Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 8
206
MENNTAMÁL
frá námi trúlitlir á sjálfa sig. Og kennararnir mæddust yfir
þeim í hverjum frímínútum og spurðu sig og aðra, hvaða
erindi þetta fólk ætti í skóla. Sú spurning er afar eðlileg,
þegar menn geta ekki hugsað sér skóla í annarri mynd en
áður var á drepið, og þegar menn láta sér ekki til hugar
koma, að skóli skuli haga starfi sínu eftir eðli og þörfum
nemenda sinna. Það er víst og áreiðanlegt, að mikill hluti
unglinga á lítið eða ekkert erindi í harðsvíraða bóknáms-
skóla, enda var síður en svo til þess ætlazt af þeim, sem
undirbjuggu fræðslulöggjöfina.
Þá vík ég að öðrum þætti þessara hugleiðinga, hvort sá
stakkur, sem 19. öldin skar skólum okkar, muni hæfa þeim
að eilífu, hvort við kennarar séum einir allra stétta þeir
lukkunnar pamfílar, að við getum að skaðlausu látið und-
ir höfuð leggjast að leita nýrra leiða í starfsháttum, þótt
það líf, sem við teljum skólana eiga að þjóna, hafi tekið
svo algerum stakkaskiptum, að vart sé orðið þekkjanlegt.
Mér hefur stundum til hugar komið, ef kynslóðir síðustu
aldar mættu rísa upp úr gröfum sínum, mundu fáar starfs-
stéttir þekkja sig jafnvel á vinnustöðvum sínum og kenn-
arar, nema ef vera skyldu klerkar.
Getur það til að mynda verið, að við þurfum ekkert til-
lit til þess að taka, að nú er líf hvers manns knýtt ótölu-
legum böndum við þjóðfélagið, í stað þess að áður lifðu
fáir einstaklingar saman í hóp nærri því óháðir umheim-
inum? Og nægir hraflkunnátta í nokkurum fræðigreinum
til þess að tryggja það sem bezt má verða, að þetta marg-
slungna samfélag megi vel takast. Reynslan sýnir, að þetta
gengur svona nokkurn veginn, jafnvel þótt skólarnir hafi
lítið sinnt því verkefni að búa æskulýðinn undir að lifa í
slíku samfélagi. Hins vegar getum við ekki neitað því, að
víða er vondur brestur í keri, sem tilveru lýðræðisþjóð-
félags stendur ógn af. Gæti það því ekki verið nokkurs
virði, að vaxandi kynslóð væri tamin við að virða og meta