Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL
203
k. þangað til hann er orðinn starfandi, sjálfstæður þegn
þjóðfélagsins. Þess vegna mun ég tala dálítið á víð og dreif
um þessi efni.
En hverfum aftur að undirstöðunni, sem ég minntist á
áðan. Mér finnst það engin goðgá, að við leggjum fyrir
okkur þá spurningu, hvort hún sé hin ákjósanlega,sta og
réttasta, sem fundin verður. Ég vil taka það fram, að ég
tel migþess ekki umkominn að tala af neinum myndugleika
eða reiða öxina að rótum trjánna. En ég efast mjög um
þennan grundvöll, og ég er ekki einn um það, ef litið er út
fyrir landsteinana. Sams konar efagirni hafði komið af
stað ölduróti um víða veröld, áður en ég var í heiminn bor-
inn. Hins vegar hefur hún setzt að mér við að hugleiða ís-
lenzk skólamál, og hún byrjaði þegar að grafa um sig, er
ég sat á skólabekk, og ástundaði það af mestu samvizku-
semi að læra f jölmargt, sem mér var fyrir sett, en gat eng-
an tilgang séð í að læra. Ég treysti vísdómi hinna eldri og
taldi nokkurn veginn víst, að mér mundi síðar koma þetta
að góðu haldi. Fm reynslan hefur ekki enn þá fært mér heim
þann sann, heldur hinn að ég hafi verið ginntur til að eyða
allmiklu af æsku minni og orku í hreinasta fánýti, ekki í
illu skyni, heldur af misskilningi. Og vitaskuld er ýmis-
legt þess fræðináms, sem ég lagði á mig nauðugur, merki-
legt og gagnlegt ýmsum öðrum og mannfélaginu nauðsyn-
legt, að einhverjir kunni skil á þeim efnum.
En ég skal nú hætta að tala um sjálfan mig, heldur víkja
að þeirri spurningu, hvort allt okkar fræðinám og þær að-
ferðir,sem við beitum við að kaldhamrafræðin inníungling-
ana, sé hið allra æskilegasta vegarnesti, sem við fáum vax-
andi kynslóð, hvort framtíðarhag lands og lýðs sé bezt
borgið með því. Sem kunnugt er, önnuðust heimilin svo til
allt uppeldi landsins barna fram á 19. öld og að mestu leyti
þá öld einnig að undantekinni skólagöngu embættismanna-
efna. Sveitaheimilin voru tiltölulega sjálfstæð ríki, sem
lítið samband þurftu að hafa við aðra aðila, nema helzt