Menntamál - 01.10.1945, Page 23
MENNTAMÁL
173
Bækur sendar Menntamálum
í óbyggðum Austur-Grænlands. Samið hefur Sigurður
Helgason eftir ferðasögu Ejnar Mikkelsens: Tre Aar paa
Grönlands Östkyst. Með myndum. 138 bls. Verð: 20,00 kr.
óbundin. — Ejnar Mikkelsen er þannig kynntur lesend-
um í alfræðibókum, að hann sé danskur skipstjóri, land-
könnuður og rithöfundur. Einhver frægasti leiðangur hans
er sá, sem frá er sagt í þessari bók. Hann var hafinn
sumarið 1909 til þess að leita að dagbókum og öðrum
menjum úr leiðangri, sem danski vísindamaðurinn Mylius-
Erichsen hafði farið nokkrum árum áður og týnzt í (1907).
Ekki kom Mikkelsen heim úr þessari ferð fyrr en sum-
arið 1912. 28 mánuði samfleytt hafði hann dvalið við
annan mann á jökulauðninni og oft komizt í hann krapp-
an. Eru allar frásagnir hans af líðan og mannraunum
þeirra félaga yfirlætislausar og blátt áfram, en jafnframt
svo lifandi, að lesandinn finnur, að þarna voru miklu
meiri afrek unnin en sagt er með berum orðum.
Sigurður Helgason er æfður rithöfundur, svo sem al-
kunnugt er, og kann vel að segja frá. Ber þessi bók því
glöggt vitni. Frásögnin er blátt áfram og snurðulaus, en
þó stundum með töluverðum undirþunga og mótuð kynngi
hins góða sögumanns. Örlítillar ónákvæmni verður vart
á stöku stað, eins og t. d. þegar Ivarsen vélstjóri er talinn
meðal þeirra, sem réðust til ferðarinnar frá Danmörku
(bls. 16), en síðar segir, að hann hafi komið á skipið á
Patreksfirði í staðinn fyrir veikan mann (bls. 36). Eins
hefði ekki verið úr vegi að skýra, hvers konar matur
pemmikanið væri. En þetta eru smámunir, sem hverfa hjá
aðalkostum bókarinnar, skemmtilegri frásögn um hreysti-
verk, unnin í leit að nýrri þekkingu. Slíkar bækur eru