Menntamál - 01.04.1944, Page 22

Menntamál - 01.04.1944, Page 22
100 MENNTAMÁL Nokkur orð um „villandi frásögrí' kallar fyrrverandi ritstjóri Menntamála, Gunnar M. Magnúss, smá- grein, sem hann hefur sent Menntamálum og óskað eftir, að birtist í tímaritinu. Núverancli ritstjóri telur sjálfsagt að verða við þessum tilmælum fyrrverandi ritstjóra, þó að orka kunni nokkurs tvímælis, livort orðahnippingar sem þessar eigi heima á síðum Menntamála. En grein Gunnars er þannig: Nú hefur eitthvað skeð í sambandsstjórn, mega lesendur Mennta- mála hugsa, er þeir hafa lesið 2. hefti 1944, þar sem fyrrverandi rit- stjóri er víttur harðlega fyrir að „birta í heimildarleysi og á mjög villandi hátt“ fréttir af sjálfstæðismálinu, eins og það bar á góma innan sambandsstjórnar. Ég vil nú svara Jtessu nokkrum orðum. Til- löguna, sem ég birti, hafði ég frá tillögumanni sjálfum, með fullu leyfi um birtingu í ritinu. Nokkur viðbótarorð setti ég til þess að halda málinu vakandi, Jtví að á Jtessu tímabili liafði meiri liluti sambandsstjórnar daufan skilning á sjálfstæðismáli þjóðarinnar. Á fundinum í sambandsstjórn 9. febrúar var einnig samþykkt til- laga frá undirrituðum, þar sem sambandsstjórn lýsti fylgi sínu við tillögur stjórnarskrárnefndar alþingis um stofnun lýðveldis á íslandi ekki síðar en 17. jún/ 1944. Var tillögunni síðan vísað til útgáfu- stjórnar Menntamála með ósk tillögumanns, að hún yrði birt. — Þess- ari tillögu hefur verið stungið undir stól, a. m. k. um sinn. Nú segi ég enn: Af þessu geta kennarar dregið sínar ályktanir. Viðvíkjandi ávítunum í minn garð lét ég Jress getið á fundinum, að sambandsstjórn hefði ekki rokið upp til þess að samþykkja á mig víti lyrir Jtað, að ég vann úr fundargerðum sambandsjringsins „í heimildarleysi” og birti töluvert fullkomna skýrslu um kennarajúngið og innti þar af hendi verk, sem stjórnin átti að framkvæma, en hafði vanrækt sér til vansa. G. M. M. Stjórn Sambands íslenzkra barnakennara. í henni eiga nú Jtcssir menn sæti: Ingimar Jóhannesson, formaður, Arngrímur Kristjánsson, Guðmundur I. Guðjónsson, Gunnar M. Magnúss, Jónas B. Jónsson, Pálmi Jósefsson og Sigurður Thorlacíus. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Útgáfustjórn: Ingimar Jóhannesson, Arngrímur Kristjánsson, Ólafur Þ. Kristjánsson, ritstjóri. Prentsmiðjan Oddi h.f.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.