af nokkrum hluta slíks rúðurits yfir minn bekk, þegar við vorum að fara yfir tugabrotin í 2. hefti reikningsbókarinnar nú í vetur: Þess má enn geta, að kennarar Laugarnesskólans gera tilraun með það í vetur, að taka reikningsefnið í annarri röð en gert er í reikningsbókum skólanna. Er það einnig gert samkvæmt athugunum Jónasar á því, hver atriði börnunum eru auðveldust. Þannig er t. d. hið auðveldasta í tugabrotum og almennum brotum reiknað áður en erfið deiling í einskonar tölum (með tveim eða fleiri stöfum í deili) er æfð verulega. Væri vel, að kennarar létu heyrast álit sitt á því, hver niðurröðun mundi heppilegust í þess- um efnum. Ö. Þ. K.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.