Menntamál - 01.10.1945, Síða 14

Menntamál - 01.10.1945, Síða 14
164 MENNTAMÁL ilunum, svo að þau rofni úr tengslum við þau og njóti ekki eins og skyldi hollra áhrifa þeirra meðal annars til þjóðlegrar menningar. Starfsemi heimavistarskólanna hefur verið hugsuð þannig, að börnunum yrði skipt í tvær deildir eftir aldri og þroska og yrðu þær til skiptis í skólanum, samanlagt hálfan kennslutímann hvor deild. Milli þess, sem börnin yrðu í skóla, ynnu þau að námi sínu heima undir eftirliti skóla og heimilis. Mjög stuttan tíma af uppeldis- og þroska- árum sínum á barnið að dvelja að heiman — á skólaheimili — og það á að verða til þess að barnið rofni úr tengslum við heimili sitt. Svo hef ég skilið starfsemi heimavistarskólanna, að þeir verði í sem nánustum tengslum við heimilin. Skólastjórar þeirra eiga að vera vökumenn fræðslu og uppeldismála í skólahverfinu og reyna'að komast í sem nánust kynni og samband við heimilin. Ætti því heimilunum að verða hinn mesti styrkur að skólunum eins og til er ætlazt. Þjóðleg menning verður alltaf að vera einn innsti kjarni í skóla- starfsemi okkar og þann þátt mega heimavistarskólarnir sízt vanrækja. Ein mótbáran er sú, að vera barna í heimavistarskóla veki lítilsvirðingu þeirra á heimilunum og ýti þeim til burtfarar strax og þau hafi getu til. Það er ólíklegt, að bætt menningarskilyrði heima í hér- aði verði til þess, að ungt fólk flýi fremur að heiman. Þá telja þessir menn, að óholl áhrif muni hafa, að svo mörg börn séu saman, og verði ekki fullt gagn að tímanum til náms, því að hvert glepji fyrir öðru og siðferði þeirra sé jafnvel hætta búin. Óljóst virðast þessir menn hafa kaupstaðarafstöðuna í huga, þar sem skólarnir eiga við vandamál fjölmennisins að berjast. Þeir jafna saman fjöl- menni kaupstaðanna og tuttugu til þrjátíu börnum í heima- vistarskóla. Þeir hafa komizt í kynni við börn úr kaup-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.