Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.12.1950, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL 231 garð og neðan hjá okkur. Eitt af þvi nýjasta, og sem talið er með því bezta i'yrir 12—14 ára börn, er að móta hluti og hugmyndir í deigan leir. Leir, sem áður hefur verið notaður í þessu augnamiði, hefur haft þann galla, að hann hefur ckki harðnað. Nú er komin ný tegund af leir á markaðinn á Norðurlöndum og ryður sér þar mjög til rúms. Þarf ekki annað cn að blanda leirinn vatni, elta lrann og móta. Eftir hálfa klst. er liann orðinn harður og má þá skera hann til, f;egja með sandpappir, mála og skreyta. Eg hef séð landslag mótað í leir þenna, kertastjaka, dýr, hús og húsgögn, allt fagurlega litum skreytt, og hlut- irnir eru miklu haldbetri en gips. Vinna sem þessi þroskar að sjálfsögðu mjög alhliða handlagni og hugmyndaauð og fullnægir sköpunarþrá barnsins. Jafnframt eignast barnið svo varanlega'muni, leikföng og tækifærisgjafir. Eg hef fengið sýnishorn af leir þessum. Pakki, sem vegur um 1 kg, kostar ca. 10 kr. hingað kominn. Ef kennara langar til Jtess að reyna, hvernig leir Jtessi er til kennslu, geta þeir snúið sér til mín. Ég mun veita allar ]>ær uppplýsingar, sem ég get. Guðmundur Þorláksson, Eikjuvog 13 Rvik. Shni 80101. Vlgt nýtt skólahús á Akranesi. Sunnudaginn 19. nóv. var vígt nýtt barnaskólahús á Akranesi. Hófst athöfnin með Jjví, að skólasetning fór fram í Akraneskirkju og flutti skólastjórinn. Friðrik Hjartar, setningarræðuna, var síðan gengin skrúðganga að liinu nýja húsi. Hófst athöfn Jrar með Jiví, að form. fræðsluráðs, séra Jón Guðjónsson, kynnti gesti. Sveinn Finnsson bæj- arstjóri sagði byggingarsiigu hússins. Hafizt hafði verið Jiegar handa um undirbúning eftir bruna gamla skólahússins 1940, en fram- kvæmdir hófust 1948. Ræður íluttu, llelgi Elíasson fræðslumálastjóri og Stefán Jónsson námsstjóri, og árnaðaróskir voru fluttar frá Birni Ólafssyni menntamálaráðherra. Einnur Árnason byggingarmeistari lýsti húsinu og fjölmargir aðrir fluttu ávörp og kveðjur. Barnaskólahúsið er tveggja hæða hús 500 m2 að flatarmáli. í Jrví eru 10 rúmgóðar kennslustofur, skrilstofa skólastjóra, kennarastofa, smíðastofa, handavinnustofa handa stúlkum, læknaherbergi o. fl. Húsið er hitað með geislahitun. liitalagnirnar í loftinu og Jtví engir ofnar í stofunum. Að vígsluatlu'ifn lokinni hafði bæjarstjórn Akraness boð inni í Báruhúsinu.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.