Menntamál - 01.10.1945, Side 18

Menntamál - 01.10.1945, Side 18
168 MENNTAMÁL 1909. Lítill drengur er fæddur í afskekktu heiðakoti í svartasta skammdeginu. Saga hans er þá óskráð, en vonir allra foreldra eru bjartar við fæðingu sonar, þótt í fátækt sé. — Þarna í heiðarbýlinu er hann uppalinn. Börnin voru mörg, og efnahagur þröngur, og langt til byggða. Mér er sagt, að Alexander muni aldrei í skóla hafa komið, ekki einu sinni í farskóla Jökuldalshrepps, en aldr- aður maður muni hafa verið fenginn þangað af skóla- nefnd til þess að kenna á þessu heimili nokkurn tíma á hverjum vetri, þar sem börnin voru svo mörg og dýrt að kosta þau til dvalar á farskólanum niðri í dalnum. Alexander átti því engar glæstar skólaminningar frá æskuárunum, en hann minntist ef til vill margra rauna- stunda, þegar jafnaldrar hans eru að tygja sig að heim- an til skólavistar, en hann verður að horfa á eftir þeim með þrá í augum, kreppa hendur um skófluskaftið og heyja harða lífsbaráttu fyrir fötum og fæði. En árin líða. Þrekið og kjarkurinn vex. Alexander tekst að verða bjargálna bóndi og störfin, annirnar, gefa líf- inu gildi. En þá kemur sjúkleikinn. Alexander neyðist til að fara á sjúkrahús og nú gefst tími til að hugsa og lesa. Um þessar mundir er vakin alda í sveitinni hans um stofnun heimavistarskóla, og undirbúningur hafinn með fjársöfnun. í fyrravetur, er Alexander dvaldi heima um stund, gekk um sveitina samskotalisti til myndunar skóla- byggingarsjóðs. Var fjársöfnun þessari mjög vel tekið og söfnuðust um 20 þús. kr., sem lagðar voru fyrir í skólasjóð. Listi þessi var sýndur Alexander eins og öðr- um, og gaf hann 500 krónur á listann, en gat þess jafn- framt við séra Jakob á Hofi, er sýndi honum skjalið, að réttast væri, að hann gæfi skólasjóði þessar reytur sínar. Hafði hann að líkindum þá þegar ákveðið erfðaskrá sína, er hann sá, að hverju fór með heilsufarið. Stuttu síðar ágerðist sjúkdómurinn, og hann lagði upp í sína siðustu

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.